Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

419. fundur

Árið 2005, mánudaginn 31. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

    Almannavarnarnefnd 17/1. 55. fundur
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

    Almannavarnarnefnd 18/1. 56. fundur.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd 20/1. 36. fundur.
    Fundargerðin er í fjórum liðum.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

    Staðardagskrárnefnd 26/1. 22. fundur.
    Fundargerðin er í tveimur liðum.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

    Starfshópur um tölvumál Ísafjarðarbæjar.
    Lagðar fram fundargerðir 1. til og með 6. fundar er haldnir voru á tímabilinu 28. október 2004 til 121. janúar 2005.
    Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

    Umhverfisnefnd 26/1. 201. fundur.
    Fundargerðin er í 13. liðum.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf fjármálastjóra. – Starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. 2004-12-0064.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 27. janúar s.l., varðandi störf hjá Ísafjarðarbæ, sem ekki hafa verkfallsheimild. Hjálagt bréfinu er listi yfir þau störf hjá Ísafjarðarbæ, sem undanþegin eru verkfallsheimild og staðfestur hefur verið af Alþýðusambandi Vestfjarða og Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum. Í bréfinu er óskað eftir staðfestingu á framanskráðum lista.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að listinn verði samþykktur.

3. Bréf nemenda í Menntaskólanum á Ísafirði. – Styrkbeiðni vegna Frakklandsferðar. 2005-01-0076.

Lagt fram ódagsett bréf frá nemendum Menntaskólans á Ísafirði, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri ferð 20 nemenda skólans til Frakklands í lok febrúar n.k. Sótt er um styrk til fararinnar að upphæð kr. 70.000.-

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

4. Bréf Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða. –Kynningarfundur. 2004-11-0075.

Lagt fram bréf Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða og Atvinnu-þróunarfélags Vestfjarða dagsett 21. janúar s.l., varðandi kynningarfund um byggðaáætlun Vestfjarða. Fundurinn verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 2. febrúar n.k. og hefst kl. 12:45 Bréfinu fylgir dagskrá. Þátttaka tilkynnist í síma 450-3000.

Lagt fram til kynningar.

5. Tilboð frá Íslensk fyrirtæki ehf., um heimasíðugerð fyrir Ísafjarðarbæ. 2005-02-0001.

Lagt fram tilboð frá Íslensk fyrirtæki ehf., Seljavegi 2, Reykjavík, um heimasíðugerð fyrir Ísafjarðarbæ, afnotaréttur af ecWeb vefstjórnarkerfinu, uppsetningu og smíði vefs, sniðskjala, hönnun útlits og uppfærslur á vefstjórnarkerfinu ecWeb.

Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar bæjarráðs og óskar eftir greinargerð frá bæjarstjóra um málið.

6. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. – Listi yfir fyrirtæki sem fengið hafa eftirlit. 2005-01-0058.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 12. janúar s.l., ásamt lista yfir þau fyrirtæki er hlotið hafa eftirlit hjá stofnuninni á árinu 2004.

Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra.

7. Greinargerð um olíubirgðastöð á Ísafirði, frá Ólöfu Guðný Valdimarsdóttur. 2002-08-0027.

Lögð fram greinargerð um olíubirgðastöð á Ísafirði, sem unnin er af Ólöfu Guðný Valdimarsdóttur í nóvember s.l., að beiðni bæjarstjóra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna þá möguleika er rætt var um á fundi bæjarráðs.

8. Bréf bæjarstjóra Klaksvíkur í Færeyjum. - ,,Tilbúgvingarstevna". 2005-02-0002.

Lagt fram bréf frá Steinbjörn O. Jacobsen, borgarstjóra Klaksvíkur í Færeyjum, þar sem boðað er til ráðstefnu þann 11. febrúar n.k. í Klaksvík, ráðstefnu sem nefnist ,,Tilbúgvingarstevna". Ráðstefnan mun fjalla um náttúruhamfarir svo sem snjóflóð, ofsaregn, storma o.s.f. Bæjarstjóra Ísafjarðar er boðið til ráðstefnunnar til að kynna hvað hér hefur verið gert í forvörnum og hvernig það hefur til tekist.

Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri þiggi boðið.

9. Bréf Jóns H. Sveinssonar. – Sölutilboð á málverki. 2005-01-0090.

Lagt fram bréf frá Jóni H. Sveinssyni, listmálara, Hjallabyggð 9, Suðureyri, þar sem hann býður Ísafjarðarbæ til kaups olíumálverk af Silfurtorgi á Ísafirði. Söluverð verksins er kr. 200.000.-

Bæjarráð óskar eftir að stjórn Listasafns Ísafjarðar skoði erindið.

10. Bréf Helga Magnúsar Gunnarssonar, lögfr. – Fasteignagjöld álögð á Sigurjón Jónasson, kt. 301125-4299. 2005-01-0065.

Lagt fram bréf frá Helga Magnúsi Gunnarssyni, lögfræðingi, dagsett 17. janúar s.l., þar sem hann fyrir hönd Sigurjóns Jónassonar, kt. 301125-4299, gerir athugasemdir við álagningu fasteignagjalda á Sigurjón fyrir árið 2002 og síðar. Erindið er vegna leigu Sigurjóns á landi frá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar erindinu í kæruferil fasteignagjalda.

11. Útgerðarfélagið Ískrókur ehf. – Forkaupsréttur að Skutli ÍS 16. 2005-02-0003.

Lagt fram bréf frá Útgerðarfélaginu Ískrók ehf., dagsett 31. janúar 2005, þar sem félagið tilkynnir að það hyggst selja m.b. Skutul ÍS 16, ásamt öllum aflaheimildum og leitar eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar um nýtingu forkaupsréttar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.