Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

450. fundur

Árið 2005, mánudaginn 3. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerð nefndar.

Félagsmálanefnd 27/9. 258. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 28/9. 26. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 28/9. 218. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Jóhanns Marvinssonar o.fl. - Forkaupsréttur að jörðinni   Heimabæ, Neðri-Arnardal, ásamt íbúðarhúsi. 2005-09-0061.

Lagt fram að nýju bréf frá Jóhanni Marvinssyni og Gunnvöru Marvinsdóttur o.fl., dagsett 22. september s.l., þar sem þess er óskað að Ísafjarðarbær taki sem fyrst afstöðu til forkaupsréttar á jörðinni Heimabæ, Neðri-Arnardal, ásamt íbúðarhúsi. Erindið var áður lagt fram á 449. fundi bæjarráðs og þar frestað afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að forkaupsrétti að jörðinni Heimabæ og greindu íbúðarhúsi verði hafnað.

3. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar - ágúst 2005. 2005-06-0027.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 30. september s.l, mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar mánuðina janúar - ágúst 2005. Fjármálastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf bæjarritara. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ, skólaakstur í Skutulsfirði. - Útboðsmál. 2005-09-0066.

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 29. september s.l., varðandi útboð almennings- samgangna í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði. Gildandi samningur um almenningssamgöngur, við Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf., Ísafirði, fellur úr gildi þann 31. desember n.k.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf bæjarritara. - Erindi íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri. - Beiðni um styrk vegna vallar fyrir strandblak. 2005-09-0065.

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 29. september s.l., er varðar erindi frá íþrótta- félaginu Höfrungi á Þingeyri dagsett 11. maí s.l., beiðni um styrk vegna gerðar vallar fyrir strandblak á Þingeyri. Erindið var tekið fyrir á fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar þann 26. maí s.l., en tillaga nefndarinnar hefur ekki fengið afgreiðslu í bæjarráði eða bæjarstjórn.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.

6. Bréf frá Kvenf. Ársól, íþróttaf. Stefni og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, alls þrjú bréf, vegna Félagsheimilisins á Suðureyri. 2005-07-0033

Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Ársól, Suðureyri, dagsett 25. september s.l., bréf frá íþróttafélaginu Stefni, Suðureyri, dagsett 27. september s.l. og bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga dagsett 28. september s.l., er varða öll eignaraðild að Félagsheimilinu á Suðureyri og fyrirspurn Ísafjarðarbæjar um innlausn félaganna á eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Félagsheimilinu.

Bréf ofangreindra félaga lögð fram til kynningar, þar til endanlegt svar hefur borist frá Kvenfélaginu Ársól.

7. Bréf Landslaga lögfræðistofu. - Bílskur að Fitjateigi 1, Hnífsdal. 2004-12-0034.

Lagt fram bréf frá Landslögum - lögfræðistofu dagsett 23. september s.l., varðandi niðurrif bílskúrs að Fitjateigi 1, Hnífsdal. Í bréfinu er m.a. óskað eftir að Ísafjarðarbær gangi til samninga við umbjóðanda bréfritara, vegna tjóns sem hann, umbjóðandinn, varð fyrir vegna niðurrifs á nefndum bílskúr.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi Landslaga með tilvísan til bréfs bæjarlögmanns frá 14. apríl 2005.

8. Bréf Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur. - Hafnarskipulag. 2004-08-0044.

Lagt fram, sem trúnaðarmál, bréf Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur dagsett 26. september s.l.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjartæknifræðinga, að ræða við bréfritara.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:12.

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.