Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

438. fundur

Árið 2005, mánudaginn 27. júní kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs eftir að málefni Miðfells hf., Ísafirði, yrðu tekin á dagskrá bæjarráðs undir 1. lið.
Beiðni formanns samþykkt.

1. Málefni Miðfells hf., Ísafirði. 2005-01-0085.

Til fundar við bæjarráð er mættur Elías Oddsson, framkvæmdastjóri Miðfells hf., Ísafirði, til viðræðna um stöðu fyrirtækisins við Ísafjarðarbæ og nauðasamninga þess almennt.

Bæjarráð samþykkir með vísan til úrskurðar Héraðsdóms Vestfjarða, um nauðasamninga Miðfells hf., Ísafirði, að fallast á meðferð forgangskrafna.
Bæjarráð óskar eftir að lögð verði fyrir bæjarráð greinargerð er varðar uppgjör Miðfells hf. við Ísafjarðarbæ vegna viðskiptaskulda og nauðasamninga.

2. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 14/6. 56. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd 21/6. 48. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 22/6. 211. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina í heild sinni.

2. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - maí 2005. 2004-08-00046.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 23. júní s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - maí 2005.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf bæjarritara. - Laun í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2005. 2005-06-0073.

Lagt fram bréf frá bæjarritara vegna ákvörðunar launa í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2005. Samþykktir hafa verið nýir kjarasamningar milli Starfgreinasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga, þar sem felld hafa verið niður ákvæði í fyrri samningi, um laun unglinga. Því er óskað nýrrar staðfestingar vegna greiðslu launa í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð staðfestir beiðni bæjarritara vegna launa í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.

4. Bréf Félags áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar. Minnisblað bæjarritara. 2003-11-0101.

Lagt fram bréf frá Félagi áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar, dagsett 11. júní s.l., þar sem ítrekaðar eru óskir félagsins um styrk að upphæð kr. 520.000.- samkvæmt bréfi félagsins frá 7. nóvember 2004.

Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar frá félaginu komi á fund bæjarráðs.

5. Bréf Rússneska sendiráðsins. - Minnisvarði fallinna sjómanna. 2005-06-0074.

Lagt fram bréf frá Rússneska sendiráðinu í Reykjavík dagsett 16. júní s.l., er varðar uppsetningu minnisvarða um fallna sjómenn úr skipalestinni PQ-13 í síðari heimsstyrjöldinni. Leitað er heimildar og aðstoðar Ísafjarðarbæjar við uppsetningu minnisvarðans, sem óskað er að reistur verði hér á Ísafirði.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Rússneska sendiráðsins og felur bæjarritara og forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða, að vinna að málinu f.h. Ísafjarðarbæjar.

6. Bréf Gunnars Atla Gunnarssonar. - Styrkbeiðni vegna tónleika. 2005-06-0075.

Lagt fram bréf frá Gunnari Atla Gunnarssyni, Silfurtorgi 1, Ísafirði, dagsett 23. júní s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ í formi niðurfellingar á húsaleigu, vegna góðgerðartónleika sem fyrirhugað er að halda hér á Ísafirði í september n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd.

7. Kauptilboð í íbúð að Hlíf I, Ísafirði. 2005-07-0076.

Lagt fram kauptilboð í íbúð á 3. hæð Hlíf I, Ísafirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 5.900.000.- og er innkomið að undangenginni auglýsingu hjá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir ofangreint kauptilboð.

8. Bréf Reykhólahrepps. - Flýtiframkvæmd vegar um Arnkötludal og Gautsdal. 2005-05-0080.

Lagt fram bréf frá Reykhólahreppi dagsett 16. júní s.l., er varðar svar hreppsnefndar Reykhólahrepps vegna samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um flýtiframkvæmd vegna vegar um Arnkötludal og Gautsdal.
Svar hreppsnefndar Reykhólahrepps var svohljóðandi. ,,Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að flýta vegagerð um Arnkötludal umfram t.d. brýnar úrbætur á Vestfjarðavegi nr. 60 í Gufudalssveit."

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. - Lækkun sorphirðugjalda. 2005-06-0070.

Lagt fram bréf frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar dagsett 22. júní s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða lækkun sorphirðugjalda á skólann.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til skoðunar.

10. Bréf bæjarstjóra. - Viðræður við fulltrúa Félags eldri borgara á Ísafirði. 2005-05-0046.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett þann 21. júní s.l., þar sem hann greinir frá viðræðum við formann Félags eldri borgara á Ísafirði. Tilefni fundarins var erindi Félags eldri borgara varðandi hækkun húsaleigu á Hlíf I, Ísafirði, um 12,5% 1. febrúar s.l. og væntanlegrar hækkunar um önnur 12,5% þann 1. júlí n.k.
Bæjarstjóri leggur ekki fram tillögu að breytingum eftir þennan fund. Fundurinn var gagnlegur upplýsingafundur, en ennþá stendur eftir sú staðreynd að rekstrarhalli er á íbúðum á Hlíf I.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Fjárþörf FastÍs. 2005-06-0077.

Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett þann 20. júní s.l., þar sem gerð er grein fyrir fjárþörf félagsins með tilvísun til ársreiknings rekstrarársins 2004.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögur að lausn fjárhagsvanda Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.

12. Bréf Jafnréttisstofu og félagsmálaráðuneytis. - Launajafnrétti kynja. 2005-06-0061.

Lagt fram bréf Jafnréttisstofu og félagsmálaráðuneytis dagsett 19. júní s.l., til forsvarsmanna sveitarfélaga, þar sem minnt er á ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000, sem fjalla um launajafnrétti kynjanna.

Bæjarráð vísar bréfinu til sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:12

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.