Flřtilei­ir

Vinnuskˇlinn

 

Vinnuskólinn hefur aðsetur að Austurvegi 9, 400 Ísafirði.
Sími: 450 8051
Póstfang: vinnuskoli@isafjordur.is

Í Ísafjarðarbæ er rekinn vinnuskóli fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Aðaldeild vinnuskólans er á Ísafirði. Yfirflokkstjóri sér um daglegan rekstur. Vinnuskólinn starfar frá byrjun júní og fram í miðjan ágúst. Hægt er að fá svör við fyrirspurnum í síma á skrifstofu vinnuskólans. 

Starf vinnuskólans fer fram á milli klukkan 08:00 og 14:00 alla virka daga, en flokkstjórar og starfsmenn skrifstofu starfa fram á seinni hluta dags. Ef erfitt reynist vegna fámennis að mynda hóp í einhverjum af smærri byggðarkjörnunum, geta unglingar þeirra staða búist við að þurfa að sækja vinnu til Ísafjarðar og nýta þá áætlunarferðir. Reynt verður þó að haga störfum þannig að sem flestir geti unnið sem mest á sínum heimaslóðum.

 

Vinnuskólinn - deildaskiptur að hluta
Verkefni skólans eru fjölmörg, en miðast flest að fegrun umhverfissins og eru umhverfismál í brennidepli.
Helstu deildir innan vinnuskólans eru:

 • Almenn deild
 • Þjónusta og sláttur
 • Fjöllistahópurinn „Morrinn”
 • Málninga- og byrgðadeild

Reglur vinnuskólans
Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. Á þetta við um alla starfsmenn, jafnt fullorðna stjórnendur sem unglinga.

 • Neysla sælgætis og gosdrykkja er eingöngu leyfð við sérstök tækifæri, s.s. uppskeruhátíðir o.þ.h.
 • Notkun GSM síma er einungis heimiluð í sérstökum tilfellum.
 • Starfsmenn þurfa að hafa með sér nesti og vera klæddir í samræmi við veður.
 • llla klæddir starfsmenn geta átt það á hættu að vera sendir heim og tapa þá launum þann dag.
 • Æskilegt er að unglingar mæti til vinnu með góða vinnuhanska. 
 • Starfsmönnum ber að sýna hverjum öðrum virðingu og tillitsemi og vera sjálfum sér, vinnuhóp sínum og vinnustað til sóma.
 • Starfsmenn þurfa að fara eftir leiðbeiningum og fyrirskipunum flokkstjóra sinna. Leti er ekki liðin.

  Ef samskiptavandamál koma upp, munu yfirstjórnendur taka á því. Starfsmaður sem fer ekki eftir fyrirmælum og reglum Vinnuskólans á það á hættu að missa vinnu sína.

Gjaldskrá vinnuskólans

Sláttur á garði að 100 ferm. 9.050 kr.
Sláttur á garði 100-200 ferm. 18.100 kr.
Sláttur á garði yfir 200 ferm. 24.150 kr.
Umhirða lóða/hreinsun, lítil lóð eða lítil hreinsun 9.050 kr.
Umhirða lóða/hreinsun, stór lóð eða mikil hreinsun 18.100 kr.

 

 

Nánari upplýsingar um Vinnuskólann 2014 má nálgast hér og umsóknareyðublöð hér.

 

Hægt er að senda ábendingar með því að fylla út formið hér að neðan:


Vefumsjˇn