Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar

228. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 16:00 kom fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Óðinn Gestsson, Jens Kristmannsson, Ingibjörg María Guðmundsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundarritari var: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.

Þetta var gert:

Leikskólamál:

Mættur áheyrnarfulltrúi: Sonja Thompson, leikskólastjóri og Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar.

    1. Ársskýrsla leikskólanna.
    2. Ársskýrsla yfir leikskólana tekin saman af Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa. Skýrslan er samantekt úr ársskýrslum leikskólanna fyrir tímabilið september 2004 til ágúst 2005.

      Skýrslan lögð fram til kynningar.

    3. Samningur um sérverkefni. 2005-10-0045.
    4. Fram var lögð verklýsing, ódagsett, fyrir sérverkefni um fjölmenningu í leikskólanum Grænagarði á Flateyri og í samvinnu/tengslum við grunnskóla, sem Sonja Elín Thompson, leikskólastjóri, tekur að sér á tímabilinu janúar til maí 2006, en Sonja hættir sem leikskólastjóri á Sólborg þann 31. desember n.k.

      Fræðslunefnd þakkar Sonju fyrir störf sín á leikskólanum Sólborg og felur leikskólafulltrúa að auglýsa stöðu leikskólastjóra. Jafnframt er fagnað því að Sonja hafi tekið að sér ofangreint verkefni sem mikil þörf er á í okkar samfélagi.

      Grunnskólamál:

      Mættir áheyrnarfulltrúar: Magnús Jónsson f.h. foreldra og Skarphéðinn Jónsson f.h. skólastjóra.

    5. Fjárhagsáætlun. 2005-04-0035.
    6. Ingibjörg María Guðmundsdóttir gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun.

    7. Rammaskipulag hafnarsvæðis á Ísafirði. 2004-08-0044.
    8. Lagðar voru fram teikningar að rammaskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Ísafirði unnið af Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, arkitekt.

      Lagt fram til kynningar.

    9. Tungumáladagur í Ísafjarðarbæ.
    10. Lögð var fram dagskrá fyrir tungumáladag, sem haldinn verður í Grunnskólanum á Ísafirði 2. desember 2005 milli k. 13 og 18. Dagskráin hefst með umfjöllun, Michaels Dal, lektors við KHÍ og Kims Fristrup, sendikennara, um einstaklingsmiðað tungumálanám og svo munu farkennarar leiða hugmyndavinnu um tungumálakennslu. Allir tungumálakennarar á norðanverðum Vestfjörðum eru velkomnir.

      Lagt fram til kynningar.

      Önnur mál:

    11. Tölvumál skólanna.
    12. Elías Oddsson lagði fram fyrirspurn um afgreiðslu og framkvæmdir varðandi tölvumál í skólum bæjarins. Hann minnir á könnun sem gerð var um málið.

      Grunnskólafulltrúa falið að afla upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

    13. Fréttabréf GÍ.
    14. Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, lagði fram fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði fyrir nóvember 2005.

      Lagt fram til kynningar.

    15. Verð á matarmiðum fyrir morgunmat mötuneytisins.
    16. Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, lagði fram verðskrá SKG veitinga, þegar keypt er fyrir matarmiða í mötuneyti GÍ.

      Lagt fram til kynningar.

    17. Fyrirlestur um samskipti, virðingu og starfsánægju.

Lagt fram bréf frá Óðni Gestssyni, gjaldkera foreldrafélagsins þar sem óskað er eftir styrk frá fræðslunefnd vegna kostnaðar við fyrirlestur foreldrafélagsins um samskipti, virðingu og starfsánægju, sem ætlaður er foreldrum leik- og grunnskólabarna á Suðureyri, starfsfólki skólanna og nemendum 8.-10. bekkjar grunnskólans.

Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 17:00

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.

Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.

Óðinn Gestsson. Jens Kristmannsson.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.