Umhverfisnefnd

218. fundur

218. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn miðvikudaginn 28. september 2005 og hófst kl. 08:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Birna Lárusdóttir, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Björgmundur Örn Guðmundsson, Þorbjörn J. Sveinsson, Jóhann B. Helgason og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð. Kristján Kristjánsson boðaði forföll en varamaður mætti ekki.

1. Tangagata 26, Ísafirði - bílskúrsbygging. (2005-07-0018).

Tekin fyrir að nýju umsókn Þórðar Eysteinssonar um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni að Tangagötu 26, Ísafirði, en erindið var á dagskrá 214. fundar umhverfisnefndar 27. júlí sl. og var þá samþykkt að setja erindið í grenndarkynningu, en henni lauk 8. sept. sl.
Ein athugasemd hefur borist, frá Rakel Guðbjörgu Magnúsdóttur, Sundstræti 41, dags. 5. september 2005. Rakel telur að umrædd bygging muni byrgja fyrir sól og útsýni úr fjórum gluggum að Sundstræti 41, Ísafirði.
Lögð fram teikning er sýnir skuggamyndum vegna bílskúrsins á mismunandi tímum dags yfir sumartímann.

Umhverfisnefnd metur það svo, að þar sem skuggamyndun virðist verða óveruleg og að í gildandi deiliskipulagi fyrir Eyrina, dags. í nóvember 1997, er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja geymsluhús aftast á lóðum, leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að umsókn Þórðar verði samþykkt.

2. Bakkavegur 3, Hnífsdal, stækkun bílskúrs. (2005-09-0067).

Lögð fram umsókn Reynis Helgasonar, þar sem hann sækir um heimild til að lengja bílskúr sinn að Bakkavegi 3, Hnífsdal, um 3 metra til suðurs.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um samþykki næstu nágranna.

3. Umsókn um lóð nr. 2 í Selárdal, Súgandafirði. (2005-08-0027).

Lögð fram umsókn, dags. 12. septmber 2005, frá Sóley Höllu Þórhallsdóttur, þar sem hún sækir um sumahúsalóð nr. 2 í Selárdal, Súgandafirði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarumsóknin verði samþykkt með þeim skilmálum, sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðarúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.

4. Deiliskipulag útivistarsvæðis í Tungudal í Skutulsfirði. (2004-12-0035).

Tekin fyrir að nýju tillaga Teiknistofunnar Eik að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Tungudal, sem var á dagskrá 217. fundar umhverfisnefndar.

Tæknideild falið að gera Teiknistofunni Eik grein fyrir athugasemdum sem fram komu á fundinum.

5. Deiliskipulag bensínstöðvarlóðar við Hafnarstræti, Ísafirði. (2005-07-0044).

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð bensínstöðvarinnar að Hafnarstræti, Ísafirði, frá ASK, arkitektum, dags. 19. september 2005.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Umhverfisnefnd felur tæknideild að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæði, sem afmarkast af Austurvegi, Pollgötu, Mánagötu og Hafnarstræti, í samræmi við umræður á fundinum.

6. Sérstakt svæðisskipulag fyrir Vestfirði. (2005-09-0022).

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 8. september frá Skjólskógum þar sem gerð er grein fyrir að vinna er hafin við gerð sérstaks svæðisskipulags fyrir Skjólskóga á Vestfjörðum.

7. Aðalskipulagbreyting að Sundstræti 36, Ísafirði. (2005-03-0094).

Auglýsingaferli vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009 fyrir lóðina að Sundstræti 36, Ísafirði, er lokið og barst engin athugasemd.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.

8. Afgreiðsla byggingarfulltrúa.

Birna Lárusdóttir þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnu tæknideildar fyrir samstarfið, en hún lætur af störfum sem formaður umhverfisnefndar fyrir næsta fund.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:50

Birna Lárusdóttir, formaður.

Björgmundur Ö. Guðmundsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Magdalena Sigurðardóttir. Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.

Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur. Stefán Brynjólfsson,   byggingarfulltrúi.