Umhverfisnefnd

211. fundur

211. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn fimmtudaginn 22. júní 2005  kl. 8:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Björgmundur Örn Guðmundsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Sigurður Hreinsson, Kristján Kristjánsson, Jónas Þ. Birgisson, Þorbjörn J. Sveinsson, og Jóhann B. Helgason, sem ritaði fundargerð.

1. Tangagata 15a, Ísafirði, bygging bílskúrs. (2005-06-0064)

Lagt fram bréf, dags. 21. júní 2005, frá Jóni Ólafi Sigurðssyni, Tangagötu 15a, Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan á öðrum stað á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

Umhverfisnefnd frestar erindinu og tæknideild falið að afla frekari gagna.

2. Hundahald í Ísafjarðarbæ. (2005-06-0049)

Lagt fram bréf dags. 14. júní 2005 frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfisnefndar um breytingar á samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ.

Með vísan til 8. grein laga um hundahald í Ísafjarðarbæ telur umhverfisnefnd sig ekki málið varða, en bendir á að æskilegt sé að vinna málið í samráði við hundaeigendur.

3. Land til skógræktar í Tungudal í Skutulsfirði. (2005-06-0058).

Lagt fram bréf dags. 17. júní 2005 frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar, þar sem óskað er eftir auknu landi til skógræktar. Um er að ræða svæði sem liggur á milli Tunguár og þjóðvegar, frá Bólhólnum og fram á móts við Valhöll. Umrætt svæði liggur utan samþ. deiliskipulags.

Afgreiðsu frestað það til gerð deiliskipulags af Tundudal liggur fyrir.

4. Hafnarstræti 19 og 21, Ísafirði. (2005-06-0060).

Lagt fram bréf dags. 20. júní 2005, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar á meðfylgjandi teikningu. Þar er gert ráð fyrir sameiginlegum lóðum og byggingarreitum. Mögulegt fyrirkomulag neðri hæðar hússins. Á efri hæð er gert ráð fyrir fjórum íbúðum. Á neðri hæð er auk verslunarrýmis gert ráð fyrir fjórum bílgeymslum fyrir íbúðir efri hæðar, stigagöngum og öðru sameiginlegu rými.

Umhverfisnefnd bendir á að verið er að vinna að deiliskipulagi og byggingarskilmálum fyrir svæðið og frestar afgreiðslu þar til þeirri vinnu er lokið.

5. Tangagata 30, Ísafirði, bygging bílskúrs. (2005-06-0059).

Lagt fram bréf, dags. 20. júní 2005, frá Hálfdáni Óskarssyni, Tangagötu 30, Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja bílskúr skv. meðfylgjandi teikningum.
Meðfylgjandi er bréf dags. 20. júní 2005 frá Aðlöðun ehf., Sundstræti 45, Ísafirði, þar sem ekki er gerð athugasemd við byggingu bílskúrsins.

Erindið samþykkt enda sé brunakröfum fullnægt.

6. Hafnarstræti 2, Þingeyri, breyting á húsnæði. (2005-06-0018)

Lagðar fram teikningar af Hafnarstræti 2, Þingeyri og bréf, dags. 2. júní 2005, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn um breytingu á húsnæði að Hafnarstræti 2, Þingeyri.

Umhverfisnefnd samþykkir breytta notkun hússins og gerir ekki athugasemd fyrir sitt leiti.

7. Aðalgata 43, Suðureyri, bygging geymsluskúrs. (2005-06-0042)

Lagt fram bréf, dags. 7. júní 2005, frá Sigurjóni Guðröðarsyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja geymsluskúr að Aðalgötu 43 á Suðureyri, skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

Erindið samþykkt

8. Læknishúsið á Hesteyri, endurbætur. (2005-06-0035)

Lagt fram bréf, dags. 8. júní 2005, frá Birnu Hjaltalín Pálsdóttur, Bolungarvík, þar sem eigandi vill láta vita af endurbótum sem standa til á Læknishúsinu á Hesteyri.

Umhverfisnefnd þakkar veittar upplýsingar og óskar eftir teikningum af húsinu.

9. Bílastæði á horni Þumlungsgötu og Fjarðarstrætis á Ísafirði. (2005-06-0010)

Lagt fram bréf, ódagsett, frá Elvari Bæringssyni fh. húsfélagssins að Fjarðarstræti 55, Ísafirði, þar sem óskað er eftir að steina- blóma og trjábeð verði fjarlægt og íbúar Fjarðarstrætis 55, fái þar bílastæði. Einnig er í sama erindi óskað eftir að lengja holræsaútrásina á móts við Fjarðarstræti 55, Ísafirði.

Umhverfisnefnd hafnar erindinu, en bendir á að æskilegt er að lengja holræsaútrásina.

10. Umsögn um endurnýjun og breytingu á leyfi til hótelrekstrar. (2005-06-0062).

Lagt fram bréf, dags. 20. júní 2005, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn um breytingu úr gistiheimili í hótel að Aðalgötur 14, Suðureyri.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd fyrir sitt leiti.

11. Snjóflóðavarnir í Holtahverfi. (2004-02-0154).

Lagt fram bréf dags. 10. júní 2005 frá Skipulagsstofnun þar sem kynnt er niðurstaða um tillögu Ísafjarðarbæjar að matsáætlun um Snjóflóðavarnir í Holtahverfi á Ísafirði.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggur fyrir.

12. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:30

 

Björgmundur Örn Guðmundsson, formaður.

Jónas Þ. Birgisson. Sigurður Hreinsson

Sæmundur Kr. Þorvaldsson. . Kristján Kristjánsson.

Þorbjörn J. Sveinsson, Jóhann B. Helgason,

slökkviliðsstjóri . bæjartæknifræðingur.