Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

420. fundur

Árið 2005, mánudaginn 7. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 12/1. 44. fundur
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 19/1. 45. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 1/2. 243. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 31/1. 99. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Elvars Loga Hannessonar. – Kómedíuleikhúsið. 2005-02-0011.

Lagt fram bréf frá Elvari Loga Hannessyni dagsett þann 1. febrúar s.l., er varðar beiðni um styrk vegna uppsetningar Kómedíuleikhússins á einleiknum Gísli Súrsson.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

3. Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2004. 2005-02-0029.

Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2004.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.