Flřtilei­ir
mi­vikudagurinn 7. nˇvemberá2012 - 11:46 | Skˇla- og tˇmstundasvi­

Barßttudagur gegn einelti - listi Ý G═

8. nóvember n.k verður í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu.

 

Starfshópur á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins skilgreinir einelti sem:

 

„Endurtekin ótilhlýðileg og ámælisverð háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað endurtekið andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna eða meðal nemenda eða milli nemenda og starfsfólks skóla.“


Auðvitað er ekki er nóg að taka einn dag á ári frá til að sinna forvörnum gegn einelti en gott er að láta minna sig á. Mikilvægi góðra samskipta er aldrei of oft áréttað. Allir eiga rétt á virðingu, að virðing sé borin fyrir þeim sjálfum og því sem þeir hafa fram að færa.  Gott er að nota daginn til að minna á að við ætlum að temja okkur góð samskipti við samferðarfólk okkar.

Oft þegar einelti ber á góma tengir fólk það við skóla og skólabörn sem ekki geti látið sér lynda. Töluverð vinna er unnin í skólum við að kenna jákvæð og góð samskipti og vinna með það sem miður fer, en einelti á sér ýmsar birtingarmyndir og finnst líka utan skóla og meðal fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að allir temji sér góð og jákvæð samskipti og gefi líðan náungans gaum.

 

Í tengslum við 8. nóvember býst öllum að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti en hann er aðgengilegur á heimasíðunni, www.gegneinelti.is.  Með undirritun sinni skuldbindur fólk sig til að vinna gegn einelti og markmiðið er að fá sem allra flesta til að skrifa undir sáttmálann. 

Grunnskólinn á Ísafirði býður öllum bæjarbúum að koma í skólann fimmtudaginn 8. nóvember eftir kl. 11:30 og skrifa undir yfirlýsingu sem skólinn hefur útbúið og leggja þannig sitt að mörkum til að vinna gegn einelti í samfélaginu okkar.

Ég hvet alla sem tök hafa á að mæta og skrifa undir og taka þannig samfélagslega ábyrgð.

 

Margrét Halldórsdóttir
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn