Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

429. fundur

Árið 2005, mánudaginn 25. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2004, kynnt á fundi bæjarráðs.

Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2004. Ekki hefur verið gengið frá ársreikningi Fasteigna Ísafjarðarbæjar hf., fyrir árið 2004 og vantar því tölur úr þeim ársreikningi inn í ársreikning bæjarstjóðs.
Til fundar bæjarráðs er mættur Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, er veitti frekari upplýsingar um ársreikninginn.

Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 28. apríl n.k.

2. Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar. - Formaður atvinnumálanefndar kynnir frumdrög fyrir bæjarráði. 2003-12-0016.

Lögð fram frumdrög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar, sem unnin hefur verið á vegum atvinnumálanefndar. Formaður atvinnumálanefndar Elías Guðmundsson er mættur til fundar við bæjarráð og gerði grein fyrir frumdrögum að atvinnumálastefnu.

Atvinnumálastefnan lögð fram til kynningar í bæjarráði að sinni.

3. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 12/4. 54. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 19/4. 51. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 20/4. 249. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 12/4. 217. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 19/4. 218. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd 12/4. 42. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
2. liður. Tillögu íþrótta- og tómstundanefndar vísað til bæjarstjórnar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd 14/4. 43. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
5. liður. Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt af bæjarráði.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd 18/4. 44. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. liður. Tillögu íþrótta- og tómstundanefndar vísað til bæjarstjórnar.
2. liður. Tillögu íþrótta- og tómstundanefndar vísað til bæjarstjórnar.
3. liður. Tillögu íþrótta- og tómstundanefndar vísað til bæjarstjórnar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 13/4. 111. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 13/4. 24. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 12/4. 5. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 13/4. 206. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Sparisjóður Vestfirðinga. - Aðalfundarboð 4. maí 2005. 2005-04-0049.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Vestfirðinga um boðun aðalfundar sjóðsins þann 4. maí n.k. og verður fundurinn haldinn í Grunnskólanum í Súðavík og hefst kl. 17:00 Fundarboði fylgir dagskrá.

Bæjarráð samþykkir að Ragnheiður Hákonardóttir og Magnús Reynir Guðmundsson mæti á aðalfund Sparisjóðs Vestfirðinga fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

5. Samráðsfundur um málefni Skrúðs. - Minnispunktar Þóris Arnar Guðmundssonar. - Ársreikningur 2005. 2005-04-0045.

Lagðir fram minnispunktar Þóris Arnar Guðmundssonar frá fundi stjórnar framkvæmdasjóðs Skrúðs, sem haldinn var þann 7. apríl s.l. Aðalefni fundarins var um ársreikning síðasta árs, umsjón Skrúðs 2004, framkvæmdir ársins og bókina um Skrúð. Fram kemur í minnispunktum, að heildarkostnaður við rekstur Skrúðs á árinu 2004 var kr. 764.588.-, er skiptist þannig að Ísafjarðarbær greiðir kr. 464.588.- en Framkvæmdasjóður Skrúðs greiðir kr. 300.000.- Jafnframt er fram lagður ársreikningur Framkvæmdasjóðs Skrúðs fyrir árið 2004.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Úlfars Önundarsonar og Úlfars ehf. - Ósk um viðræður vegna áhaldahúss á Flateyri og verkefna fyrir Ísafjarðarbæ. 2005-04-0082.

Lagt fram bréf frá Úlfari Önundarsyni og Úlfari ehf., dagsett þann 10. apríl s.l., þar sem bréfritari óskar eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, til að ræða hugmyndir er varða leigu á húsnæði undir slökkvistöð, kaup á gamla áhaldahúsinu og niðurrif á þeim húsum. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um að Úlfar ehf., geri þjónustusamning við Ísafjarðarbæ, sem fæli í sér snjómokstur, eftirlit með vatnsveitu og holræsakerfi svo og öðrum eigum Ísafjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir að þjónustusamningurinn sé vegna ofangreindrar þjónustu á Flateyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

7. Tilboð frá Eski ehf. - Innra eftirlit á leiksvæðum. 2005-04-0039.

Lagt fram bréf frá Eski ehf., Reykjavík, dagsett 9. apríl s.l., er varðar tilboð um uppsetningu á innra eftirliti á leiksvæðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða erindið frekar.

8. Félag tónlistarkennara. - Ályktun um málefni tónlistarskóla. 2005-04-0040.

Lagt fram bréf frá Félagi tónlistarskólakennara dagsett 10. apríl s.l., varðandi ályktun um málefni tónlistarskóla og greinargerð frá stjórn félags tónlistarskólakennara.

Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslunefndar.

9. Varasjóður húsnæðismála. - Ársreikningur fyrir árið 2004.

Lagður fram ársreikningur Varasjóðs húsnæðismála fyrir árið 2004.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf nefndar um sameiningu sveitarfélaga. 2004-01-0103.

Lagt fram bréf nefndar um sameiningu sveitarfélaga dagsett þann 5. apríl s.l. Með bréfinu fylgja tillögur sameiningarnefndar, sem félagsmálaráðherra skipaði þann 12. desember 2003, til að undirbúa og leggja fram tillögur um breytta sveitarfélagaskipan, með það að meginmarkmiði, að hvert sveitarfélag myndi heilstætt atvinnu- og þjónustusvæði. Samkvæmt tillögum nefndarinnar munu íbúar 66 sveitarfélaga ganga að kjörborðinu á þessu ári.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf Guðjóns Þorsteinssonar KFÍ. - Styrkbeiðni. 2005-04-0083.

Lagt fram bréf frá Guðjóni Þorsteinssyni f.h. KFÍ dagsett 11. apríl s.l., þar sem óskað er eftir styrk vegna kynnisferðar um Ísafjarðarbæ, í tilefni af því að ársþing Körfuknattleikssambands Íslands verður haldið hér á Ísafirði dagana 29. og 30. apríl n.k. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 150.000.-

Bæjarráð vísar erindi KFÍ til íþrótta- og tómstundanefndar.

12. ,,Vertu til". - Forvarnarverkefni á vegum sveitarfélaga og ríkis. 2004-04-0063

Lagt fram tölvubréf frá Sigríði Huldu Jónsdóttur, verkefnisstjóra verkefnisins Vertu til, dagsett 12. apríl s.l. Þar kemur fram að landsfundur Vertu til verður haldinn miðvikudaginn 4. maí n.k. í Salnum í Kópavogi. Fundurinn er ætlaður þeim sem vinna að forvarnarmálum og/eða vinna með ungu fólki í sínu sveitarfélagi, sem og einnig þeim er áhuga hafa á málaflokknum. Fundurinn er boðaður með dagskrá.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

13. Bréf bæjarstjóra. - Mötuneyti í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar. 2005-01-0029.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 23. apríl s.l., er varðar útboð á matseld og úttekt á mötuneytum í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu er farið yfir feril málsins, skýrslur og umsagnir, sem og afgreiðslur nefnda. Í bréfinu gerir bæjarstjóri það að tillögu sinni að fram fari útboð á matsölu við Grunnskólann á Ísafirði miðað við það að máltíðir verði keyptar að frá og með haustinu 2005. Forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu og skólastjóra GÍ verði falið að undirbúa og framkvæma útboðið með aðstoð tæknideildar. Tillögum bæjarstjóra fylgir rökstuðningur.

Meirihluti bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillögur bæjarstjóra verði samþykktar.

Lárus G. Valdimarsson gerði grein fyrir hjásetu sinni með svohljóðandi bókun. ,,Fyrir liggur skýrsla unnin af VST þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri, miðað við forsendur skýrslu, hagkvæmt að fara í útboð mötuneytis. Að auki liggur ekki fyrir áætlun um kostnað við gerð framreiðslueldhúss, sem ráð er fyrir gert skv. greinargerð bæjarstjóra. Vandséð er því að fyrir liggi næg gögn þ.a. tímabært sé að taka ákvörðun um útboð." Undirritað af Lárusi G. Valdimarssyni.

14. Minnisblað bæjarritara. - Byggðakvóti 2005. 2005-03-0042.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 20. apríl s.l., er varðar vinnu við innkomnar umsóknir um byggðakvóta er úthlutaður var til Ísafjarðarbæjar með tilvísun til reglugerðar nr. 960/2004.

Lagt fram til kynningar.

Ragnheiður Hákonardóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

15. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í gatnaframkvæmdir í Hnífsdal. 2005-03-0073.

Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 22. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í gatnaframkvæmdir í Hnífsdal á þessu ári. Neðangreind tilboð bárust.

Ásel ehf., kr. 17.632.600.- 91,2%
Ásel ehf., frávikstilboð, kr. 16.961.600.- 87,7%
Úlfar ehf., kr. 15.633.325.- 80,8%
Tígur ehf., kr. 17.721.115.- 91,6%
KNH ehf., kr. 19.858.254.- 102,7%
KNH ehf., frávikstilboð, kr. 17.739.668.- 91,7%
Kostnaðaráætlun er kr. 19.339.027.- 100 %

Bæjartæknifræðingur leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Úlfar ehf., á grundvelli tilboðs hans. Gera má ráð fyrir að heildarkostnaður við gatnagerðina verði þá kr. 18,5 milljónir, þar sem malbik er ekki innifalið í tilboðum verktaka né kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings.

16. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. - Aðalfundur 6. maí 2005. 2005-04-0084.

Lagt fram fundarboð frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða um aðalfund félagsins, sem haldinn verður föstudaginn 6. maí n.k. á Hólmavík. Fundarstaður verður auglýstur síðar. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum félagsins.
Í tilefni af aðalfundinum ætlar Atvinnuþróunarfélagið að boða til fundar á Hólmavík á föstudag og laugardag 6. og 7. maí, um ferðamál á Vestfjörðum, í samráði við Ferðamálasamtök Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

17. Kauptilboð Ólafs Þórs Zoega. - Hafnarstræti 17, Ísafirði. 2005-04-0078.

Lagt fram kauptilboð frá Ólafi Þór Zoega, kt. 070963-5589, í Hafnarstræti 17 á Ísafirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 2005.- og verður húsið flutt frá Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir kauptilboð Ólafs Þórs Zoega og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

18. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Úthlutun stofnframlaga 2005. 2005-04-0077.

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 15. apríl s.l., er varðar úthlutanir sjóðsins á stofnframlögum til framkvæmda við grunnskóla á árinu 2005 í sveitarfélögum sem hafa fleiri en 2000 íbúa. Umsókn Ísafjarðarbæjar um stofnframlag til framkvæmda við grunnskóla á árinu 2005 hefur verið tekin til umfjöllunar og afgreiðslu af ráðgjafanefnd sjóðsins. Félagsmálaráðherra hefur að tillögu nefndarinnar úthlutað stofnframlagi til Ísafjarðarbæjar á árinu 2005 að fjárhæð kr. 9.400.000.- vegna nýframkvæmda við Grunnskólann á Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindi Jöfnunarsjóðs til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

19. Bréf Súðavíkurhrepps. - Sameiginleg barnaverndarnefnd. 2005-04-0064.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 18. apríl s.l., er varðar skipan fulltrúa í sameiginlega barnaverndarnefnd sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum. Valgeiri Scott hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum í nefndinni, en hana skipa nú fyrir hönd Súðavíkurhrepps þau Helga Sigurjónsdóttir, aðalmaður og Barði Ingibjartsson, varamaður.

Lagt fram til kynningar.

20. Bréf Súðavíkurhrepps. - Byggðasafn Vestfjarða. 2005-04-0008.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 18. apríl s.l., þar sem tilkynnt er samþykkt hreppsnefndar um skipan Dagbjartar Hjaltadóttur, sem fulltrúa Súðavíkurhrepps í stjórn Byggðasafns Vestfjarða og til vara skipan Sigurdísar Samúelsdóttur.

Lagt fram til kynningar.

21. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. - Styrkir til sérstakra verkefna. 2005-04-0068.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 13. apríl s.l., er varðar styrki úr Atvinnuleysistryggingarsjóði til sérstakra verkefna á vegum sveitarfélaga, til að mæta aukinni ásókn í störf og til að gefa atvinnulausum tækifæri til starfa o.fl. Bréfinu fylgja frekari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum.

Bæjarráð vísar bréfinu til sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

22. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Samgönguáætlun 2005-2008. 2005-04-0062.

Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 18. apríl s.l., þar sem sendar eru til umsagnar tillögur til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008, 721. mál. Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 26. apríl 2005 til Nefndarsviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Hægt er að senda umsagnir í tölvupósti.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:17

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.