Íþrótta- og tómstundanefnd

53. fundur.

Miðvikudaginn 23. nóvember 2005 kl. 16:00 kom íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar saman í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Á fundinum voru: Bryndís Birgisdóttir, formaður, Jón Hálfdán Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Gunnar Þórðarson frkvstj. HSV .Sturla Páll Sturluson og Guðríður Sigurðardóttir
Jón Björnsson ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1. Afmælishátíð íþróttafélagsins Stefnis.

Bryndís Birgisdóttir kynnti nefndinni að íþróttafélagið Stefnir eigi 100 ára afmæli á komandi ári. Rætt var um gjöf til félagsins.

Ákvörðun frestað til næsta fundar

2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.

Lokaumræður fóru fram um fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.

3. Líkamsrækt á Suðureyri.

Fram var lagt bréf dagsett 16. nóvember 2005, frá áhugahópi um kaup á líkamsræktartækjum í íþróttahúsið á Suðureyri, undirritað af Einari Ómarssyni.
Óskað er eftir því að fá að setja tækin upp í íþróttasalnum og jafnfram styrk til að fjármagna kaupin að hluta.

Samþykkt var að heimila uppsetningu tækjanna en óskað eftir nánari útfærslu á rekstri og heildarfjármögnum á tækjakaupunum.

4. Skautasvell á Ísafirði.

Lagt var fram bréf dagsett 21.11.2005, frá Dóru Hlín Gísladóttur, þar sem hún spyrst fyrir um hvort möguleiki sé á því að sett verði upp skautasvell einhversstaðar á Ísafirði.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna möguleika á að búa til skautasvell og svara bréfritara.

5. Önnur mál.

  1. Samskipti við íþróttafélög.
  2. Í framhaldi af kynningu á framtíðarnefnd HVS, frá síðasta fundi, leggur nefndin til að unnið verði samkvæmt tillögum framtíðarnefndarinnar um samskipti við íþróttafélögin.

  3. Opnunartími sundlaugar og íþróttahúss á Suðureyri
  4. Ákveðið var að opnunartími í íþróttasalnum á Suðureyri verði sá sami og opnunartími sundlaugar. Umsjónarmaður hússins hefur þó heimild til þess að víkja út frá þeim tíma ef þurfa þykir, ekki síst á lokunardegi sundlaugar.

  5. Vígsla íþróttahússins á Suðureyri.
  6. Dagskrá vígxluhátíðar íþróttahússins á Suðureyri sem haldin verður 26. nóvember n.k. kynnt fyrir fundarmönnum.

  7. Frístundamiðstöð Ísafjarðarbæjar.
  8. Íþrótta- og tómstundarfulltrúi lagði til að skrifstofa fulltrúans ásamt þeim öðrum skrifstofum sem tengjast beint starfi hans verði nefndar Frístundamiðstöð í bókunum og símaskrá .

  9. Bréf frá hestamannafélaginu Hendingu.

Kynnt var efni bréfs frá Hestamannafélaginu Hendingu á Ísafirði, dagsett 16. nóv. 2005, þar sem óskað er eftir styrk til námskeiðshalds sumarið 2006.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:15

 

Bryndís Birgisdóttir, formaður.

Jón Hálfdán Pétursson. Jóna Benediktsdóttir.

Gunnar Þórðarson. Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Sturla Páll Sturluson. Guðríður Sigurðardóttir.