Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

433. fundur

Árið 2005, mánudaginn 23. maí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2004.

Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2004. Til fundar við bæjarráð undir þessum lið eru mættir þeir Guðmundur Kjartansson, löggiltur endurskoðandi, Gísli Jón Hjaltason, framkvæmdastjóri Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri. Jafnframt hefur þeim bæjarstjórnarmönnum, er ekki eiga setu í bæjarráði, verið gefin kostur á að sitja fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið. Mætt eru Birna Lárusdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2004, til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 26. maí n.k.

2. Fundargerðir nefnda.

Byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri 11/5. 12. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 17/5. 251. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 17/5. 103. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 18/5. 208. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Efnistökusamningur milli landeiganda Hóla í Dýrafirði, Ísafjarðarbæjar og Flugmálastjórnar Íslands.

Lagður fram samningur landeiganda Hóla í Dýrafirði, Ísafjarðarbæjar og Flugmálastjórnar Íslands undirritaður þann 12. maí s.l., vegna efnistöku til framkvæmda við Þingeyrarflugvöll árið 2005.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf byggingarfulltrúa. - Niðurrif á Hlíðarvegi 51, Ísafirði.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 10. maí s.l., þar sem veitt er heimild til niðurrifs á húseigninni Hlíðarvegi 51, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf byggingarfulltrúa. - Lóðamál Neðri Tungu í Skutulsfirði. - Drög að kaupsamningi með afsali. 2003-01-0079.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 20. maí s.l., ásamt nýju mæliblaði varðandi mörkun lóðar fyrir húseignir að Neðri Tungu í Skutulsfirði og grunnleigusamningi. Jafnframt eru lögð fram drög að kaupsamningi með afsali vegna væntanlegrar sölu húseigna að Neðri Tungu. Ragnheiður Hákonardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð leggur til breytingar á kaupsamningi með afsali og verður málið lagt fyrir bæjarráð að nýju.

6. Bréf sjómannadagsráðs á Þingeyri. - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá sjómannadagsráði á Þingeyri dagsett 18. maí s.l., þar sem óskað er eftir styrk vegna hátíðarhalda á sjómannadaginn 5. júní n.k., að upphæð kr. 100.000.-

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

7. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Byggðasafn Vestfjarða, fulltrúi í stjórn. 2005-04-0008.

Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 12. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Magnús Ólafs Hansson hefur verið kjörinn fulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar í stjórn Byggðasafns Vestfjarða og Guðrún Stella Gissurardóttir til vara.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Félags eldri borgara á Ísafirði. - Hækkun húsaleigu á Hlíf I. 2005-05-0046.

Lagt fram bréf frá stjórn Félags eldri borgara á Ísafirði ódagsett, er varðar hækkun húsaleigu fyrir íbúðir á Hlíf I á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram ósk um að boðuð hækkun húsaleigu um 12,5%, sem taka á gildi um mitt þetta ár, verði afturkölluð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við stjórn Félags eldri borgara á Ísafirði um erindið.

9. Bréf fráveitunefndar. - Fundur með sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum. 2005-05-0048.

Lagt fram bréf Sigurbjargar Sæmundsdóttur f.h. fráveitunefndar dagsett 17. maí s.l., þar sem nefndin boðar til fundar með sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum þann 30. maí n.k. milli kl. 13:15 og 16:00 og verður fundurinn haldinn hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Árnagötu 2-4, Ísafirði.

Bréfinu vísað til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.

10. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Ársreikningur og skýrsla félagsins fyrir árið 2004-2005.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 13. maí s.l., ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2004 og skýrslu félagsins fyrir starfsárið 2004-2005.

Lagt fram til kynningar.

11. Heilsuefling í Ísafjarðarbæ. - Fulltrúar mæta á fund bæjarráðs.

Mættir eru til fundar við bæjarráð fulltrúar heilsueflingarnefndar, er stendur fyrir verkefninu ,,Heilsuefling í Ísafjarðarbæ", þau Hermann Níelsson, Sigríður Jóhannsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir, en almennur borgarafundur um heilsueflingu í Ísafjarðarbæ verður haldinn þriðjudaginn 24. maí n.k. kl. 20:00 á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Fulltrúar heilsueflingarnerndar gerðu grein fyrir verkefninu ,,Heilsuefling í Ísafjarðarbæ" og að lokum afhenti Hermann Níelsson Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, eitt eintak af niðurstöðum heilsukönnunar í Ísafjarðarbæ, er unnin var af Önnu Soffíu Sigurlaugsdóttur og Sigríði Guðjónsdóttur, útskriftarnemum á íþróttaskori við Kennaraháskóla Íslands.

Bæjarráð þakkar fyrir kynningu ofangreindra fulltrúa í heilsueflingarnefnd.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:32

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Svanlaug Guðnadóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.