Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

423. fundur

Árið 2005, mánudaginn 28. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 22/2. 245. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 22/2. 214. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 19/2. 38. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 23/2. 203. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Skjólskógar á Vestfjörðum og fleiri. – Ráðstefnan ,,Nýja bújörðin". 2005-03-0002.

Lögð fram dagskrá ráðstefnunnar ,,Nýja bújörðin", sem haldin er á vegum Skjólskóga á Vestfjörðum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins, að núpi í Dýrafirði dagana 16. og 17. mars 2005. Skráning á ráðstefnuna fer fram hjá Skjólskógum á Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar dagskránni til umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar.

3. Bréf Verkfræðistofu Sig. Thoroddsen hf. - Úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar. 2005-01-0029

Lagt fram bréf Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., dagsett 23. febrúar s.l., er varðar athugasemdir VST við umsögn Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, um úttekt VST á mötuneytum leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram greinargerð með tillögu byggða á þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu. Jafnframt óskar bæjarráð eftir skýringum fjármálastjóra á þeim athugasemdum er fram koma í ofangreindu bréfi VST.

4. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boðun 19. landsþings sambandsins. 2005-02-0082.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. febrúar s.l., þar sem boðað er til 19. landsþings Samb. ísl. sveitarf. er haldið verður föstudaginn 18. mars n.k. á Hótel Nordica í Reykjavík. Bréfinu fylgja lög sambandsins, ásamt skrá yfir kjörna landsþingsfulltrúa 2004.

Kjörnir fulltrúar Ísafjarðarbæjar eru, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs og Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi.

5. Bréf Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. - Beiðni um styrk til listaverkakaupa. 2005-02-0099.

Lagt fram bréf Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara MÍ, dagsett 22. febrúar s.l., þar sem hún greinir frá að á þessu ári verða liðin 100 ár frá því hafin var kennsla í iðngreinum á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram að sú hugmynd hefur komið upp, að minnast þeirra tímamóta með því að koma upp útilistaverki á lóð Menntaskólans á Ísafirði. Þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, að hann styrki verkefnið með framlagi að upphæð kr. 1.000.000.- Bréfinu fylgir afrit af umsókn um styrk til Listskreytingasjóðs ríkisins.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.

6. Bréf Akureyrarbæjar. - Alþjóðleg umhverfissamkeppni. 2005-02-0094.

Lagt fram bréf frá Akureyrarbæ dagsett 17. febrúar s.l., er varðar alþjóðlega umhverfissamkeppni. Í bréfinu kemur fram að Akureyrarbær hefur verið beðinn um að kynna fyrir íslenskum sveitarfélögum umhverfissamkeppnina ,,The International Awards for Liveable Communities" árið 2005.

Bæjarráð vísar bréfinu til atvinnumálanefndar.

7. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Ályktun stjórnar FV og fundargerðir sambandsins. 2005-02-0087.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 17. febrúar s.l., ásamt ályktun stjórnar FV, um könnun Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum í samráði við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Bréfinu fylgja jafnframt fundargerðir stjórnar sambandsins frá 11. september og 30. nóvember 2004 og 15. febrúar 2005.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf verkefnisstjórnar Nordjobb á Íslandi. - Störf sumarið 2005. 2005-02-0114.

Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi dagsett 22. febrúar s.l., þar sem fram kemur beiðni þess efnis, að Ísafjarðarbær ráði til starfa á komandi sumri 2 ,,Nordjobbara".

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:34

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Svanlaug Guðnadóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.