Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

421. fundur

Árið 2005, mánudaginn 14. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 9/2. 46. fundur
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Byggingarnefnd um íþróttahús á Suðureyri 7/2. 11.fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
2. liður.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga nefndarinnar verði samþykkt.
3. liður.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga nefndarinnar verði samþykkt.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Fræðslunefnd 1/2. 210. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 10/2. 37. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 17/12.04. 1. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 8/2.05. 2. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 9/2. 202. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. – Reglur um niðurgreiðslu húsaleigu til kennara. 2003-10-0010.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, ódagsett er varðar breytingar á reglum um niðurgreiðslu á húsaleigu kennara í Ísafjarðarbæ. Í stefnuræðu bæjarstjóra við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2005, var rætt um endurskoðun á ofangreindum reglum. Meðfylgjandi bréfinu eru reglur um niðurgreiðslu frá 9. október 2003, ásamt viðauka til breytinga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman yfirlit yfir niðurgreiðslur til kennara í dag.

3. Áhersluatriði bæjarstjórnar á fundi með forsætisráðherra. 2005-02-0065.

Lögð fram áhersluatriði bæjarstjórnar er kynnt voru á fundi með forsætisráðherra hér á Ísafirði þann 9. febrúar s.l. Áhersluatriðin eru fyrst og fremst um byggða- og atvinnumál, sem og samgöngumál.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf bæjarstjóra. – Sæskip, m.s. Jaxlinn. 2005-01-0020.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. febrúar s.l., er varðar viðskipti Sæskipa ehf., við Hafnir Ísafjarðarbæjar og beiðni um að skuldir félagsins verði lækkaðar verulega eða felldar niður. Í bréfinu er greint frá viðræðum bæjarstjóra og hafnarstjóra við forsvarsmann fyrirtækisins.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent hafnarstjórn til kynningar.

5. Greinargerð um vinnu starfshóps um stefnumótun í tölvumálum Ísafjarðarbæjar. – Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar frá 175. fundi bæjarstjórnar. 2005-02-0004.

Lögð fram greinargerð frá Inga Þór Ágústssyni, formanni starfshóps um stefnumótun í tölvumálum fyrir Ísafjarðarbæ, er greinir frá vinnu starfshópsins og rökstuðningi við ákveðnar tillögur hans.

Jafnframt er lögð fram tillaga frá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, um tölvumál, er hann flutti á 175. fundi bæjarstjórnar og var þar vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð óskar eftir að starfshópur um stefnumótum í tölvumálum fyrir Ísafjarðarbæ kanni kostnað við sambærilegar veflausnir varðandi heimasíðugerð hjá öðrum fyrirtækjum.

6. Félagsmálaráðuneytið-Jöfnunarsjóður. – Framlag Jöfnunarsjóðs vegna nýbúafræðslu. 2005-02-0045.

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 31. janúar s.l., er varðar framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu 2005. Framlag til Ísafjarðarbæjar á árinu nemur nú kr. 93.000.- vegna hvers nýbúa, sem á lögheimili í sveitarfélaginu og fær þar sérstaka íslenskukennslu og er hér um viðbótarframlag að ræða við almennt jöfnunarframlag, sem greiðist vegna allra nemenda er eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fjármálastjóra.

7. Siglingastofnun. – Hafnarframkvæmdir 2005 og fyrirkomulag innheimtumála. 2005-02-0066.

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dagsett 3. febrúar s.l., er varðar hafnarframkvæmdir 2005 og fyrirkomulag innheimtumála.

Bæjarráð vísar bréfinu til hafnarstjórnar og fjármálastjóra.

8. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. – Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. febrúar 2005. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 7. febrúar s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. febrúar 2005.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. 2002-01-0192.

Lagðar fram tvær fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá 85. fundi er haldinn var þann 13. desember 2004 og frá 86. fundi er haldinn var þann 2. febrúar 2005.

Lagt fram til kynningar.

10. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum. – Fundargerðir, styrkur til jarðhitaleitar. 2002-09-0099.

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum dagsett 9. febrúar s.l., ásamt fundargerð 8. ársfundar frá 2. nóvember 2004, 26. stjórnarfundar frá 17. nóvember 2004 og 27. stjórnarfundar frá 18. janúar s.l.
Jafnframt fylgir bréfinu bréf Orkustofnunar um jarðhitaleitarátak iðnaðarráðuneytis 2005, þar sem óskað er eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. – Lok samnings um Staðardagskrá 21. 2005-02-0020.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 3. febrúar s.l., er varðar lok gildandi samnings um Staðardagskrá 21, milli Samb. ísl. sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins, um aðstoð við íslensk sveitarfélög. Samningurinn rennur út í árslok 2005.

Bæjarráð vísar bréfinu til Staðardagskrárnefndar Ísafjarðarbæjar.

12. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2004. 2005-02-0030.

Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlists Vestfjarða fyrir árið 2004 ásamt skýringum á rekstrarkostnaði, eignalista og viðskiptayfirliti.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:27

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Ásthildur C. Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi.