Vesturafl

Vesturafl er starfsendurhæfing ætluð fólki með skerta starfsorku, fólki sem vegna veikinda eða aðstæðna getur ekki tekið virkan þátt í samfélaginu, hvort heldur í vinnu eða á heimilinu sínu. Í miðstöðinni er boðið upp á fjölbreytta þjónustu við hæfi hvers og eins. Markmið Vesturafls er m.a. að skapa hvetjandi stuðningsúrræði, að efla sjálfstraust og ábyrgð til félagslegrar þáttöku og að auka færni til samskipta. Einnig er mikilvægt að endurhæfing fari fram í heimabyggð. Í miðstöðinni starfar iðjuþjálfi sem aðstoðar fólk við að setja sér markmið og finna leiðir til að ná þeim. Starfsemin nær til íbúa Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkur. Rekstraraðilar eru félagsmálaráðuneytið, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Súðavíkurhreppur og Rauði krossinn. Í miðstöðinni er boðið upp á fjölbreytta þjónustu við hæfi hvers og eins.

 

Vesturafl er til húsa að Opið er þrjá daga í viku: mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 10:00 - 16:00.

Þar hefur fólk tækifæri til að veita aðstoð þegar þeim líður vel og fá aðstoð þegar illa gengur.

 

Starfsmenn:
Harpa Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi
Sigríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri

Heimilisfang: Brunngata 10 (Ásbyrgi). Sími: 456-4406

 

Opið: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 10 - 17

Bloggsíða: www.vesturafl.bloggar.is

Vefumsjón