Flřtilei­ir
fimmtudagurinn 3. maÝá2012 - 10:01 | FrŠ­sla

Ëgnar flundran afkomu laxfiska?

Fimmtudaginn 3. maí mun Danny O‘Farrell, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun, kynna lokaritgerð sína um áhrif flundru á laxfiska á Vestfjörðum. Ritgerðin ber titilinn Range expansion of European Flounder Platichthys flesus to Icelandic waters. A threat to native salmonids? Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, hefst kl. 16:00 í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og eru allir velkomnir.

 

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Scott Heppell, lektor við Oregon State University í Bandaríkjunum og prófdómari er prófessor Vincent Gallucci, gestafræðimaður við Háskólasetur Vestfjarða og prófessor við Háskólann í Washington í Bandaríkjunum.

 

Rannsókn Danny O‘Farrell gekk út á að kanna áhrif tilkomu flundru í vistkerfið á Vestfjörðum á laxfiska (lax, silung og sjóbirting) sem fyrir voru á svæðinu. Þessi áhrif eru greind með ýmsum hætti: Dreifing og magn flundrunnar var kannað; fæða hennar og hugsanlega fæðusamkeppni við laxfiska, m.a. með tilliti til magainnihalds tegundanna og skörun flundrunnar og laxfiska í tíma og rúm. Einnig var aldursdreifing flundra sem veiddust í Önundarfirði og Hornvík frá júní til september 2011 könnuð sérstaklega.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn