Umhverfisnefnd

213. fundur

213. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn þriðjudaginn 12. júlí 2005  kl. 08:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Birna Lárusdóttir, formaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Jónas Þ. Birgisson, Magdalena Sigurðardóttir, Björgmundur Ö. Guðmundsson, Þorbjörn J. Sveinsson, Jóhann Birkir Helgason og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð.

1. Framkvæmdaleyfi vegna aðveitulagnaTunguárvirkjunar (2002-12-0020).

Lagt fram bréf frá O.V. dags. 11. júlí 2005, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna inntaksmannvirkja og lagningu þrýstivatnspípu að stöðvarhúsi Tunguárvirkjunar í Tungudal, skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. í júní 2005.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi skv. framlögðum gögnum verði veitt, þó þannig að umferð um Skógarbraut verði haldið í lágmarki. Bráðabirgðavegur vegna framkvæmdarinnar verði fjarlægður í verklok.
Umhverfisnefnd vekur athygli á að framkvæmdir við virkjunina eru hafnar áður en framkvæmdaleyfi liggur fyrir.

Magdalena Sigurðardóttir óskaði að eftirfarandi verði bókað:
"Þar sem ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðavegi sem byrjað er á þvert yfir Tungudal og er ekki samkvæmt gildandi deiliskipulagi sit ég hjá við afgreiðslu á þessum lið."

2. Byggingarframkvæmdir á lóð nr. 62 í Tunguskógi.

Lagt fram bréf, dags. 25. maí frá eigendum sumarbústaðar á lóð nr. 61 í Tunguskógi þar sem þeir vilja koma á framfæri athugasemdum varðandi smíði á sumarhúsi á lóð nr. 62 í Tunguskógi. Jafnframt er lagt fram svarbréf byggingarfulltrúa, dags. 2. júní 2005 við þeim athugasemdum sem koma fram í ofangreindu bréfi.
Byggingarfulltrúi lagði fram leiðrétta afstöðumynd af lóðunum.

Lagt fram til kynningar.

3. Hafnarstræti 19 – 21, Ísafirði (2005-03-0004).

Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurjóni Sigurjónssyni, sem var á dagskrá 211. fundar umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd metur það svo að ekki sé ástæða til að breyta gildandi deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Hafnarstræti 19 og 21 á Ísafirði að svo stöddu.
Umhverfisnefnd getur fallist á að bílskúrar verði á jarðhæð hússins en þó þannig að ekki verði ekið inni í þá frá Hafnarstræti eða Pollgötu.

4. Sundstræti 36, Ísafirði.

Lagt fram bréf, dags. 9. júlí 2005, frá Tækniþjónustu Vestfjarða f.h. eigenda að Sundstræti 36, Ísafirði, þar sem farið er fram á að Ísafjarðarbær taki að sér að auglýsa breytingu á skipulagi fyrir lóðina að Sundstræti 36 þannig að hún breytist úr atvinnusvæði í íbúðir/þjónustu, skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að auglýsa breytinguna í samræmi við skipulags- og byggingarlög.

5. Breyting á akstursstefnu á Ísafirði.

Tekið fyrir að nýju erindi bæjartæknifræðings varðandi breytingar á akstursstefnu á Ísafirði, sem var frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar á akstursstefnu á Ísafirði verði auglýstar og íbúum gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri:

  1. Eyrargata lokast við gatnamót Sólgötu/Fjarðarstræti og verður því botnlangi í austur frá gatnamótum við Þumlungsgötu.
  2. Fjarðarstræti frá Mánagötu og að Sólgötu verður einstefna til vesturs.

6. Afgreiðsla byggingarfulltrúa.

Samþykkt byggingarfulltrúa til að flytja húsið sem er nú að Árvöllum 5 í Hnífsdal og að Grenilundi 2, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:15

 

Birna Lárusdóttir, formaður.

Björgmundur Ö. Guðmundsson Jóna Símonía Bjarnadóttir

Magdalena Sigurðardóttir. Jónas Þ. Birgisson.

Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.

Jóhann B. Helgason, Stefán Brynjólfsson,

bæjartæknifræðingur. byggingarfulltrúi.