Staðardagskrárnefnd

26. fundur

Árið 2005, miðvikudaginn 28. september kl. 17:15 hélt Staðardagskrárnefnd Ísafjarðarbæjar fund á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Ragnar Ágúst Kristinsson, formaður, Ásvaldur Magnússon, Jóhanna G. Kristjáns-dóttir og Rúnar Óli Karlsson, er jafnframt ritaði fundargerð. Guðrún Anna Finnbogadóttir og Ásthildur Þórðardóttir boðuðu forföll. Varamenn mættu ekki í þeirra stað.

Þetta var gert:

1. Íbúaþing í Ísafjarðarbæ. 2004-05-0075.

Farið yfir hvernig til tókst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, hefur kynnt að fljótlega mun hefjast vinna við að fara yfir þær tillögur, sem fram komu og hrinda þeim í framkvæmd. Birna Lárusdóttir, formaður umhverfisnefndar, hefur lagt til að fara yfir niðurstöður íbúaþings, raða þeim niður í forgangsröð fyrir hvern byggðakjarna og halda síðan fundi á hverjum stað til skrafs og ráðagerða um næstu skref með íbúum.

2. Verkefni í upphafi vetrar.

    1. Grænfáninn. Jóhanna ætlar að fara í alla grunnskólana og kynna verkefnið fyrir kennurum. Þarf líka að halda fund með leikskólum
    2. Bláfáninn – umhverfisvottun fyrir hafnir. Rúnar Óli ætlar að kynna það verkefni fyrir hafnarstjórn.
    3. Stöðumat SD21. Fá Halldór Halldórsson, bæjarstjóra, á fund til skrafs og ráðagerða um næstu skref.
    4. Klára framkvæmdaáætlun.
    5. Vinnufundur með Stefáni Gíslasyni. Nefndin ætlar að óska eftir fundi með Stefáni Gíslasyni verkefnisstjóra SD21 á Íslandi, til að undirbúa fleiri verkefni.
    6. Fegurri sveitir. Fara betur yfir það verkefni.

3. Heilsuefling í Ísafjarðarbæ. (ekkert málsnúmer)

    Lögð fram árskýrsla frá Heilsueflingu í Ísafjarðarbæ. Áhugahópurinn hefur farið í ýmis verkefni í sveitarfélaginu, sem sannarlega samrýmast markmiðum Staðardagskrár 21.

Næsti fundur verður 12. október n.k.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:00

Ragnar Ágúst Kristinsson, formaður. Jóhanna G. Kristjánsdóttir.

Ásvaldur Magnússon. Rúnar Óli Karlsson.