Umhverfisnefnd

221. fundur

221. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn miðvikudaginn 9. nóvember 2005 og hófst kl.8:00.
Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mættir: Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Björgmundur Örn Guðmundsson, Jón S. Hjartarson, Þorbjörn J. Sveinsson,slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði fundargerð.

1. Drafnargata 2, Flateyri, bygging sólskála og bílgeymslu. (2005-11-0023).

Tekin fyrir umsókn Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. 3. nóvember 2005, f.h. Úlfars Önundarsonar, þar sem sótt er um heimild til að byggja annarsvegar bílgeymslu á lóðinni Drafnargötu 2, Flateyri og hinsvegar að byggja sólskála áfastan við íbúðarhúsið, skv. teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. í nóvember 2005.

Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að setja erindið í grenndarkynningu og kynna það eigendum að Öldugötu 2, Eyrarvegur 1, 3, og 5 og Hrannargötu 3 á Flateyri.

2. Hafnarstræti 19, Ísafirði – breyting á teiknigum. (2005-06-0060).

Lagðar fram teikningar af nýbyggingu að Hafnarstræti 19, Ísafirði, þar sem gert er ráð fyrir að sorpgeymslu verði í tæknirými í suðurhorni hússins.

Umhverfisnefnd samþykkir þessa lausn.

3. Aðalgata 28, Suðureyri, tengibygging og breyting á bílskúr. (2005-11-0035).

Lagt fram bréf, dags. 20. október 2005, frá Einari Ómarssyni þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílskúrs að Aðalgötu 28 á Suðureyri. Jafnframt er sótt um heimild til að breyta bílskúrnum þannig að ekið verði inn í hann frá Eyrargötu en ekki Aðalgötu eins og nú er. Fyrirliggur að Fasteignir Ísafjarðarbæljar, sem meðeigendur bílskúrsins, gera ekki athugasemd við erindið.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

4. Aðalgata 16, Suðureyri, breytt notkun. (2005-11-0034).

Lagt fram bréf, dags. 7. nóvember 2005, frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri, þar sem hann sækir um leyfi til að breyta notkun á neðri hæð að Aðalstræti 16 á Suðureyri, þannig að þar verði um 40 manna veitingasalur í tengslum við Veg Gistingu.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna, enda í samræmi við aðal- og deiliskipulag.

5. Slökkvitækjaþjónusta Fjarðarnets. (2005-10-0012).

Lagt fram bréf, dags. 3. október sl., frá Fjarðarneti hf. þar sem fram kemur vilji Fjarðarnets hf., til að kaupa búnað slökkvitækjaþjónustu Slökkviliðs Ísafjarðar. Jafnframt er lagt fram bréf slökkviliðsstjóra, dags. 12. október 2005 varðandi málið. Erindi Fjarðarnets var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 17. október sl., sem vísaði því til umsagnar umhverfisnefndar.
Umræddur búnaður er hluti af staðalbúnaði slökkviliða og þá bæði með hliðsjón af eigin slökkvitækjum og kennslu í notkun slökkvitækja, einkum í skólum.

Umhverfisnefnd leggur því til að erindi Fjarðarnets verði hafnað.

6. Kynning slökkviliðsstjóra um úttekt InPro á Slökkviliði Ísafjarðarbæjar

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir úttekt á Slökkviliði Ísafjaðarbæjar, sem gerð var af InPro

Umhverfisnefnd þakkar slökkviliðsstjóra kynninguna og óskar eftir tillögum hans um hvernig mæta skuli þeim athugasemdum sem fram koma í úttektinni.

7. Tungubraut 1, Ísafirði, umsókn um lóðina. (2005-06-0040).

Lagt fram bréf, dags. 1. nóvember 2005, frá Bensínorkunni ehf, þar sem sótt er um lóðina að Tungubraut 1, Ísafirði.

Umhverfisnefnd bendir á að lóðin er ekki laus til úthlutunar, sbr. samþykkt bæjarstjórnar 4. nóvember 2004.

8. Sindragata 15, Ísafirði, olíusala. (2005-09-0076).

Tekið fyrir að nýju erindi Skeljungs sem var á dagskrá 219. fundar, varðandi eldsneytissölu á lóðinni að Sindragötu 15 á Ísafirði.

Umhverfisnefnd telur ekkert því til fyrirstöðu að Eimskip útbúi olíuafgreiðslu fyrir sín farartæki á lóðinni að Sindragötu 15, en hafnar umsókn Skeljungs um aðstöðu á lóðinni til almennrar sölu á eldsneyti.

9. Rammaskipulag hafnarsvæðis á Ísafirði. (2004-08-0044).

Lagt fram s.k. rammaskipulag hafnarsvæðis sem hefur verið til umfjöllunar í stýrihóp um skipulag hafnasvæðisins á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Skipulag fyrir botni Tungudals, Skutulsfirði. (2005-12-0020).

Lagt fram bréf Orkubús Vestfjarða dags. 3. nóvember 2005, en í því er komið inn á frágang og gerð göngustíga í tengslum við framkvæmdir Orkubúsins í Tungudal.

Tæknideild falið að ræða við bréfritara.

11. Umhverfisþing. (2005-11-0025)

Lagt fram bréf, dags. 28. október 2005, frá umhverfisráðuneytinu þar sem kynnt er dagskrá 4. Umhverfisþings sem haldið verður 18. og 19. nóvember n.k. á Hóteli Nordica í Reykjavík.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson mun sækja þingið, eða Magdalena Sigurðardóttir í forföllum hans.

12. Félag byggingarfulltrúa, ráðstefna 17. nóvember n.k. (2005-11-0031)

Lögð fram dagskrá að ráðstefnu á vegum Félags byggingarfulltrúa, sem haldin verður 17. nóvember n.k. á Grand Hótel, um reynslu af skipulags- og byggingarlögum frá 1997 og byggingarreglugerð frá 1998.

Lagt fram til kynningar.

13. Verk og vit 2006.

Lögð fram kynning á sýningu "Verk og vit 2006" sem haldin verður í Laugardalshöll 16. til 19. mars 2006.

14. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar til september 2005. (2005-06-0027).

Lagt fram til kynningar

15. Fjárhagsáætlun 2006. (2005-04-0035).

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun umhverfissviðs fyrir árið 2006.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:00.

 

Kristján Kristjánsson, formaður.

Björgmundur Ö. Guðmundsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Magdalena Sigurðardóttir. Jón S. Hjartarson

Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri. Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.

Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.