Umhverfisnefnd

212. fundur

212. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn miðvikudaginn 6. júlí 2005  kl. 08:00.Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Birna Lárusdóttir, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Kristján Kristjánsson, Magdalena Sigurðardóttir, Björgmundur Ö. Guðmundsson, Þorbjörn J. Sveinsson, Jóhann Birkir Helgason og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð.

1. Aðalskipulagsbreyting á Skeiði í Skutulsfirði. (2004-11-0027).

Auglýsingaferli vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009 er lokið og barst ein ábending, frá Orkubúi Vestfjarða dags. 10. júní 2005, er varðar færslu á háspennustrengjum vegna breytingarinnar.

Umhverfisnefnd metur það svo að þessi breyting á aðalskipulagi breyti engu varðandi legu strengjanna.

2. Gistiheimili Áslaugar. - Leyfi vegna viðbótarhúsnæðis. (2005-06-0069).

Lagt fram bréf, dags. 22. júní sl. frá Sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar um viðbótargistirými við Gistiheimili Áslaugar í Hæstakaupstaðarhúsinu á Ísafirði.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3. Ísafjarðarvegur 6, Hnífsdal. –Skipting lóðarinnar. (2005-06-0089).

Lagt fram bréf, 27. júní 2005, frá Ingibjörgu Guðmundsdóttur þar sem hún sækir um að lóðinni að Ísafjarðarvegi 6, Hnífsdal, verði skipt upp í tvær lóðir skv. framlagðri teikningu.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt þó þannig að kannað verði með möguleika á að skipta landinu í fleiri lóðir.

4. Breyting á umferð á Ísafirði. (2005-06-0092).

Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dags. 30. júní sl. þar sem hann leggur til eftirfarandi breytingar á umferð á Ísafirði:

  1. Eyrargata lokast við gatnamót Sólgötu/Fjarðarstræti og verður því botnlangi í austur frá gatnamótum við Þumlungsgötu.
  2. Fjarðarstræti frá Mánagötu og að Eyrargötu verður einstefna til vesturs.
  3. Norðurvegur verður einstefna til norðurs.
  4. Austurvegur frá Hafnarstræti verður einstefna til austurs.
  5. Skipagata frá Sundstræti og að Brunngötu verði einstefna til vesturs.

Umhverfisnefnd ræddi málið en frestar afgreiðslu til næsta fundar sem verður haldinn þriðjudaginn 12. júlí n.k. kl. 08:00.

5. Umhverfisþing 2005. (2005-07-0003)

Lagt fram bréf, dags. 21. júní 2005 frá Umhverfisráðuneytinu þar sem vakin er athygli á 4. Umhverfisþingi sem haldið verður í Reykjavík 18. og 19. nóvember 2005.

Lagt fram til kynningar.

6. Valhöll, Tungudal, lóðaleigusamningur. (2005-06-0078)

Lagt fram bréf, dags. 27. júní 2005 frá Ólafi Bjarna Halldórssyni þar sem hann óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur um lóð (25x25 metrar) með húsinu Valhöll, sem er innst í Tungudal. Jafnframt er um að ræða göngustíg frá Skíðaskálanum og að Valhöll.

Umhverfisnefnd leggur til að erindið verði samþykkt enda verði lóðin ekki girt af.

7. Byggingaframkvæmdir að Tangagötu 26, Ísafirði. (2005-07-0018)

Lagt fram bréf, dags. 9. júní 2005, frá Rakel Guðbjörgu Magnúsdóttur, Sundstræti 41, Ísafirði, þar sem hún gerir athugasemdir við bílskúrsbyggingu að Tangagötu 26 á Ísafirði.

Umhverfisnefnd bendir á að leyfi sé fyrir framkvæmdinni, hún sé í samræmi við skipulag og hafi fengið eðlilega málsmeðferð á sínum tíma. Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.

8. Gatnaframkvæmdir á Suðureyri. (2005-07-0001)

Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur gerði grein fyrir fyrirhuguðum gatna-framkvæmdum á Suðureyri nú í sumar.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:23

Birna Lárusdóttir, formaður.

Björgmundur Ö. Guðmundsson Sæmundur Kr. Þorvaldsson

Magdalena Sigurðardóttir. Kristján Krisjánsson.

Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.

Jóhann B. Helgason, Stefán Brynjólfsson,

bæjartæknifræðingur. byggingarfulltrúi.