Umhverfisnefnd

214. fundur

214. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar verður haldinn miðvikudaginn 27. júlí 2005 kl. 08:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mættir: Birna Lárusdóttir, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, , Björgmundur Ö. Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Kristján Finnbogason, Jóhann B. Helgason, og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð.

1. Grenilundur 3, umsókn um byggingarleyfi. (2005-07-0042).

Lögð fram umsókn frá Vestfirskum Verktökum þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóðinni að Grenilundi 3, Ísafirði, skv. teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. í júlí 2005.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt.

2. Heimabær II, Hesteyri, umsókn um byggingarleyfi. (2005-04-0085).

Lagt fram bréf dags. 21. júlí s.l., frá Guðmundi Halldórssyni þar sem sótt er um leyfi til að byggja sumarhús á Hesteyri, staðsetning ca. 80 metrum neðan við húsið Heimabæ II á Hesteyri, skv. teikningu frá Teiknistofunni Örk, dags. 23. júní 2005 og meðfylgjandi ódagsettri afstöðumynd.

Umhverfisnefnd ítrekar fyrri afstöðu nefndarinnar frá fundi hennar 5. maí s.l., varðandi húsgerð á svæðinu. Nefndin getur ekki fallist á þá húsgerð sem fylgdi erindinu og vísar þar einkum í 3. mgr. í "Samkomulag varðandi byggingarleyfi í friðlandinu á Hornströndum", dags. í mars 2004, sem er byggt á "Stefnumörkun um friðlandið á Hornströndum 1995 - 2015".

3. Tangagata 26, Ísafirði, endurnýjun á byggingarleyfi v/bílskúrs (2005-0X-0018).

Lagt fram bréf, dags. 22. júlí 2005 frá Þórði Eysteinssyni, þar sem hann sækir um endurnýjun á byggingarleyfi vegna bílskúrsbyggingar að Tangagötu 26, Ísafirði.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að setja erindið í grenndarkynningu til eigenda fasteigna að Sundstræti 39, 41 og 43, og Tangagötu 24.

4. Sumarhúsabyggð í Selárdal, Súgandafirði. (2003-09-0026).

Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir sumarhúsabyggð í Selárdal í Súgandafirði rann út 8. júlí 2005.
Ein athugsemd barst, frá Sigrúnu Sturludóttur, dags. 8. júlí 2005, þar sem hún gerir athugasemd við að vegur skv. skipulaginu nái milli lóðanna nr. 1 og 2. Sigrún telur að vegurinn skuli enda við innri lóðamörk lóðar nr. 1 og að hún jafnframt stækki sem nemur breidd vegarins.

Umhverfisnefnd bendir á að með þessu deiliskipulagi er ekki verið að breyta núverandi vegi að lóðum 1 til 8. Hinsvegar er vegur á yfirlitsmynd hugsaður sem aðkoma að almenningsútivistarsvæði neðan við sumarhúsabyggðina. Því fellst umhverfisnefnd ekki á þessa athugasemd og leggur til við bæjarráð að deiliskipulagið verði samþykkt.

5. Bensínstöð við Hafnarstræti, Ísafirði (2005-07-0044).

Lagt fram bréf, dags. 22. júlí 2005, frá Páli Gunnlaugssyni, arkitekt, f.h. Olíufélags Íslands, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar á meðfylgjandi tillögu, dags. 20.júlí 2005, að breyttu deiliskipulagi við lóð bensínstöðvarinnar við Hafnarstræti.
Jafnframt lagt fram bréf, dags. 20. júlí 2005, frá umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, varðandi tillöguna.

Umhverfisnefnd fellst á framlagða tillögu varðandi fyrirkomulag lóðarinnar en bendir á að aðeins 16 ár eru eftir af lóðaleigusamningi.
Umhverfisnefnd setur fyrirvara um akstursstefnu um Mánagötu og tekur undir fyrirvara, sem koma fram í bréfi Vegagerðarinnar, dags. 20. júlí 2005, varðandi umferðaröryggi. Nefndin bendir einnig á að allur kostnaður vegna þessara breytinga falli á lóðarhafa. Gera þarf grein fyrir byggingarskilmálum á lóðinni, sem og að lóðamörk verði að mörkum vegsvæðis að Pollgötu og Hringtorgi skv. gildandi deiliskipulagi.

6. Girðing lóðar við Sindragötu 11, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Flosa Kristjánssyni, dags. 20. júlí 2005, þar sem hann sækir um heimild til að reisa girðingu við lóðina að Sindragötu 11 á Ísafirði, skv. meðfylgjandi teikningu.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

7. Skólagata 6, Suðureyri. (2005-07-0038).

Lagt fram bréf Sturlu Páls Sturlusonar, dags. 18. júlí 2005, til bæjarráðs þar sem hann óskar eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar, um hvort hann muni nýta sér ákvæði um forkaupsrétt að húseigninni að Skólagötu 6 á Suðureyri.
Húsið er á forkaupsréttarlista, þar sem staðsetning þess samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi.

Umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að Ísafjarðarbær nýti sér forkaupsrétt en í lóðaleigusamningi verði ákvæði um uppsögn á samningstímanum.

8. Umhverfisviðurkenningar 2005.

Umræðu frestað til næsta fundar.

9. Afgreiðsla byggingarfulltrúa.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:08

 

Birna Lárusdóttir, formaður.

Björgmundur Ö. Guðmundsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Magdalena Sigurðardóttir. Kristján Kristjánsson.

Kristján Finnbogason,

varaslökkviliðsstjóri.

Jóhann B. Helgason, Stefán Brynjólfsson,

bæjartæknifræðingur. byggingarfulltrúi.