Umhverfisnefnd

215. fundur

215. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn miðvikudaginn 10. ágúst 2005 kl. 08:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Birna Lárusdóttir, formaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Björgmundur Ö. Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Kristján Finnbogason, Jóhann B. Helgason, og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð.

1. Mánagata 4, Ísafirði (2005-08-0020).

Lögð fram umsókn þar sem sótt er um heimild til að skipta 2 íbúðum hússins að Mánagötu 4, Ísafirði, (Herkastalanum) í 3 íbúðir, verslunar/þjónusturými og kvist á austurhlið hússins, auk samkomusalar Hjálpræðishersins, skv. teikningu Sverris Norðfjörð, dags. 7. júlí 2005.

Umhverfisnefnd fellst á erindið en bendir á ákvæði um brunavarnir.

2. Valhöll, Tungudal, umsókn um byggingarleyfi. (2005-08-0015).

Lagt fram bréf dags. 4. ágúst s.l., frá Ólafi B. Halldórssyni þar sem hann sækir um heimild til að byggja ca. 7 fermetra anddyri við "Valhöll" í Tungudal, skv. teikningu frá Rafskauti ódags.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að uppdrættir þurfa að vera gerðir af löggiltum hönnuði.

3. Hlíðarvegur 3, Suðureyri, umsókn um lóð (2005-08-0002).

Lagt fram bréf, dags. 2. ágúst 2005 frá Hvíldarkletti ehf. þar sem sótt er um lóðina að Hlíðarvegi 3 á Suðureyri. Ætlunin er að reisa ca. 50m2 gróðurhús á lóðinni til ræktunar á vistvænum matjurtum.

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu en felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um möguleika á annarri staðsetningu á gróðurhúsi.

4. Umhverfisviðurkenningar 2005.

Umhverfisnefnd samþykkir að hafa sama fyrirkomulag og var við síðustu veitingu umhverfisviðurkenninga. Tillögur verða lagðar fram á næsta fundi umhverfisnefndar.

5. Svæði fyrir "mýrarbolta" (2005-XX-XXXX).

Lagt fram bréf, dags. 2. ágúst 2005, frá Rúnari Óla Karlssyni, þar sem sótt er um svæði innarlega í Tungudal til að halda mót dagana 12. – 14. ágúst í svokölluðum mýrarbolta. Svæðið er við Tunguá, fyrir innan tjaldsvæði.

Umhverfisnefnd samþykkir umsóknina en bendir á að ekki er um varanlegt svæði fyrir mýrarbolta að ræða.

6. Bensínstöð við Hafnarstræti, Ísafirði (2005-07-0044).

Lögð fram teikning frá ASK arkitektum, dags. 8.ágúst 2005, þar sem fram koma umferðartengingar við lóð bensínstöðvarinnar, annarsvegar við hringtorgið og hinsvegar við Hafnarstræti, milli Hafnarstræti 21 og bensínstöðvarinnar.

Umhverfisnefnd fellst á framlagða teikningu að öðru leyti en því að ekki verði heimiluð hægri beygja af Hafnarstræti og suður Mánagötu.

7. Afgreiðsla byggingarfulltrúa.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 09:20

 

Birna Lárusdóttir, formaður.

Björgmundur Ö. Guðmundsson. Jóna Símonia Bjarnadóttir.

Magdalena Sigurðardóttir. Kristján Kristjánsson.

Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.

Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.

Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.