Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

435. fundur

Árið 2005, mánudaginn 6. júní kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 25/5. 54. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 2/6. 55. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 1/6. 9. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
2. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar, um að gengið verði til samninga við Arkiteo ehf., um arkitektahönnun á viðbyggingu 2. áfanga við Grunnskólann á Ísafirði. Samningsfjárhæð kr. 24.945.810.- auk vsk.
Bæjarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar, um að gengið verði til samninga við Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., um hönnun á burðarvirki, lögnum og brunahönnun fyrir 2. áfanga við Grunnskólann á Ísafirði. Samningsfjárhæð kr. 12.730.000.- án vsk.
3. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við eigendur Brunngötu 20 og Silfurgötu 5, Ísafirði.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Fræðslunefnd 31/5. 220. fundur.
Fundargerðin er í átján liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Elíasar Oddssonar. - Merkingar á Hesteyri í Sléttuhreppi. 2005-06-0003.

Lagt fram bréf Elíasar Oddssonar f.h. Hesteyringa dagsett 31. maí s.l., þar sem landeigendur leita mögulegrar aðstoðar Ísafjarðarbæjar við að koma upp merkingum á Hesteyri, er vísa aðkomumönnum leið um svæðið eða á slóðir til næstu byggða.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar.

3. Bréf Ásgeirs Överby. - Hlíðarvegur 51, Ísafirði. 2005-05-0069.

Lagt fram bréf Ásgeirs Överby dagsett 27. maí s.l., þar sem hann óskar eftir að fá á leigu húseignina Hlíðarveg 51, Ísafirði, til eins árs. Eignin var á síðasta ári keypt af Ísafjarðarbæ til niðurrifs.

Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að kanna önnur úrræði varðandi húsnæði í samráði við bréfritara.

4. Bréf Hólmavíkurhrepps. - Flýtiframkvæmd, Arnkötludalur-Gautsdalur. 2005-05-0080.

Lagt fram bréf frá Hólmavíkurhreppi dagsett 26. maí s.l., þar sem fram kemur að hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps fagnar samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um flýtiframkvæmd vegar um Arnkötludal og Gautsdal og tekur jákvætt í erindið. Þá var einnig samþykkt í hreppsnefndinni að óska eftir viðræðum sem fyrst.

Bæjarráð samþykkir að boða til fundar þegar svör hafa borist frá öllum viðkomandi sveitarfélögum.

5. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Flýtiframkvæmd, Arnkötludalur-Gautsdalur. 2005-05-0080.

Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 2. júní s.l., þar sem fram kemur að bæjarstjórn Bolungarvíkur tekur undir með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, um að kannaðir verði möguleikar á flýtiframkvæmd vegar um Arnkötkudal og Gautsdal og var bæjarstjóra Bolungarvíkur falið að taka málið upp við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar til bókunar sinnar í 4. lið.

6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - 50. Fjórðungsþing Vestfirðinga. 2005-06-0017.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 3. júní s.l., er varðar 50. Fjórðungsþing Vestfirðinga, er haldið verður á Patreksfirði dagana 2. og 3. september n.k. Sveitarstjórnir eru minntar á að senda kjörbréf fyrir fulltrúa til skrifstofu Fjórðungssambandsins, sem fyrst eða eigi síðar en 1. júlí n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá kjörbréfum fyrir fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

7. Bréf bæjartæknifræðings. - Framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði. 2005-06-0019.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 3. júlí s.l., er varðar framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði og tillögu byggingarnefndar GÍ um að ganga til samninga við hönnuði fyrir 2. áfanga á grundvelli meðfylgjandi samningsdraga. Um er að ræða hönnun á nýbyggingu á tveimur hæðum um það bil 1.800 fermetra að stærð.

Bæjarráð vísar til afgreiðslu sinnar á fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði frá 1. júní s.l.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.