Íþrótta- og tómstundanefnd

48. fundur

Þriðjudaginn 21. júní 2005 kl. 09:00 kom íþrótta- og tómstundanefnd saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir voru: Bryndís Birgisdóttir, formaður, Jóna Benediktsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Sturla Páll Sturluson og Skúli S. Ólafsson, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, er ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1. Greinargerð með samningi um Evróvísi.

Farið var í gegnum samning um Evróvísi, er lagður var fram á fundinum.

Íþróttta- og tómstundanefnd bókar eftirfarandi: „Ítrasta aðhalds verði gætt við rekstur Evróvísis og hann nýtist sem stuðningur við Gamla apótekið."

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30

Bryndís Birgisdóttir, formaður.

Jóna Benediktsdóttir. Guðríður Sigurðardóttir.

Sturla Páll Sturluson. Skúli S. Ólafsson.