Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

471. fundur

Árið 2006, mánudaginn 27. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 7/2. 60. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Almannavarnanefnd 21/2. 61. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd 21/2. 62. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 21/2. 112. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 22/2. 227. fundur.
Fundargerðin er í tuttugu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Nemendafélags MÍ. - Styrkbeiðni vegna Sólrisu. 2006-02-0133.

Lagt fram bréf frá Nemendafélagi Menntaskólans á Ísafirði dagsett 24. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir styrk vegna Sólrisuhátíðar. Styrkurinn verði fólginn í gjald- frjálsum afnotum af Íþróttahúsinu á Torfnesi, vegna söngvakeppni á Sólrisu.

Bæjarráð samþykkir beiðni Nemendafélags MÍ um niðurfellingu húsaleigu og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá málinu.

3. Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. - Rekstrar- og efnahagsreikningur 2005. 2006-02-0127.

Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss fyrir rekstrarárið 2005.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Erlings Tryggvasonar. - Málefni Langa Manga. 2005-11-0038.

Lagt fram bréf frá Erlingi Tryggvasyni, Aðalstræti 24, Ísafirði, dagsett 20. febrúar s.l., þar sem hann gerir grein fyrir ónæði af veitinga- og skemmtistaðnum Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði, og væntir, að bæjarráð/bæjarstjórn endurskoði fyrri ákvörðun sína um veitingu vínveitingaleyfis til staðarins. Bæjarráð bendir á að málið er í vinnslu.

5. Bréf bæjartæknifræðings. - Gatnagerð á Tunguskeiði. 2005-07-0025.

Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 23. febrúar s.l., er varðar gatnagerð á Tunguskeiði í Skutulsfirði. Í bréfinu óskar bæjartæknifræðingur eftir heimild til að fara í frekari gatnagerð á Tunguskeiði, vegna eftirspurnar á íbúðahúsalóðum í hverfinu. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 10,5 milljónum í gatnagerð við Eikarlund. Til að geta farið í frekari framkvæmdir og m.t.t. gatnagerðargjalda vantar um kr. 9,3 milljónir umfram fjárhagsáætlun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðni bæjartæknifræðings verði samþykkt og aukinni fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun þessa árs.

6. Bréf Héraðssambands Vestfirðinga. - Sameining íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ. 2006-02-0115.

Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 20. febrúar s.l., er fjallar um sameiningu íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu er fjallað um upphaf málsins og tilgang, sameiningarhugmyndir og kynningu.

Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

7. Bréf Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf. - Forkaupsréttur. 2006-02-0113.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., dagsett 20. febrúar s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt að Aðalstræti 37, Ísafirði, eignarhluta með fasteignanúmeri 223-7498.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að forkaupsrétti verði hafnað.

8. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Fundarboð um aðalfund. 2006-02-0123.

Lagt fram fundarboð frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 17. febrúar s.l., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins fyrir árið 2005 föstudaginn 3. mars n.k. kl. 17:30 í Víkurbæ í Bolungarvík. Fundurinn er boðaður með dagskrá.

Bæjarráð felur Magnúsi Reyni Guðmundssyni að sækja fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

9. Erindisbréf Byggðasafns Vestfjarða.

Lagt fram erindisbréf fyrir stjórn Byggðasafns Vestfjarða, er nú hefur verið samþykkt af öllum aðildarsveitarfélögum. Samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 15. desember 2005, í hreppsnefnd Súðavíkurhreppst þann 19. janúar 2006 og í bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar þann 16. febrúar 2006.

Lagt fram til kynningar.

10. Erindi Vestfjarðavíkings. - Styrkbeiðni vegna mótshalds 2006.

Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum Vestfjarðavíkings dagsett 23. febrúar s.l., þar sem farið er fram á styrk frá Ísafjarðarbæ vegna mótshalds sumarið 2006, en stefnt er að mótshaldinu í Ísafjarðarbæ. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000.- auk fyrirgreiðslu, sem Ísafjarðarbær hefur látið af hendi undanfarin ár.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið.

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Norræn sveitarstjórnarráðstefna. 2006-02-0105.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 10. febrúar s.l., varðandi 11. norrænu sveitarstjórnarráðstefnuna er haldin verður dagana 14. - 16. maí n.k. í Svíþjóð.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf Iðnaðarnefndar Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2006 - 2009.

Lagt fram bréf frá iðnaðarnefnd Alþingis dagsett 17. febrúar s.l., ásamt tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2006-2009, 391. mál. Nefndin æskir þess að sveitarfélög gefi umsögn um tillöguna og að sú umsögn berist eigi síðar en 8. mars n.k. til nefndasviðs Alþingis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja drög að umsögn Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir bæjarráð.

13. Trúnaðarmál.

Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30.

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.