Flřtilei­ir
mßnudagurinn 13. oktˇberá2014 - 13:17 | Umhverfis- og eignasvi­

Breyting ß a­alskipulagi

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Ísafjarðarbær auglýsir skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting mun m.a. fjalla um frístundabyggð, orkuvinnslu, efnistökusvæði, iðnaðarsvæði og raflínur auk endurskoðunar á landnotkun afmarkaðra svæða. Jafnframt er gert ráð fyrir að yfirfara greinargerð og uppdrætti vegna misritunar eða innsláttarvillna í gildandi skipulagi og skerpa á óskýru orðalagi.

Eftirfarandi eru helstu breytingar sem verða gerðar á skipulaginu

 

Svæði

Núverandi landnotkun

Fyrirhuguð landnotkun

Lýsing

3.7

 

Hvilftarströnd - Breiðadalur

Óbyggð svæði

Iðnaðarsvæði

Virkjun á þremur ám. Aukin raforkuframleiðsla mun auka orkusjálfstæði Vestfjarða.

3.8

Stóra-Eyjavatn - Mjólkárvirkjun

Óbyggð svæði

 

Virkjanamannvirki (vatnspípa og stífla)

Vatni veitt í Mjólkárvirkjun. Aukin raforkuframleiðsla mun auka orkusjálfstæði Vestfjarða.

3.9

 

Ofan Hlíðarvegar

 

Iðnaðarsvæði

 

Opið svæði

 

Iðnaðarsvæði ofan Hlíðarvegar fellt út. Starfsemi færð af ofanflóðasvæði á öruggara svæði.

3.10

 

Breiðadalsheiði - Skutulsfjörður

 

Óbyggð svæði, vatnsverndar-svæði og opin svæði

Rafmagn

(raflínur)

Breytt lega rafveitulagna, að hluta til í jarðstreng. Framkvæmd er ætlað að auka afhendingaröryggi á raforku.

3.11

 

Tungudalur

 

Opin svæði

 

Viðfangsefni

komandi skipulagsvinnu

Endurskoðun landnotkunar og samræming. Bæta á aðstöðu til útivistar og íþróttaiðkunar en einnig skoða möguleika á byggingu smáhýsa fyrir ferðaþjónustu.

3.12

Pollurinn í Skutulsfirði

 

Blönduð landnotkun

 

Viðfangsefni

komandi skipulagsvinnu

Endurskoðun landnotkunar. Bæta á umhverfi, öryggi og hagsæld en jafnframt hlúa að félagsauði samfélagsins og menningu.

3.13

 

Minni háttar leiðréttingar og lagfæringar á uppdráttum og greinargerð.

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á heimasíðum Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá 16. október 2014 til 13. nóvember 2014.  Þeir sem vilja gera athugasemdir við lýsinguna þurfa að skila þeim inn á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði eigi síðar en 13. nóvember 2014.

 

Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og eignasviðs.

Ísafirði 10. október 2014.

 

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn