Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

436. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 14. júní kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Fulltrúi S-lista, Samfylkingar, var fjarstaddur og enginn mættur í hans stað.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 7/6. 252. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 8/6. 68. fundur.
Fundargerðin er í einum tölulið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi við Hestamannafélagið Hendingu og leggja fyrir bæjarráð.

Menningarmálanefnd 7/6. 113. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
4. tölul. 4. ml. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við formann menninga-málanefndar í samræmi við umræður á fundinum.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 9/6. 210. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
2. tölul. Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi falið tæknideild að teikna upp hverfin þrjú í botni Skutulsfjarðar og tengingar á milli þeirra. Bæjarráð felur tæknideild að ræða við umsækjendur um lóðir í Holtahverfi um aðra möguleika á byggingarlóðum.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

2. Fjármálastjóri - mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir mánuðina janúar-apríl 2005. 2005-06-0027.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 8. júní sl., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir mánuðina janúar-apríl 2005.
Lagt fram til kynningar

3. Bæjarritari – endurskoðun á samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ. 2005-06-0049.

Lagt fram bréf Þorleifs Pálssonar, bæjarritara og Svanlaugar Guðnadóttur, bæjarfulltrúa dagsett 10. júní s.l., ásamt fylgiskjölum varðandi breytingar á samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um breytingar á samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ.

4. Verkefnisstjóri á tæknideild - tilboð í utanhússklæðningu á grunnskólanum á Suðureyri. 2005-06-0037.

Lagt fram bréf frá Ragnari Ragnararssyni, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett 9. júní s.l., er varðar tilboð í utanhússklæðningu á grunnskólanum á Suðureyri. Eftirfarandi tilboð bárust:

Ísblikk ehf 9.353.740 kr.
Trésmiðjan Hnífsdal ehf 12.174.600 kr.
Spýtan ehf 9.239.550 kr.
Spýtan ehf (frávikstilboð) 8.893.750 kr.
Kostnaðaráætlun 8.254.040 kr.

Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Spýtan ehf., á grundvelli frávikstilboðs fyrirtækisins.

Bæjarráð óskar skýringa á tillögu verkefnisstjóra um að velja frávikstilboð.

5. Fjármálastjóri – ný gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. 2005-06-0030.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 8. júní sl., með umsögn um drög að nýrri gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Lagt er til að að gjaldskráin verði staðfest og að hún verði endurskoðuð næstkomandi haust í ljósi nýrra kjarasamninga við háskólahópa.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta gjaldskrána.

6. Bæjarritari - styrkbeiðni vegna fasteignarinnar Aðalstræti 29, Þingeyri. 2004-03-0044.

Lagt fram minnisblað frá Þorleifi Pálssyni bæjarritara dagsett 9. júní s.l., ásamt fylgiskjölum varðandi erindi Hönnu Ásvaldsdóttur og Þórs Gunnarssonar vegna styrkbeiðni til flutnings á fasteigninni Aðalstræti 29, Þingeyri. Lagt er til að veittur verði styrkur sem nemur 1/3 hluta niðurrifskostnaðar vegna endurbyggingar og tilfærslu á fasteigninni við Aðalstræti 29, Þingeyri samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir 150.000 kr. styrk að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í reglum um "Gömul hús til sölu hjá Ísafjarðarbæ." Kostnaður bókist á bókhaldslið 09-29-4991.

7. Sjávarútvegsráðuneytið – auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta. 2005-06-0041.

Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 7. júní s.l., er varðar auglýsingu til sveitarstjórna um umsókn um byggðakvóta.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta á grundvelli auglýsingar sjávarútvegsráðuneytisins.

8. Súðavíkurhreppur - flýtiframkvæmd, Arnkötludalur-Gautsdalur. 2005-05-0080.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 3. júní s.l., þar sem fram kemur að hreppsnefnd Súðavíkurhrepps tekur jákvætt í að kannaðar verði leiðir til að fara í framkvæmd á vegi um Arnkötludal-Gautsdal.

Bæjarráð vísar til bókunar sinnar í 4. tölulið 435. fundar frá 6. júní sl.

9. Fjórðungssamband Vestfirðinga - 50. Fjórðungsþing Vestfirðinga. 2005-06-0017.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 3. júní s.l., ásamt fylgiskjali er varðar 50. Fjórðungsþing Vestfirðinga, er haldið verður á Patreksfirði dagana 2. og 3. september n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bæjarfulltrúum erindið.

10. Fjórðungssamband Vestfirðinga - 50. Fjórðungsþing Vestfirðinga. 2005-06-0017.

Lagt fram tvö tölvubréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 3. júní og 7. júní sl., þar sem leitað er eftir tilnefningum í vinnuhópa á 50. Fjórðungsþing Vestfirðinga, er haldið verður á Patreksfirði dagana 2. og 3. september n.k.

Bæjarráð vísar erindunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

11. Kennaraháskóli Íslands – danskur farkennari. 2005-06-0036.

Lagt fram bréf frá Michael Dal, lektor við Kennaraháskóla Íslands dagsett 1. júní s.l., er varðar þátttöku og aðkomu sveitarfélaga m.a. á Vestfjörðum í samstarfsverkefni danska og íslenska ríkisins um eflingu dönskukennslu hérlendis.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

12. Félagsmálaráðuneytið – reglur um niðurfellingu fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega. 2003-03-0058.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 2. júní s.l., er varðar setningu reglna um niðurfellingu fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega.

Bæjarráð bendir á að Ísafjarðarbær hefur til fjölda ára veitt elli- og örokrulífeyrisþegum afslátt á greiðslu fasteignaskatts og holræsagjalds þar sem afsláttur til viðkomandi er miðaður við tekjur. Reglur þessar eru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins og sendar árlega út til elli- og örorkulífeyrisþega með álagningarseðli fasteignagjalda. Jafnframt er bent á að samsvarandi erindum var svarað bréflega til ráðuneytisins 25. maí 2004 og 13. maí 2003 merkt 2003-03-0058 þar sem skilmerkilega var greint frá gildandi reglum sveitarfélagsins um niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:53.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.