Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

431. fundur

Árið 2005, mánudaginn 9. maí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 3/5. 250. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Við afgreiðslu fundargerðar félagsmálanefndar er mættur formaður nefndarinnar   Kristjana Sigurðardóttir, ásamt Önnu Valgerði Einarsdóttur, starfsmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd 4/5. 45. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
1. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
2. liður. a. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
Kostnaður ofangreindra samþykkta færist á 21-81-995-1.
2. liður. c. Bæjarráð telur ekki þörf á að ráðningarstofa verði fengin til að fjalla um umsóknir um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 3/5. 112. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 3/5. 25. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 4/5. 207. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Undirbúningshópur fyrir vinabæjarmót í júní 2006. - Afrit af bréfi bæjarstjóra til hópsins.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Lárusar G. Valdimarssonar, formanns undirbúningshóps fyrir vinabæjarmót í júní 2006 hér í Ísafjarðarbæ. Bréfið er dagsett þann 25. apríl s.l.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf starfsmanna Funa. - Flutningur milli stéttarfélaga. 2005-05-0003.

Lagt fram bréf frá þremur starfsmönnum Funa á Ísafirði dagsett 4. apríl s.l., þar sem þeir tilkynna um flutning sinn úr Félagi opinberra starfsmanna Vestfjörðum í Vélstjórafélag Íslands. Bréfinu fylgir aftir af bréfi Vélstjórafélags Íslands til F.O.S. Vest, þar sem tilkynnt er að viðkomandi starfsmenn Funa séu fullgildir félagar í Vélstjórafélagi Íslands.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Launanefnd sveitarfélaga verði falið að semja við Vélstjórafélag Íslands f.h. Ísafjarðarbæjar.

4. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Kynning á norrænni ráðstefnu. 2005-05-0006.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 28. apríl s.l., er varðar kynningu á norrænni ráðstefnu á vegum norrænu sveitarfélagasambandanna, er haldin verður í Kaupmannahöfn 25.-26. ágúst n.k. Ráðstefnan fjallar um starfsmannastjórnun á Norðurlöndum og er undir heitinu ,,Norrænt ljós". Meðfylgjandi er eitt boðskort á ráðstefnuna, sem óskað er að verði komið til áhugasamra.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Úttekt á vefjum sveitarfélaga. 2005-05-0014.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 2. maí s.l., varðandi úttekt á vefjum sveitarfélaga. Í bréfinu kemur fram að sambandið hefur gert samning við fyrirtækið Sjá ehf., um úttekt á vefjum sveitarfélaga. Þess er farið á leit í bréfinu, að sveitarfélagið tilgreini tengilið vegna úttektarinnar, til að gefa upplýsingar um ýmis atriði. Tengiliður óskast tilnefndur fyrir 12. maí n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps um tölvumál Ísafjarðarbæjar.

6. Bréf bæjarstjóra. - Ferð bæjarstjóra til Brussel 17. - 21. apríl s.l.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 6. maí s.l., þar sem hann greinir frá ferð sinni til Brussel 17. - 21. apríl s.l., ferð er skipulögð var á vegum Samb. ísl. sveitarf. Bréfinu fylgir dagskrá ferðarinnar.

Bæjarráð þakkar bréf bæjarstjóra. Lagt fram til kynningar.

7. Bréf handverkshópsins ,,Á milli fjalla", Suðureyri. - Beiðni um styrk. 2005-05-0022.

Lagt fram bréf frá handverkshópnum ,,Á milli fjalla", Suðureyri, dagsett 5. maí s.l., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000.-, til greiðslu hluta kostnaðar vegna flutnings starfseminnar í gamal Kaupfélagshúsið á Suðureyri.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar atvinnumálanefndar.

8. Bréf sjávarútvegsráðuneytis. - Úthlutun byggðakvóta Ísafjarðarbæjar 2005. 2005-03-0042.

Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneyti dagsett 3. maí s.l., þar sem ráðuneytið tilkynnir að það hafi staðfest tillögur Ísafjarðarbæjar um skiptingu byggðakvóta Flateyrar og Suðureyrar milli einstakra fiskibáta. Verður Fiskistofu falið að úthluta aflaheimildum til bátanna í samræmi við það.

Lagt fram til kynningar.

9. Skipan fulltrúa Ísafjarðarbæjar í starfshóp um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Formaður bæjarráðs Guðni G. Jóhannesson tilkynnti, að í hans stað í starfshópi um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, komi Svanlaug Guðnadóttir, bæjarfulltrúi.

10. Hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir hreinsunarátaki í Ísafjarðarbæ, sem hófst s.l. föstudag þann 6. maí. Bréfi verður dreift til fyrirtækja og auglýst í fjölmiðlum. Í starfshópi vegna hreinsunarátaks eru, bæjartæknifræðingur, hafnarstjóri, forstöðumaður Funa, fulltrúi Gámaþjónust Vestfjarða og bæjarverkstjóri.

Bæjarstjóri vonast eftir góðri samvinnu við fyrirtæki og íbúa í hreinsunarátakinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.