Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

432. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 17. maí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 10/5. 219. fundur.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 13/5. 6. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjartæknifræðings og slökkviliðsstjóra. - Kaup á slökkvibifreið. 2005-05-0018.

Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi og Þorbirni Sveinssyni, slökkviliðsstjóra, dagsett 6. maí s.l., er varðar kaup á slökkvibifreið fyrir Ísafjarðarbæ. Í bréfinu kemur m.a. fram að slökkviliðsstjóri hafi óskað eftir tilboði frá fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & Co. hf. í slökkvibifreið, sem uppfyllir öll skilyrði er hann fer fram á. Tilboð hefur borist frá ofangreindum aðila upp á kr. 15.470.259.- og er mat undirritaðra að tilboðið sé mjög hagstætt. Á fjárhagsáætlun eru kr. 15.000.000.- en ekki er talin þörf fyrir aukafjárveitingu vegna kaupanna. Bæjartæknifræðingur og slökkviliðsstjóri leggja til að ofangreindu tilboði frá Ólafi Gíslasyni & Co. hf., verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings og slökkviliðsstjóra um kaup á ofangreindri slökkvibifreið.

3. Bréf verkefnisstjóra á tæknideild. - Tilboð í viðhald leikskólans á Suðureyri. 2005-05-0031.

Lagt fram bréf frá Ragnari Ragnararssyni, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett 10. maí s.l., er varðar tilboð í viðhald utanhúss á leikskólanum á Suðureyri.

Eftirfarandi tilboð bárust.
Bjarndís Friðriksdóttir, Ísafirði. kr. 1.425.780.-
GG málningarþjónusta ehf., Ísafirði. kr. 1.106.000.-
Kostnaðaráætlun kr. 979.497.-

Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda GG málningarþjónustu ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Bæjarráð samþykkir tillögu verkefnisstjóra vegna viðhalds leikskólans á Suðureyri.

4. Erindi frá bæjarstjórn. - Landbúnaðarnefnd vegna frístundabúskapar. 2003-03-0026.

Á 181. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 12. maí s.l., vísaði forseti 2. lið í 67. fundargerð landbúnaðarnefndar til bæjarráðs, til frekari umfjöllunar. Um er að ræða reglur og gjaldskrá um frístundabúskap utan lögbýla í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til að í tillögu landbúnaðarnefndar um leyfisveitingu komi leyfishafi í stað einstaklingur. Bæjarráð gerir ekki aðrar athugasemdir við tillögur landbúnaðarnefndar.

5. Bréf Ingibjargar M. Guðmundsdóttur. - Afnot af túnum við hesthúsahverfi í Hnífsdal. 2005-05-0037.

Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur dagsett 12. maí s.l., þar sem hún óskar afnota af gömlum túnum og eða afréttum fyrir hrosshaga að sumri í námunda við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Bréfinu fylgir teikning er sýnir umrætt svæði.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar og byggingarfulltrúa.

6. Bréf Náttúrustofu Vestfjarða. - Þakkarbréf. 2005-03-0016.

Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða dagsett 10. maí s.l., þar sem verkefnis- stjórn ráðstefnunnar ,,Náttúra Vestfjarða og ferðamennska", sem haldin var á Ísafirði dagana 15. og 16. apríl s.l., þakka þann stuðning sem Ísafjarðarbær sýndi við ráðstefnuhaldið.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf vinnuhóps um alþjóðlega rannsóknarstofnun á sviði loftlagsbreytinga á Íslandi. 2005-05-0036.

Lagt fram bréf frá Ólöfu Guðný Valdimarsdóttur f.h. vinnuhóps um alþjóðlega rannsóknarstofnun á sviði loftlagsbreytinga á Íslandi, dagsett þann 8. maí s.l. Um það bil ár er nú liðið frá því vinna hófst við stofnun alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði loftslagsbreytinga sem staðsett yrði á Ísafirði. Í bréfinu er þess óskað að Ísafjarðarbær sjái sér fært að greiða hluta kostnaðar með framlagi upp á krónur sex-átta hundruð þúsund.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær taki þátt í verkefninu. Jafnframt samþykkir bæjarráð nú framlag að upphæð kr. 250.000.-, sem bókað verði á liðinn 21-81-995-1 í fjárhagsáætlun.

8. Bréf Sjóvá-Almennar. - Vátryggingar Ísafjarðarbæjar. 2005-05-0032.

Lagt fram bréf frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., dagsett 3. maí s.l., þar sem félagið óskar eftir að fá að gera tilboð í vátryggingar sveitarfélagsins fyrir næstu endurnýjun þeirra.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf Hönnu Ásvaldsdóttur og Þórs Gunnarssonar. - Aðalstræti 29, Þingeyri. 2004-03-0044.

Lagt fram bréf Hönnu Ástvaldsdóttur og Þórs Gunnarssonar dagsett 8. maí s.l., en þau eru eigendur að húseigninni Aðalstræti 29, Þingeyri. Í bréfinu óska ofanrituð eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til flutnings hússins á lóðinni og til endurbyggingar þess. Beiðni um styrk er með tilvísun til reglna um auglýsingu og sölu gamalla húsa í eigu Ísafjarðarbæjar, þótt það komi ekki fram í bréfinu.

Bæjarráð vísar til samþykktra reglna varðandi auglýsingu og sölu gamalla húsa og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

10. Bréf Brunabótafélags Íslands. - Ágóðahlutagreiðsla 2005. 2005-05-0025.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands dagsett þann 6. maí s.l. og varðar ágóðahlutagreiðslu ársins 2005. Í bréfinu kemur fram að hlutdeild Ísafjarðarbæjar í ágóðahlut er 4,820% eða fyrir árið í ár kr. 21.690.000.-

Bæjarráð vísar bréfinu til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2005.

11. Bréf Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Breyting á skipulagsskrá sjóðsins. 2005-05-0047.

Lagt fram bréf frá stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 12. maí s.l., þar sem óskað er staðfestingar á breytingum skipulagsskrár fyrir Minjasjóð Önundarfjarðar og um tilnefningu tveggja stjórnarmanna. Bréfinu fylgir skipulagsskrá dagsett 3. maí 2005 og skipulagsskrá dagsett í maí 1985, ásamt öðrum gögnum til upplýsinga.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ný skipulagsskrá fyrir Minjasjóð Önundarfjarðar verði samþykkt.
Bæjarráð vísar tilnefningu í stjórn Minjasjóðsins til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12. Fundargerð 87. skólanefndarfundar Menntaskólans á Ísafirði. 2002-01-0192.

Lögð fram 87. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 18.04.05.

Lagt fram til kynningar.

13. ,,Knörrin-hafið-síldin". - Samstarfsverkefni Normanna og Íslendinga. 2005-05-0027.

Lagt fram bréf Sigurbjargar Árnadóttur, framkvæmdastjóra verkefnisins ,,Knörrin-hafið-síldin", samstarfsverkefni Normanna og Íslendinga, í ferðaþjónustu byggðaþróun og nýsköpun, er byggir á sameiginlegri sögu og menningararfi þjóðanna. Þátttökubæir á Íslandi eru Ísafjörður, Siglufjörður, Seyðisfjörður, sem og slóðir Ingólfs Arnarsonar á Suðurlandi og í Reykjavík. Í Noregi eru þátttakendur allir í einu fylki, Sogn og Fjordane. Í bréfinu er farið fram á þátttöku Ísafjarðarbæjar í verkefninu, sem og fjárstuðning.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar og til kynningar í menningarmála- nefnd.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:33

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.