Umhverfisnefnd

219. fundur

219. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn miðvikudaginn 12. október 2005 og hófst kl. 08:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Kristján Kristjánsso, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Björgmundur Örn Guðmundsson, Jón S. Hjartarson, Þorbjörn J. Sveinsson, Jóhann B. Helgason og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð.

1. Tangagata 26, Ísafirði. - Bílskúrsbygging. (2005-07-0018).

Tekin fyrir að nýju umsókn Þórðar Eysteinssonar, um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni að Tangagötu 26, Ísafirði, en á fundi bæjarstjórnar 6. október s.l. var erindinu vísað aftur til umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu, en felur byggingarfulltrúa að ræða við Þórð Eysteinsson í samræmi við umræður á fundinum.

2. Grunnskólinn á Ísafirði, umsókn um byggingarleyfi. (2005-06-0019).

Lögð fram umsókn bæjartæknifræðings, dags. 6. október 2005, þar sem sótt er um byggingarleyfi (2. áfangi), skv. teikningu frá Arkiteo ehf., fyrir viðbyggingu milli "nýja" barnaskólans og "gamla" barnaskólans við Aðalstræti á Ísafirði og jafnframt að rífa núverandi tengibyggingu og þann hluta "gamla barnaskólans" sem ekki er friðaður.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna að breytingu á deiliskipulagi fyrir skólalóðina með þessa byggingu í huga.

3. Birkihlíð 1, Súgandafirði, umsókn um byggingarleyfi. (2005-10-0013).

Lögð fram umsókn, ódags. frá Svavari Birkissyni þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóðinni Birkihlíð 1 í Súgandafirði, skv. teikning frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. í október 2005. Jafnfram er lagt fram mæliblað og stofnskjal fyrir lóðina.

Björgmundur Örn Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.

Umhverfisnefnd getur fallist á erindið fyrir sitt leiti en felur byggingarfulltrúa að leita heimildar Skipulagsstofunar m. v. t 3. tl. bráðabirgaákvæðis skipulags- og byggingarlaga.

4. Sundstræti 36, Ísafirði. (2005-10-0016).

Lagt fram bréf, dags. 7. október 2005 frá Tækniþjónustu Vestfjarðar, f.h. eiganda að Sundstræti 36, Ísafirði, þar sem sótt er um heimld til að breyta húseigninni að Sundstræti 36, Ísafirði, skv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. í maí 2005, sem gera ráð fyrir að í húsinu verði 27 íbúðir og bílgeymslur.

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar sem beyting á deiliskipulagi hefur ekki verið staðfest.

5. Sindragata 15, Ísafirði. - Olíusala. (2005-09-0076).

Lagt fram bréf, dags. 29. september 2005, frá Skeljungi hf, þar sem farið er fram á heimild Ísafjarðarbæjar til að setja upp sjálfsafgreiðslustöð með olíur fyrir vörubifreiðar og vinnuvélar á lóðinni að Sindragötu 15, Ísafirði. Staðsetning dæla á lóðinni verði skv. teikningu frá Arkís, dags. 28. september 2005.

Umhverfisnefnd vísar erindinu til umsagnar Hafnarstjórnar og Stýrihóps um skipulag hafnarsvæðis Ísafjarðar.

6. Brunngata/Þvergata, Ísafirði. - Lóð fyrir bílastæði. (2005-09-0064).

Lagt fram bréf, dags. 23. ágúst 2005, en móttekið 29. september, frá eigendum og íbúum að Aðalstræti 26 á Ísafirði, þar sem þeir fara fram á að fá afnot af lóð við gatnamót Brunngötu/Þvergötu (þ.e. Brunngötu 12 og 12b), sem bílastæði tilheyrandi Aðalstræti 26.

Umhverfisnefnd telur það ekki á sínu verksviði að úthluta almennum bílastæðum til einstakra aðila og hafnar því erindinu.

7. Afgreiðsla byggingarfulltrúa.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:30

 

Kristján Kristjánsson, formaður.

Björgmundur Ö. Guðmundsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Magdalena Sigurðardóttir. Jón S. Hjartarson

Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.

Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.

Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.