Hafnarstjórn

104. fundur

Árið 2005, miðvikudaginn 15. júní kl. 19:30 var haldin fundur í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar í Félagsbæ á Flateyri.
Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Hafberg, Jóhann Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri sem ritar fundargerð. Sigurður Þórisson fjarverandi og varamaður hans einnig.

Dagskrá:

  1. Sundahöfn verksamningur.
  2. Verksamningur unnin af Siglingastofnun Íslands vegna verkefnisins Sundabakki þekja og lagnir. Samningurinn er á milli Hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Ásels ehf. Samningsupphæð er 8.691.357 m/vsk og skal verkinu vera lokið eigi síðar en 15. júlí.

    Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra að ganga frá málinu.

  3. Stálþil og stálþilsfestingar. 2005-05-0068.
  4. Erindi frá Siglingastofnun þar sem greint er frá niðurstöðu útboðs útaf verkefninu Endurbygging Ásgeirsbakka. Útboðsgögn voru sameiginleg með Vopnafirði og Akureyrarhöfn. Alls bárust 6 tilboð. 3 tilboða voru frá Þór hf og 3 tilboð frá Guðmundi Arasyni ehf. Lægsta tilboð frá Þór hf. kr. 77.227.881 og Guðmundi Arasyni kr. 73.382.008 þar af er lægsta tilboðsupphæð vegna Ásgeirsbakka kr. 27.772.256. Öll tilboðsverð eru án vsk og miðast við gengisskráningu Evru 83,11 kr á opnunardegi tilboða.
    Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna stálþils og stálþilsfestinga ásamt uppskipun og öðrum tilfallandi kostnaði vegna Ásgeirsbakka verði um 37 m.kr.m.vsk.

    Hafnarstjórn mælir með að samið verði við lægstbjóðanda Guðmund Arason ehf.

  5. Endurnýjun þekju á Flateyri og viðbygging flotbryggju
  6. a. Fyrir fundinum liggur bréf Guðmundar Kristjánssonar hafnarstjóra til Siglingastofnunar og Hafnaráðs vegna endurnýjunar á þekju löndunarkants á Flateyri. Óskað er eftir að erindið fái skjóta og jákvæða afgreiðslu.

    Hafnarstjórn leggur áherslu á að ef komi jákvætt svar um fjármagn í framkvæmdina á Flateyri beri að hefjast handa strax við að endurnýja þekjuna. Ef að Hafnaráð hafnar erindinu þá felur Hafnarstjórn Hafnarstjóra leita leiða til að koma verkinu áfram.

    b. Einnig liggur fyrir fundinum bréf Guðmundar til sömu aðila vegna viðbótarflotbryggju fyrir ferðaþjónnustubáta vegna aukinna umsvifa í þeirri starfsgrein.

    Komi jákvætt svar vegna fjármagns í ofangreindar framkvæmdir skal hafist strax handa við undirbúning verkefnisins.

  7. Hreinsunnarátak Ísafjarðarbæjar og geymsluport.

Hafnarstjóri greinir frá þeirri vinnu sem búið er að framkvæma. Fyrir fundinum liggur tillaga að geymslusvæði á Suðurtanga.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera kostnaðaráætlun vegna byggingar geymsluports á Suðurtanga og hefja undirbúning að frágangi á aðstöðu á svæðinu.
Þegar aðstaðan liggur fyrir skal þeim aðilum sem eiga útgerðardót á svæðinu kynnt sú aðstaða sem fyrir hendi mun verða.
Hafnarstjórn vísar í bókun frá 103. fundi hafnarstjórnar um að portið verði einungis til afnota fyrir útgerðarfyrirtæki sem eru í rekstri í Ísafjarðarbæ.
Einnig felur Hafnarstjórn hafnarstjóra að ræða við tæknideild Ísafjarðarbæjar varðandi lausn á geymslusvæði fyrir fyrirtæki í öðrum rekstri.

5. Hafnasamband sveitarfélaga

Fyrir fundinum liggur bréf Hafnasambands sveitarfélaga sem er tilkynning um breytingu á fjárhagsáætlun sambandssins vegna kynnisferðar til Norðurlanda útaf hafnverndarmálum.

Lagt fram til kynningar.

  1. Önnur mál:

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir því við tæknideild Ísafjarðarbæjar að malbikaðar verði vegaaxlir við götuna sem liggur milli Sundabakka að Olsenbryggju.
Einnig að malbikað verði svæðið í kringum vigtarskúr og aðkomuvegi inná hafnarsvæðið á Flateyri.
Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til útgerðamanna línubáta og fyrirtækja í fiskframleiðslu sem hafa aðstöðu við hafnir Ísafjarðarbæjar að koma förgunarmálum á fisk- og beituúrgangi í viðeigandi horf.
Hafnarstjórn telur tímabært að settur verði á stofn starfshópur sem komi að málum varðandi framtíðarskipulag um starfsemi og tekjuöflunar hafnarsjóðs. Til dæmis yrðu í slíkum starfshópi hafnarstjóri, formaður hafnarstjórnar, fjármálastjóri og endurskoðandi Ísafjarðarbæjar. Farið skal yfir stöðu hafnarsjóðs bæði fjárhags og framkvæmda með tilliti til framtíðarmöguleika hafnarinnar. Sérstaklega er um að ræða tekjur af starfsemi á hafnarsvæði svo sem lóðaleigu, gatnagerðargjöld sem komi á móti þeim fjármunum sem lagðir hafa verið í landmótun á vegum hafnarsjóðs. Þessum starfshópi myndi verða heimilt að kalla til þá sérfræðinga sem til þarf í slíka vinnu.

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 22.30

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður. SigurðurHafberg.

Jóhann Bjarnason. Kristjáns Andri Guðjósson

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.