Flřtilei­ir

Samrß­

Samráð við hagsmunaaðila og íbúa er einn af hornsteinum í skipulagsvinnu sem þessari. Í skipulags- og byggingarlögum og skipulagsreglugerð kemur fram að leita skuli eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og annarra sem eiga hagsmuna að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið. Sérstök áhersla verður lögð á að hafa skipulagsferlið opið og með gagnkvæmu upplýsingastreymi á milli aðila sem málið varðar. Samráð við hagsmunaaðila og íbúa verður með ýmsum hætti:

  • Upplýsingaveita á heimasíðu Ísafjarðarbæjar
  • Póstkassi þar sem hægt verður að skila miðum með ábendingum. Slíkir kassar hafa verið settir uppp í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og í Sparisjóðunum á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri.
  • Bæklingar með kynningu á aðalskipulagi og vinnuferli þess í stuttu máli
  • Fundir og ráðstefnur með stofnunum, íbúum og fulltrúum hagsmunaaðila
  • Dreifibréf

Nánari upplýsingar um skipulagshópa er að finna á vefsvæði skipulagshópa. 

Skipulagshópur svæði sunnan Djúps

Skipulagshópur svæði norðan Djúps

Vefumsjˇn