Félagsmálanefnd

255. fundur.

Árið 2005, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 16:30 kom félagsmálanefnd saman í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís Geirsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Hörður Högnason og Gréta Gunnarsdóttir. Jafnframt mættu Skúli S. Ólafsson, Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Anna V. Einarsdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundargerð ritaði Anna V. Einarsdóttir.

Þetta var gert:

1. Trúnaðarmál.

Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.

2. Félagsmálaráðuneyti, gjaldtaka vegna ferðaþjónustu fatlaðra. 2005-08-0023.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dags. 8. ágúst sl. þar sem ráðuneytið ítrekar þær reglur er gilda um gjaldtöku sveitarfélaga vegna ferðaþjónustu fatlaðra. Auk þess lagt fram bréf frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þar sem bæjarráð óskar eftir að félagsmálanefnd endurskoði gildandi reglur Ísafjarðarbæjar um ferðaþjónustu fatlaðra. Bæjarráð óskar eftir tillögu nefndarinnar að reglum og gjaldskrá í samræmi við það sem kemur fram í bréfi ráðuneytisins.

Endurskoðun á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra verður tekin fyrir á vinnufundi félagsmálanefndar september.

3. Ríkisskattstjóri, skattaleg meðferð á greiðslum vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. 2005-08-0026.

Lagt fram bréf frá ríkisskattstjóra þar sem fram kemur túlkun embættisins á eðli greiðslna sveitarfélaga í formi fjárhagsaðstoðar.

Lagt fram til kynningar.

4. Öldrunarþjónusta á Ísafirði

Lögð fram til kynningar skýrsla sem unnin hefur verið af Skúla S. Ólafssyni, Margréti Geirsdóttur og Sigurði Helga Guðmundssyni um öldrunarþjónustu á Ísafirði.

Ákveðið að félagsmálanefnd standi fyrir sameiginlegum fundi allra er koma að þjónustu við aldraða á svæðinu. Skipulagning fundarins verður tekin fyrir á vinnufundi félagsmálanefndar í september.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:04.

Kristjana Sigurðardóttir, formaður.

Védís Geirsdóttir. Gréta Gunnarsdóttir.

Hörður Högnason Jón Svanberg Hjartarson.

Skúli S. Ólafsson Ingibjörg María ðmundsdóttir

Anna V. Einarsdóttir