Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

457. fundur

Árið 2005, mánudaginn 21. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerð nefndar.

Barnaverndarnefnd 17/11. 62. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynninga.

Byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri 17/11. 14. fundur.
3. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi að gera verktaka um byggingu íþróttahúss á Suðureyri grein fyrir greinargerð Tækniþjónustu Vestfjarða, er varðar tafabætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið á verkinu.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 15/11. 261. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd 16/11. 52. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 16/11. 222. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarritara - Tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar vísað til bæjarráðs frá 190. fundi bæjarstjórnar. 2005-04-0035.

Lögð fram tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar ásamt greinargerð er vísað var til bæjarráðs frá 190. fundi bæjarstjórnar þann 17. nóvember s.l. Tillagan er um að ekki verði að sinni seldar fleiri íbúðir í eigu bæjarins á Hlíf I, Ísafirði.

Jafnframt er lögð fram bókun Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, við tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar.

Með tilvísun til bókunar bæjarstjóra þar sem fram kemur að tekin var ákvörðun um að selja aðeins fjórar íbúðir á þessu ári, leggur bæjarráð til að sú ákvörðun standi þar til endurskoðun á nýtingu íbúða á Hlíf I liggur fyrir.

3. Bréf eigenda jarða í Engidal, Skutulsfirði. - Malartaka úr Engidalsá. 2005-11-0055.

Lagt fram bréf undirritað af Steingrími Jónssyni, Efri Engidal, og Guðmundi Jens Jóhannssyni f.h. eigenda Neðri Engidals í Skutulsfirði dagsett 27. október s.l., en móttekið þann 14. nóvember s.l. Bréfið fjallar um malartöku Ísafjarðarbæjar úr Engidalsá, sem talin er vera umfram það magn er rætt var um í upphafi við landeigendur. Í bréfinu er farið fram á að reyndir mælingarmenn verði fengnir til að reikna út það magn af möl sem tekið hefur verið út Engidalsá og bætur komi fyrir. Bæjarstjóri lagði fram frekari gögn er varða málið.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings.

4. Bréf Sæfara, félags áhugamanna um sjósport á Ísafirði. - Smábátaslippurinn á Suðurtanga. 2005-11-0081.

Lagt fram bréf frá Sæfara, félagi áhugamanna um sjósport á Ísafirði, dagsett 8. nóvember s.l. og varðar beiðni félagsins um að Ísafjarðarbær kaupi smábátaslippinn á Suðurtanga, sem nú er í eigu félagsins.

Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við fulltrúa Sæfara um erindið. Jafnframt er bæjarritara falið að ræða við forstöðumanns Byggðasafns um sama mál.

5. Bréf bæjartæknifræðings. - Beiðni um heimild til sölu á eign. 2005-11-0069.

Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 16. nóvember s.l., þar sem óskað er heimildar til að selja stigabíl, sem er í eigu Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Bifreiðin hefur verið án númera og ekki í notkun í um tvö ár.

Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar söluna.

6. Bréf MARKIS Industrial Development Center. 2005-11-0082.

Lagt fram bréf frá MARKIS Industrial Development Center frá Sigurjóni Haraldssyni, markaðs- og þróunarstjóra.

Bæjarráð vísar bréfinu til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.

7. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005. 2005-11-0028.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 18. nóv. 2005 frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, varðandi endurskoðun á fjárhagsáætlun 2005. Í spá um niðurstöðu rekstrar fyrir reiknaða liði er gert ráð fyrir 2.188 millj.kr. tekjum, 2.206 millj.kr. gjöldum og að fjárfestingar verði 391 millj.kr. Með bréfinu fylgir listi yfir verkefni sem vísað hefur verið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar rekstrar- og fjárfestingaráætlanir ásamt viðbótarverkefnum, sem endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2005.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:15.

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.