Íþrótta- og tómstundanefnd

47. fundur

Fimmtudaginn 16. júní 2005 kl. 12:00 kom íþrótta- og tómstundanefnd saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Á fundinum voru: Bryndís Birgisdóttir, formaður, Jóna Benediktsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Sturla Páll Sturluson, Gunnar Þórðarson, fulltrúi HSV, Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Torfi Jóhannsson var fjarverandi og engin var boðaður í hans stað. Bryndís Ásta Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1. Bréf frá Súðarvíkurskóla vegna útleigu á sundlaug haustið 2005. 2005-06-0034.

Lagt fram bréf dags. 8. júní sl. frá Önnu Lind Ragnarsdóttur, skólastjóra Súðavíkurskól, þar sem óskað er eftir fjórum 40 mínútna tímum á viku fyrir áramót í Sundhöll Ísafjarðarbæjar haustið 2005.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir erindi Súðavíkurskóla.

2. Bréf frá Skíðafélagi Ísfirðinga vegna framkvæmda í skíðasvæðinu í Tungudal í sumar.

Lagt fram bréf dags. 7. júní sl., frá Skíðafélagi Ísfirðinga þar sem óskað er eftir heimild íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar varðandi jarðvegsframkvæmdir á skíðasvæðinu í Tungudal í sumar:

Skíðafélagið leggur fram fjármuni en óskar eftir því að forstöðumanni skíðasvæðis verði heimilað að vinna við/hafa umsjón með ofantöldum verkefnum í vinnutíma sínum.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að forstöðumanni skíðasvæðis verði heimilað að vinna við/hafa umsjón með ofantöldum verkefnum í vinnutíma sínum.

Skíðafélagið fer ennfremur fram á það að Ísafjarðarbær leggi fram kr. 4,5 milljónir til jarðvegsframkvæmda í tvennu lagi á árunum 2006 og 2007.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar þessu til fjárhagsáætlunar fyrir viðkomandi fjárhagsár.

Skíðafélagið hefur einnig ákveðið að leggja til fimmhundruð þúsund krónur til að kanna möguleika á snjóframleiðslu í Tungudal.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir það.

Skíðafélagið óskar einnig eftir heimild til að koma upp lýsingu á Miðfellssvæðinu. Félagið mun kaupa og koma upp lýsingu með fjárstuðningi einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Skíðafélaginu verði heimilað að komi upp lýsingu á Miðfellssvæðinu sem félagið fjármagnar sjálft. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir gott framtak skíðafélagsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að taka fjárhagsáætlun ársins 2005 til endurskoðunar.
Forstöðumanni skóla- og fjölskylduskrifstofu falið að svara Skíðafélaginu skriflega.

3. Bréf frá Magnúsi Ólafs Hanssyni vegna skyndihjálparnámskeiðs.

Lagt fram tölvubréf frá Magnúsi Ólafs Hanssyni dags. 2.júni sl., þar sem hann býður upp á framhaldsnámskeið í skyndihjálp fyrir starfsfólk sundstaða.

Íþrótta- og tómstundanefnd afþakkar gott boð að sinni.

4. Bréf frá forstm. Íþróttahúss á Þingeyri, vegna kaupa á líkamsræktartækjum.

Bréf frá forstöðum. Íþróttahúss á Þingeyri dags. 7. júní s.l., þar sem óskað er eftir að keypt verði líkamsræktartæki fyrir kr. 500.000.- Tækin eru þegar komin á staðinn og eru í notkun. Þau hafa skilað aukinni innkomu upp á kr. 260.000,- og því líklegt að þau munu borga sig upp á árinu.

Íþrótta-og tómstundanefnd samþykkir kaup á þessum tækjum þar sem ljóst er að þau muni borga sig upp á árinu. Íþrótta- og tómstundanefnd ítrekar við forstöðumenn íþróttamannvirkja að hafa fjárhagsáætlun í huga við kaup á áhöldum.

5. Púttvöllur eldri borgara. 2004-10-0033.

Lögð voru fram gögn frá 46. fundi nefndarinnar, vegna gerðar púttvallar á Ísafirði.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar framkomnum upplýsingum. Til er samþykkt fyrir gerð þessa valla þar sem Ísafjarðarbær, Golfklúbbur Ísafjarðar og Félag eldriborgara taka þátt í þessu verki saman. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir því fyrir sitt leyti að fara í þessa framkvæmd en vísar ákvörðunum um kostnaðarlið til bæjarráðs/bæjarstjórnar.

6. Evróvísir, kynning. 2005-02-0018.

Lagt fram til kynningar tölvubréf dags. 15. júní sl., varðandi Evróvísi, frá forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Gunnar Þórðarson vék af fundi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir kom á fundinn.

7. Umsóknir um stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa. 2005-05-0053.

Teknar fyrir umsóknir um stöðu Íþrótta- og tómstundafulltrúa. Alls bárust 15 umsóknir frá eftirtöldum, sem skráðir eru í stafrófsröð.

  1. Ásgeir Aðalsteinsson
  2. Baldur Ingi Jónasson
  3. Birgitta Baldursdóttir
  4. Guðný Stefanía Stefánsdóttir
  5. Hrafn Franklin Friðbjörnsson
  6. Jakob Þór Haraldsson
  7. Jóhann K. Torfason
  8. Jón Björnsson
  9. Jón Hálfdán Pétursson
  10. Kristinn Reimarsson
  11. Leifur Halldórsson
  12. Margrét Halldórsdóttir
  13. Stefán Már Guðmundsson
  14. Unnar Reynisson
  15. Örnólfur Oddsson

Ingibjörg María Guðmundsdóttir kynnti umsóknir fyrir nefndarmönnum, en hún kom að vinnunni umsókna eftir að búið var að taka frá þær umsóknir er ekki uppfylltu nægjanlega þær kröfur er gerðar voru til umsækjenda samkvæmt auglýsingu. Eftir að búið var að fara yfir allar umsóknir og taka viðtöl við nokkra aðila, eru þeir Jón Björnsson og Kristinn Reimarsson taldir hæfastir umsækjenda.

Íþrótta- og tómstundanefnd mælir með að Jón Björnsson verði ráðinn í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Jóna Benediktsdóttir sat hjá og gerði svohljóðandi grein fyrir hjásetu sinni. ,,Ég tel báða þessa einstaklinga vel hæfa til að gegna þessari stöðu, en vegna persónulegara tengsla við annan umsækjanda tel ég mig vanhæfa til að fjalla um málið".

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:00

Bryndís Birgisdóttir, formaður.

Jóna Benediktsdóttir. Guðríður Sigurðardóttir.

Sturla Páll Sturluson. Gunnar Þórðarson.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir.