Hafnarstjórn

105. fundur

Árið 2005, miðvikudaginn 13. júlí kl. 16:00 var haldin fundur í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar í vigtarhúsinu á Flateyri.
Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Þórisson, Sigurður Hafberg, Jóhann Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.

Þetta var gert:

1. Nýbætt aðstaða í vigtarhúsi á Flateyri.

Hafnarstjórn býður starfsmönnum og viðskiptavinum Flateyrarhafnar til samsætis í tilefni þess að lokið er endurbótum á vigtarskúr á Flateyri.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, rakti í aðalatriðum framkvæmdirnar við endurbæturnar.

Trésmiðja HÞ á Ísafirði sá um verkið og Hilmar Þórðarson hafði yfirumsjón með því. Rifnir voru milliveggir og gólfefni endurnýjuð ásamt því að skipt var um tæki á salerni og skrifstofuhúsgögn endurnýjuð.

Formaður rakti áætlun þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á Flateyri á næstu vikum.

Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs, tók einnig til máls.

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 17:15

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.

Sigurður Þórisson.

Sigurður Hafberg.

Jóhann Bjarnason.

Krisrján Andri Guðjónsson.

Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri.