Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

425. fundur

Árið 2005, mánudaginn 14. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Til fundar við bæjarráð eru undir þessum dagskrárlið mættu þeir Skúli S. Ólafsson, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Ingi Þór Ágústsson hér sem fulltrúi HSV í stefnumótunarhópi.

Atvinnumálanefnd 10/3. 56. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
6. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnumálanefndar um styrk að upphæð kr. 100.000.- er færist á liðinn 21-81-995-1.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 10/3. 7. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 8/3. 246. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.

4. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá umsögn félagsmálanefndar og leggja fyrir fund bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 8/3. 215. fundur.
Skúli S. Ólafsson, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, svaraði fyrirspurnum er varða fundargerð fræðslunefndar.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 10/3. 101. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 10/3. 40. fundur.
Þeir Skúli S. Ólafsson, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Ingi Þór Ágústsson kynntu stefnumótunarvinnu starfshóps um íþrótta- og tómstundamál.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga íþrótta- og æskulýðsnefndar verði samþykkt.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Stjórn Listasafns Ísafjarðar 4/3.
Fundargerðin er í fimm liðum.
3. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Jóns Sveinssonar á grundvelli niðurstöðu stjórnar Listasafns Ísafjarðar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra. 2005-01-0089.

Lagt fram bréf Skúla S. Ólafssonar, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 4. mars s.l., er varðar gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra. Í bréfinu er lagt til að hámarksgreiðsla í hverjum mánuði verði kr. 3.500.- og að heildargjöld á ári nemi ekki hærri upphæð en kr. 35.000.-

Bæjarráð samþykkir tillögu forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

3. Bréf heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytis. - Starfshópur er meti þörf fyrir þjónustu við aldraða á norðanverðum Vestfjörðum. 2005-03-0066.

Lag fram bréf heilbrigðis- og tryggyngarmálaráðuneytis dagsett 9. mars s.l., þar sem tilkynnt er að skipaður verði starfshópur til að meta þörf fyrir þjónustu við aldraða á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkur- hreppi. Í starfshópnum verða fjórir fulltrúar ráðuneytisins og einn fulltrúi frá hverju ofangreindra sveitarfélaga.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, verð fulltrúi Ísafjarðarbæjar í starfshópnum.

4. Minnisblað bæjarritara. - Flutningur leikskólastjóra í starfi. 2005-01-0005.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 10. mars s.l., þar sem fjallað er um beiðni Elínar Þóru Magnúsdóttur, leikskólastjóra Bakkaskjóls í Hnífsdal, um flutning úr starfi leikskólastjóra í starf deildarstjóra. Erindið var tekið fyrir á fundi fræðslunefndar þann 11. janúar s.l. Við afgreiðslu bæjarráðs þann 17. janúar s.l., var vísað til 65. gr. bæjarmálasamþykktar og bæjarstjóra falið að ræða við formann fræðslunefndar.

Þar sem bæjarráð/bæjarstjórn hefur ekki tekið afstöðu til erindis Elínar Þóru, er þess óskað að það verði gert nú.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Elín Þóra Magnúsdóttir verði leyst undan starfi leikskólastjóra.

5. Bréf Gunnars Atla Gunnarssonar. - Umsókn um vínveitingaleyfi. 2005-03-0064.

Lagt fram bréf frá Gunnari Atla Gunnarssyni, Silfurtorgi 1, Ísafirði, dagsett 10. mars s.l., þar sem hann óskar eftir vínveitingaleyfi vegna dansleiks í Félagsheimilinu í Hnífsdal dagana 23. - 24. mars n.k. Ábyrgðarmaður verður Einar Örn Jónsson, Löngumýri 29, Garðabæ. Bréfinu fylgir veitingaleyfi útgefið af sýslumanninum á Ísafirði þann 9. mars s.l. og gildir það miðvikudagskvöldið 23. mars n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna lögformleg skilyrði sveitarfélaga til útgáfu slíkra vínveitingaleyfa.

6. Bréf félagsmálaráðuneytis, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.- Úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2005. 2004-09-0040.

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 8. mars s.l., er varðar úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2005. Í bréfinu kemur fram að úthlutað framlag til Ísafjarðarbæjar á fjárhagsárinu 2005 er kr. 8.050.833.-

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fjármálastjóra.

7. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2005-03-0005.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 7. mars 2005, ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. mars 2005.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Dýptarmælingar á Vestfjörðum. 2005-03-0074.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 8. mars s.l., varðandi dýptarmælingar á Vestfjörðum, vegna hafnaraðstöðu fyrir umskipunarhöfn og vísað er til skýrslu starfshóps utanríkisráðuneytis ,,Fyrir stafni haf. - Tækifæri tengd siglinum á norðurslóð", sem kom út um miðjan febrúar s.l.

Bæjarráð tekur vel í erindi Atvinnuþróunarfélagsins og vísar AV til Hafrannsóknastofnunar og Siglingastofnunar til gagnaöflunar. Erindinu vísað til hafnarstjórnar til kynningar.

9. Bréf umhverfisskipulagsbrautar Landbúnaðarháskóla Íslands.2005-03-0058.

Lagt fram bréf umhverfisskipulagsbrautar Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri dagsett 1. febrúar sl., þar sem leitað er eftir styrk til námsferðar nemenda á 2. ári umhverfisskipulagsbrautar.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

10. Bréf InPro. - Einkarekstur slökkviliða á Íslandi. 2004-12-0067.

Lagt fram bréf frá InPro dagsett 24. febrúar s.l., er varðar einkarekstur slökkviliða á Íslandi og ósk um að hefja úttekt á rekstri slökkviliðs Ísafjarðar m.t.t. að fara í slíkan rekstur.

Bæjarráð samþykkir beiðni bréfritara um heimild til úttektar án skuldbindinga.

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga. 2005-03-0041.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 4. mars s.l., er varðar ráðstefnu um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum í Reykjavík þann 1. apríl n.k. Bréfinu fylgir dagskrá ráðstefnunnar.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf Vinnueftirlitsins. - Aðgerðir gegn einelti á vinnustað. 2005-03-0067.

Lagt fram bréf frá Vinnueftirliti dagsett 1. mars s.l., er varðar aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum og vakin athygli á reglugerð nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum, er tók gildi þann 2. desember 2004.

Lagt fram til kynningar.

13. Framtíð ferjusiglinga yfir Breiðafjörð.

Lagt fram fundarboð um framtíð ferjusiglinga yfir Breiðafjörð, fundar er haldinn verður í Félagsheimilinu á Patreksfirði 16. mars n.k. og hefst kl. 14:00

Lagt fram til kynningar.

14. Drög að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans tímabilið 2006 - 2008.

Lögð fram drög að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir tímabilið 2006 - 2008, um viðhalds- og fjárfestingaverkefni ásamt fjármagnsstreymi.

Bæjarráð vísar drögum að 3ja ára áætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Svanlaug Guðnadóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.