Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

422. fundur

Árið 2005, mánudaginn 21. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 16/2. 47. fundur
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 12/2. 244. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 26/1. 211. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 27/1. 212. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 15/2. 213. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 11/2. 100. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 16/2. 109. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
1. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að þakka gott boð, en telur sér ekki fært að þiggja boðið.
4. liður. Bæjarráð samþykkir styrkveitingu sem bókuð verði á liðinn 21-81-995-1.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 16/2. 23. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. – Niðurgreiðslur á húsaleigu til kennara febrúar 2005. 2003-10-0010.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. febrúar s.l., ásamt yfirliti yfir niðurgreiðslur á húsaleigu til kennara tímabilið febrúar 2005, er nema kr. 319.068.- Tillaga bæjarstjóra sem byggir á stefnuræðu með fjárhagsáætlun er sú, að ekki verði lengur ráðið á þessum kjörum, en þeir sem njóta þeirra í dag geri það skv. reglum um niðurgreiðslu húsaleigu. Það þýðir að þeir sem ráðnir voru haustið 2004 njóta niðurgreiðslu til vors 2007.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjarstjóra verði samþykkt.

3. Bréf Vegagerðarinnar. – Hámarkshraði á Djúpvegi. 2004-09-0072.

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 8. febrúar s.l., er varðar óskir Ísafjarðarbæjar um lækkun hámarkshraða á Djúpvegi frá Ísafjarðarflugvelli að Hafrafellshálsi. Vegagerðin telur að ekki hafi komið fram viðbótarrök er réttlæti breytingu á fyrri afstöðu Vegagerðarinnar til lækkunar á hámarkshraða. Hins vegar er Vegagerðin tilbúin að skoða möguleika á að lækka hraðann á Skutulsfjarðarveginum, sem liggur fyrir fjörð, enda er þar um að ræða tengiveg með frekar lítilli umferð ökutækja og því forsvaranlegt að veita gangandi umferð meiri forgang á þeirri leið.

Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar vegna úrvinnslu á lækkun hámarkshraða á Skutulsfjarðarvegi.
Magnús Reynir Guðmundsson óskar bókuð vonbrigði sín með afstöðu Vegagerðarinnar.

4. Bréf utanríkisráðuneytis. – Ráðstefnan Ísland og norðurslóðir. 2005-01-0088.

Lagt fram bréf utanríkisráðuneytis til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. janúar s.l., er varðar ráðstefnu er halda á í Reykjavík 25. febrúar n.k. og nefnist ,,Ísland og norðurslóðir" og fjallar um tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars. Í bréfinu er bæjarstjóra boðið að vera einn af frummælendum ráðstefnunnar og að halda erindi undir málaflokknum ,,Byggðamál".

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Iðnnemasambands Íslands. – Tillaga, dagvistun barna. 2005-02-0078.

Lagt fram bréf frá Iðnnemasambandi Íslands dagsett 4. febrúar s.l., þar sem fram kemur að neðangreind tillaga um dagvistun barna var samþykkt á þingi Iðnnemasambandsins þann 29.-31. október 2004.
,,62. þing Iðnnemasambands Íslands skorar á sveitarfélög landsins, að þau tryggi fólki í námi með börn á framfæri, dagvistun í því sveitarfélagi sem námið er stundað, burt séð frá búsetu viðkomandi."

Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

6. Bréf Bjargar E. Finnsdóttur. – Styrkbeiðni vegna kvikmyndagerðar. 2005-02-0069.

Lagt fram bréf frá Björgu Elínu Finnsdóttur móttekið 15. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna gerðar kvikmyndarinnar ,,Flóð", er fjalla á um snjóflóðið er féll á Flateyri í október 1995.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

7. Bréf Línuhönnunar. – Öryggismál leiksvæða. 2005-02-0077.

Lagt fram bréf frá Línuhönnun dagsett 14. febrúar s.l., er fjallar um öryggismál barna á leiksvæðum. Bréfinu fylgir einblöðungur, ,,Leiksvæði barna: Meira öryggi-minna viðhald" og er yfirlit um þjónustu sem Línuhönnun býður og nokkur dæmi um verkefni sem unnin hafa verið fyrir rekstraraðila og sveitarfélög.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

8. Ársreikningur rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss á Ísafirði árið 2004. 2005-02-0104.

Lagður fram ársreikningur rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss á Ísafirði fyrir árið 2004.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf bæjarstjóra. – Tillögur að skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. 2005-02-0105.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. febrúar s.l., ásamt bréfi sýslumannsins á Ísafirði dagsettu 14. febrúar s.l., er fjallar um tillögur að skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar og aðgerðarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. Bréfi sýslumanns fylgir tillaga að skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar ásamt nýju skipuriti.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlagðar tillögur að skipan sameiginlegra almannavarnanefnda og aðgerðatstjórna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps verði samþykktar.

10. Bréf fjármálastjóra. – Umsögn um skýrslu VST, úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla. 2005-01-0029.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 18. febrúar s.l., er varðar umsögn um skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., frá því í desember 2004, um úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að senda VST umsögn fjármálastjóra og gefa þeim kost á að gera athugasemdir ef einhverjar eru.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.