Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

430. fundur

Árið 2005, mánudaginn 2. maí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 27/4. 52. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 26/4. 102. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 28/4. 67. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Erindi vísað frá bæjarstjórn. - Afgreiðsla umhverfisnefndar á erindi Orkubús Vestfjarða hf. 2005-03-0003.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 7. apríl s.l., var 3. lið í 205. fundargerð umhverfisnefndar, er varðar erindi Orkubús Vestfjarða hf., um afnot af vatnsveitustíflu í Tungudal, vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi við Orkubú Vestfjarða hf., um afnot af vatnsveitustíflu og vatnsnotkun og leggja fyrir bæjarráð.

3. Bréf byggingarfulltrúa. - Fasteignir undanþegnar fasteignaskatti. 2005-04-0015.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 26. apríl s.l., er varðar bréf Samb. ísl. sveitarf. og Fasteignamats ríkisins frá 5. apríl s.l., um skrá yfir fasteignir undanþegnar fasteignaskatti. Ofangreindu bréfi var vísað til byggingarfulltrúa af bæjarráði til umsagnar. Í bréfi byggingarfulltrúa kemur m.a. fram, að ekki er að sjá að fasteignir vanti á skrána.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að fylgja eftir þeim leiðréttingum sem þarf að gera hvað varðar eignarskiptingu þeirra eigna sem hann fjallar um í ofangreindu bréfi.

4. Tönsberg kommune. - Tvö bréf varðandi vinabæjarmót. 2005-01-0081.

Lögð fram tvö bréf frá Tönsberg kommune, vinabæ Ísafjarðarbæjar í Noregi. Annað bréfið er dagsett 1. apríl s.l., hitt dagsett 21. apríl s.l., bæði vegna vinabæjarmóts er haldið verður hér í Ísafjarðarbæ í júní 2006. Þakkað er fyrir boð Ísafjarðarbæjar og þátttaka staðfest.

Bæjarráð vísar ofangreindum bréfum til undirbúningsnefndar um vinabæjarmót á næsta ári.

5. Bréf 1. maí nefndar stéttarfélaganna. - Lækkun húsaleigu. 2005-04-0093.

Lagt fram bréf 1. maí nefndar stéttarfélaganna á Ísafirði dagsett 26. apríl s.l., þar sem óskað er eftir afnotum af Íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir 1. maí hátíðahöld stéttarfélaganna þeim að kostnaðarlausu, eins og dæmi eru um í slíkum tilfellum.

Bæjarráð samþykkir að veittur verði sambærilegur afsláttur af húsaleigu eins og veittur var til bréfritara á s.l. ári.

6. Bréf Zontaklúbbsins Fjörgyn, Ísafirði. - Þakkarbréf. 2005-04-0069.

Lagt fram ódagsett bréf frá Zontaklúbbnum Fjörgyn á Ísafirði, þar sem færðar eru fram þakkir til Ísafjarðarbæjar, vegna stuðnings við landsfund Zontaklúbbanna á Íslandi er haldinn var á Ísafirði 8. til 10. apríl s.l.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf Skipulagsstofnunar. - Framkvæmdaleyfi vegna Þingeyrarflugvallar. 2005-01-0063.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 27. apríl s.l., er varðar framkvæmda-leyfi vegna endurbóta á Þingeyrarflugvelli. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn veiti leyfi fyrir framangreindum endurbótum á Þingeyrarflugvelli.

Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.
Með vísan til boðaðra takmarkana á einkaflugi vegna framkvæmda við Ísafjarðarflugvöll og Þingeyrarflugvöll nú í sumar, felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við flugmálayfirvöld.

8. Bréf Péturs T. Hjálmarssonar. - Lóðamál Neðri Tungu, Skutulsfirði. 2003-01-0079.

Lagt fram bréf frá Pétri T. Hjálmarssyni, Brautarholti, Ísafirði, dagsett 29. apríl s.l., er varðar lóðamál húseignanna að Neðri Tungu í Skutulsfirði. Í bréfinu er þess óskað að afmörkun lóðar vegna húseigna að Neðri Tungu verði samkmæmt tillögu að mæliblaði B frá því í júlí 2003, unnu af Teiknistofunni Kol og Salt ehf., Ísafirði.

Ragnheiður Hákonardóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta útbúa teikningu að einni lóð fyrir íbúðarhús og útihús, þar sem lóðin verður dregin saman frá því sem er í tillögu B og leggja fyrir bæjarráð, ásamt drögum að lóðaleigusamningi og kaupsamningi. Í lóðaleigusamningi verði skilgreindur uppsagnarfrestur vegna sérstöðu svæðisins.

 

9. Erindi til bæjarráðs. - Hugsanleg sala á Fjarðargötu 5, Þingeyri. 2005-03-0104. - 2005-03-0070.

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 29. apríl s.l., þar sem fram kemur að bæjarstjóri hafi rætt við tilboðsgjafa í Fjarðargötu 5 á Þingeyri, annarsvegar Ellen T´Joen, Bakkavegi 23, Hnífsdal og hinsvegar Jóhönnu Gunnarsdóttur, Þingeyri. Í framhaldi af þeim viðræðum leggur bæjarstjóri til að gengið verði til samninga við Jóhönnu Gunnarsdóttur, um kaup hennar á Fjarðargötu 5, Þingeyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Jóhönnu Gunnarsdóttur um kaup á Fjarðargötu 5 á Þingeyri og leggja drög að samkomulagi fyrir bæjarráð.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.