Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

434. fundur

Árið 2005, mánudaginn 30. maí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 11/5. 53. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd 26/5. 46. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
4. liður d. Bæjarráð vísar þessum lið aftur til nefndarinnar til frekari vinnslu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í verkið ,,Göngustígur í Skutulsfirði". 2004-05-0050.

Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 24. maí s.l., þar sem gerð er grein fyrir tilboði er borist hefur í verkið ,,Göngustígur í Skutulsfirði". Aðeins eitt tilboð barst í verkið og er það frá KNH ehf., að upphæð kr. 19.626.666.- Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 18.988.000.- Lagt er til að gengið verði til samninga við KNH ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins. Á fund bæjarráðs undir þessum lið er mættur Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings, um að gengið verði til samninga við KNH hef.

3. Bréf bæjarstjóra. - Útboð á matseld fyrir Grunnskólann á Ísafirði. 2005-01-0029.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 25. maí s.l., varðandi útboð á matseld/framleiðslueldhúsi fyrir Grunnskólann á Ísafirði. Í bréfinu gerir bæjarstjóri grein fyrir stöðu málsins í heild og greinir í sundur einstaka þætti þess.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að farið verði í að koma upp framleiðslueldhúsi í Grunnskólanum á Ísafirði með tilvísun til ofangreinds bréfs bæjarstjóra.

4. Bréf bæjarritara. - Afnot Orkubús Vestfjarða af vatnsveitustíflu í Tungudal. 2005-03-0003.

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 23. maí s.l., ásamt drögum að samningi um afnotarétt Orkubús Vestfjarða hf., af vatnsveitustíflu í Tungudal ásamt heimild til nýtingar vatns fyrir Tungudalvirkjun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið verði samþykkt.

5. Bréf íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri. - Úthlutun byggðakvóta. 2005-03-0042.

Lagt fram bréf íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri dagsett 21. maí s.l., er varðar úthlutun byggðakvóta til Þingeyrar á þessu ári. Í bréfinu er gagnrýnt að ákveðinn útgerðaraðili á Þingeyri, er jafnframt rekur fiskverkun, skuli ekki hafa fengið úthlutaðann byggðakvóta og er þess óskað að Ísafjarðarbær gangi í málið, þannig að útgerðaraðilinn standi jafnfætis öðrum útgerðum innan Ísafjarðarbæjar við úthlutun byggðakvóta.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi íbúasamtakanna Átaks.

6. Drög að kaupsamningi vegna Neðri Tungu í Skutulsfirði. 2003-01-0079.

Lögð fram að nýju drög að kaupsamningi með afsali vegna fyrirhugaðrar sölu húseigna að Neðri Tungu í Skutulsfirð, en á síðasta fundi bæjarráðs voru gerðar nokkrar breytingar á þá framlögðum drögum að kaupsamningi með afsali.
Jafnframt er að nýju lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 20. maí s.l., ásamt nýju mæliblaði varðandi mörkun lóðar fyrir húseignir að Neðri Tungu í Skutulsfirði og grunnleigusamningi. Afstaða var ekki tekin til þess bréfs á fundi bæjarráðs þann 25. maí s.l., er það var fyrst lagt fram. Ragnheiður Hákonardóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindur kaupsamningur með afsali og nýtt mæliblað lóðar, ásamt grunnleigusamningi verði samþykkt.

7. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Átak um mjólkurframleiðslu. 2005-05-0066.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Vestfirðinga dagsett 27. maí s.l., er varðar málefni Átakshóps bænda um mjólkurframleiðslu. Í bréfinu er þess óskað, að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar heimili samhliðaveðsetningu lána frá Sparisjóði Vestfirðinga og Sparisjóði Bolungarvíkur og heimilað verði að Sparisjóðabanki Íslands hf., fái heimild til að verða á 1. veðrétti allra býlanna á undan sparisjóðunum tveimur og Ísafjarðarbæ, enda verði lán annarra lánveitenda greidd upp.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðni Sparisjóðs Vestfjarða verði samþykkt.

8. Bréf Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. - Styrktarsjóður 2005. 2005-05-0059.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 23. maí s.l., varðandi Styrktarsjóð EBÍ og styrkveitingar á árinu 2005. Umsóknarfrestur um styrki er til ágústloka n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar til vinnslu.

9. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Aðalfundur 6. júní 2005. 2005-06-0013

Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 23. maí s.l., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins mánudaginn 6. júní n.k. kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf bæjarstjóra. - Vinabæjarheimsókn til Rúnavíkur. 2004-06-0048

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. maí s.l., varðandi vinabæjarheimsókn bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til Rúnavíkur í Færeyjum dagana 10. - 13. júní n.k.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf byggingarfulltrúa. - Afnot af túnum við hesthús í Hnífsdal. 2005-05-0037.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 24. maí s.l., varðandi umsókn um afnot af túnum við hesthúsabyggðina á Búðartúni í Hnífsdal. Erindið var sent byggingarfulltrúa til umsagnar. Í bréfi byggingarfulltrúa kemur fram að Ísafjarðarbær hefur fullan yfirráðarétt á því landi er um ræðir.

Bæjarráð vísar bréfi byggingarfulltrúa til landbúnaðarnefndar, sem er með málið í vinnslu.

12. Bréf bæjarstjóra. - Skipan fulltrúa vegna Vaxtarsamnings Vestfjarða. 2005-03-0040.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 25. maí s.l., er varðar skipan aðal- og varafulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Vaxtarsamnings Vestfjarða. Þriðjudaginn 31. maí n.k., er stefnt að undirritun Vaxtarsamnings Vestfjarða á Hótel Ísafirði kl. 13:00 Ganga þarf frá tilnefningu Ísafjarðarbæjar nú á fundi bæjarráðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ragnheiður Hákonardóttir verði aðalfulltrúi Ísafjarðarbæjar og Magnús Reynir Guðmundsson til vara.

13. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða 13. maí 2005. 2005-05-0064.

Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá föstudeginum 13. maí s.l. Fundargerðinni fylgir gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit Vestfjarðasvæðis og er þess óskað að sveitarfélögin ljúki umfjöllun um gjaldskrána fyrir 15. júní n.k.

Bæjarráð vísar gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit til skoðunar fjármálastjóra.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.