Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar

225. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 4. október kl. 16:00 kom fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar saman til vinnufundar í fundarsal Skóla– og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður; Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Jens Kristmannsson, Óðinn Gestsson, Haraldur Júlíusson, fulltrúi foreldra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara, Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla– og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari var Iðunn Antonsdóttir.

Þetta var gert:

1. Drög að grunnskólastefnu.

Kynnt voru drög að grunnskólastefnu, ásamt þeim breytingartillögum sem borist höfðu frá Óðni Gestssyni, í bréfi dagsettu 26. 09. 2005.
Grunnskólastefnan yfirfarin, rætt um framkomnar breytingatillögur ÓG, sem og aðrar hugmyndir nefndarmanna og það sameinað í stefnuna.

Iðunni Antonsdóttur, grunnskólafulltrúa, falið að fullvinna stefnuna og senda nefndarmönnum til lokaskoðunar. Umfjöllun um stefnuna verður á næsta fræðslunefndarfundi, sem boðaður hefur verið þriðjudaginn 11. október, kl. 16:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.

Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.

Jens Kristmannsson. Óðinn Gestsson.

Haraldur Júlíusson. Sigríður Steinunn Axelsdóttir.

Skarphéðinn Jónsson. Iðunn Antonsdóttir.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir.

 

 

 

.