Flřtilei­ir
fimmtudagurinn 18. oktˇberá2012 - 09:32 | FrŠ­sla

Nßmskei­ um ßhrif uppeldis ß heila■roska og persˇnuleika barna

Laugardaginn 20. október klukkan 11:00 til 14:00 verður haldið námskeið um áhrif uppeldis á heilaþroska og persónuleika barna. Námskeiðið er styrkt af fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar og fer fram í Stjórnsýsluhúsinu.

 

Rannsóknir undanfarinna ára í taugalíffræði hafa veitt góðar upplýsingar um þau áhrif sem foreldrar og aðrir umönnunaraðilar hafa á heilaþroska barna. Ákveðnar umönnunaraðferðir eru líklegri en aðrar til að styðja við tilfinningalegan og félagslegan þroska.

Með aukinni vitund og meiri hæfni umönnunaraðila má ýta undir örugga tengslagerð hjá börnum. Örugg tengslagerð skilar sér meðal annars í sjálfsöruggari einstaklingum sem þekkja og kunna á tilfinningar sínar og mörk.

 

Helstu atriði sem farið verður yfir í fyrirlestrinum eru:
• Uppbygging heilans.
• Áhrif hormóna á borð við Cortisol og Oxytocin á þroska heilans.

• Grunntilfinningakerfi barna.

• Hlutverk aðskilnaðarkvíða og gráts.
• Hvernig hægt er að aðstoða börn við að vinna úr stórum sem smáum áföllum.
• Fjórar gerðir tengsla og áhrif þeirra á barnæsku og fullorðinsár.


Vonast er til að í lok námskeiðs hafi þátttakendur fengið góða innsýn í hvernig umönnun getur mótað heila barna og persónuleika þeirra og hvernig hægt er að nýta þá þekkingu í daglegri umönnun barna. 

Umsjón með námskeiðinu hefur Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, MA fjölskyldumeðferð.

 

Þátttökugjald er 4.500 krónur.

 

Upplýsingar og skráning með tölvupósti á netfangið rakelran@gmail.com eða í síma 6610859.

 

Facebook: Ást og umhyggja - fjölskyldustuðningur

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn