Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

427. fundur

Árið 2005, mánudaginn 4. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 1/4. 50. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 22/3. 247. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 29/3. 216. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 21/3. 41. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 30/3. 110. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
1. liður. Tillaga menningarmálanefndar samþykkt.
2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir styrk til listaverkakaupa í tilefni þess, að 100 ára eru liðin frá því að kennsla í iðngreinum hófst á Ísafirði.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 30/3. 205. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. - Ferð á vegum Samb. ísl. sveitarf. til Brussel. 2005-03-0020.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 31. mars s.l., er varðar kynnisferð til Brussel á vegum Samb. ísl. sveitarf. Ferðin stendur yfir dagana 17. - 20. apríl n.k. Bæjarstjóri hefur áhuga á að taka þátt í þessari ferð verði það heimilað af hálfu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri taki þátt í ofangreindri ferð til Brussel.

3. Bréf bæjarstjóra. - Íbúaþing, tillaga um samstarfsaðila.

Lag fram bréf bæjarstjóra dagsett 31. mars s.l., er varðar íbúaþing, tillögu um samstarfsaðila, dagsetningu undirbúningsfundar og íbúaþingsins. Bæjarstjóri gerir það að tillögu sinni, að samið verði við ráðgjafafyrirtækið Alta, sem haldið hefur lagnflest íbúaþing, sem haldin hafa verið á landinu. Kostnaður er áætlaður um kr. 3.000.000.- Bæjarstjóri gerir og þá tillögu, að undirbúningsfundur með bæjarfulltrúum, fulltrúum í nefndum og starfsmönnum verði haldinn fimmtudaginn 14. apríl n.k. og íbúaþingið verði laugardaginn 14. maí n.k.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að farið verði að tillögum bæjarstjóra.

4. Fundargerð fundar bæjarstjórna Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps.

Lögð fram fundargerð frá fundi bæjarstjórna Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, sem haldinn var í Ráðhúsinu í Bolungarvík miðvikudaginn 30. mars s.l. Aðal málefni fundarins voru samgöngur milli byggðarlaga á norðanverðum Vestfjörðum, samgöngur frá norðanverðum Vestfjörðum inn á þjóðveg eitt, Byggðasafn Vestfjarða og Náttúrustofu Vestfjarða.

Bæjarráð bendir á, að tilnefna þarf sem fyrst fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Byggðasafns Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

5. Hvetjandi hf. eignarhaldsfélag. - Boðun aðalfundar.

Lagt fram bréf frá Hvetjanda hf. eignarhaldsfélagi, dagsett 31. mars s.l., þar sem tilkynnt er, að á stjórnarfundi félagsins þann 30. mars s.l., var ákveiðið að boða til aðalfundar í Hvetjanda hf. þann 20. apríl n.k. kl. 13:00 á Hótel Ísafirði. Fundurinn er boðaður með dagskrá.

Bæjarráð samþykkir að allir bæjarfulltrúar hafi seturétt á aðalfundi Hvetjanda hf., en Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar.

6. Staðarval sjómannastyttunnar á Ísafirði.

Lagt fram bréf dagsett þann 21. mars s.l., undirritað af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, Ingu Ólafsdóttur, formanni menningarmálanefndar og Halldóri Hermannssyni, fulltrúa sjómanna, um staðsetningu á sjómannastyttunni á Ísafirði, en ofangreindir aðilar voru skipaðir í starfshóp um staðarval.
Ofangreindir voru sammála um að leggja til að styttan verði áfram á sama svæði. Stallurinn undir styttunni verði lækkaður, þannig að hann verði um einn meter á hæð og umhverfi styttunnar verði breytt, það er akkerin meðfram stallinum verði fjarlægð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillagan verði samþykkt.

7. Fundargerð fundar um ástand á ljósleiðarasambandi á Vestfjörðum.

Lögð fram fundargerð fundar vegna ástands á ljósleiðarasambandi á Vestfjörðum og ófullnægjandi varasambandi, fundar er haldinn var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði föstudaginn þann 11. mars 2005.
Megin niðurstaða fundarins var sú, að fá svör við því hvenær og hvernig verður tekið á öryggi gagnaflutnings um ljósleiðara á Vestfjörðum. Einnig hvort fyrirhuguð sala grunnnetsins muni hafa þau áhrif að öryggi gagnaflutnings verði enn minna en er í dag. Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar var falið að koma niðurstöðum fundarins á framfæri við samgönguráðherra, forstjóra Símans, fjármálaráðherra og þingmenn.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Jóhönnu Gunnarsdóttur. - Fjarðargata 5, Þingeyri. 2005-03-0104.

Lagt fram bréf frá Jóhönnu Gunnarsdóttur, Þingeyri, dagsett 22. mars s.l., fyrirspurn um kauptilboð í Fjarðargötu 5 á Þingeyri, ,,Sigmundarbúð" ef um semdist. Í bréfinu koma fram hugmyndir um færslu hússins, lóðamál, endurgerð og fyrirspurn um verð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um ofangreindar hugmyndir.

9. Bréf verkefnisstjóra tæknideildar. - Tilboð í lóðaframkvæmdir við Safnahúsið Eyrartúni, Ísafirði. 2005-03-0055.

Lagt fram bréf Ragnars Ragnarssonar, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett 22. mars s.l., þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í lóðaframkvæmdir við Safnahúsið Eyrartúni, Ísafirði. Þrjú tilboð bárust frá neðangreindum aðilum.
Ásel ehf., Ísafirði. kr. 8.804.695.-
Gröfuþjónustu Bjarna, Suðureyri. kr. 8.038.810.-
Úlfari ehf., Ísafirði. kr. 8.224.500.-
Kostnaðaráætlun er kr. 7.987.896.-
Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Gröfuþjónustu Bjarna ehf., Suðureyri, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

Bæjarráð samþykkir tillögu verkefnisstjóra tæknideildar.

10. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í slátt opinna svæða. 2005-03-0054.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 1. apríl s.l., varðandi slátt opinna svæða í Ísafjarðarbæ. Níu tilboð bárust sem skráð eru á meðfylgjandi sundurliðunarblaði.
Bæjartæknifræðingur leggur til að gengið verði til samninga við neðangreinda aðila um slátt í viðkomandi byggðarlögum
Gröfuþjónusta Bjarna ehf., Suðureyri.
Ísafjörður kr. 1.803.400.-
Flateyri kr. 247.200.-
Félagar ehf., Súðavík.
Suðureyri kr. 218.800.-
Þingeyri kr. 784.400.-
Ofangreind verð miðast við slátt fyrir eina umferð á hverjum stað.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings.

11. Bréf verkefnisstjóra á tæknideild. - Tilboð í brunavarnir á Hlíf I og II. 2005-03-0088.

Lagt fram bréf frá Ragnari Ragnarssyni, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett 21. mars s.l., um opnun tilboða í brunavarnir á Hlíf I og II, Ísafirði. Eftirtalin tilboð bárust.
Ágúst og Flosi ehf., Ísafirði. kr. 1.534.500.-
Spýtan ehf., Ísafirði. kr. 1.701.300.-
Vestfirskir Verktakar ehf., Ísafirði. kr. 1.542.000.-
Kostnaðaráætlun er kr. 1.696.245.-
Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Ágúst og Flosa ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

Bæjarráð samþykkir tillögu verkefnisstjóra tæknideildar.

12. Bréf Helga og Óla Jóhannessona. - Niðurfelling hundaleyfisgjalda 2005. 2004-05-0019.

Lagt fram bréf frá Helga Jóhannessyni og Óla Jóhannessyni dagsett 30. mars .sl., þar sem þeir óska niðurfellingar á hundaleyfisgjöldum þessa árs vegna hunda sinna, sem notaðir eru eingöngu við minkaveiðar. Bréfinu fylgir samningur við Súðavíkurhrepp, um veiðar á mink frá árinu 2004 til og með ársins 2007.

Bæjarráð samþykkir ofangreinda beiðni.

13. Bréf Súðavíkurhrepps. - Boð um þátttöku í rekstri einkahlutafélags.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 29. mars s.l., er varðar boð um þátttöku í rekstri einkahlutafélags, sem mun sérhæfa sig í þjónustu við sjóstangaveiðimenn. Áætlað er að stofnfundur félagsins ,,Fjord Fishing ehf.", verði haldinn á Ísafirði þann 15. apríl n.k., en tímasetning og staðsetning verður kynnt innan tíðar. Í bréfinu og fylgigögnum má lesa margvíslegar upplýsingar um málefnið, sem og drög að samþykktum fyrir félagið.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar til skoðunar.

14. Rannsókn á aðflutningi Pólverja til Íslands. - Umsókn til Ísafjarðarbæjar. 2005-03-0101.

Lagt fram bréf frá Kára Gylfasyni, Bergstaðarstræti 28a, Reykjavík, ódagsett, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 300.000.- til rannsókna á aðflutningi Pólverja til Íslands.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

15. Bréf iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. - Byggðaáætlun Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti dagsett 29. mars s.l., er fjallar um vinnu á vegum Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða, þar sem fjallað hefur verið um hvernig mætti styrkja Vestfirði, sem vaxandi byggð og Ísafjörð sem byggðakjarna svæðisins. Niðurstöður voru kynntar í skýrslu Verkefnisstjórnar á Ísafirði fyrir skömmu. Að höfðu samráði við ýmsa aðila er nú stefnt að því að koma á Vaxtasamningi fyrir Vestfirði, sem nái til tímabilsins 2005-2008 og að hann komi til framkvæmda um mitt ár 2005. Af þessum ástæðum er óskað eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í væntanlegum Vaxtasamningi Vestfjarða, sem og frekari undirbúningi að gerð samningsins, með svipuðu sniði og gerðist á Eyjafjarðarsvæðinu.

Bæjarráð vísar erindi bréfsins til afgreiðslu í bæjarstjórn.

16. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Reglur um eftirlitsnefnd með fjármálumsveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 29. mars s.l., varðandi reglugerð um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001, með síðari breytingum.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til fjármálastjóra til kynningar.

17. Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur 1. apríl 2005.

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir starfsárið 2004 var haldinn föstudaginn 1. apríl s.l. í Bolungarvík.
Fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum var Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.