Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

418. fundur

Árið 2005, mánudaginn 17. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 10/01. 54. fundur.
Fundargerðin er í einum málslið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd 11/01. 51. fundur.
Fundargerðin er í einum tölulið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 11/01. 242. fundur.
Fundargerðin er í fjórum töluliðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 11/01. 209. fundur.
Fundargerðin er í sex töluliðum.
1. tölul. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
3. tölul. Bæjarráð vísar í 65. gr. bæjarmálasamþykktar, felur bæjarstjóra að ræða við formann fræðslunefndar og leggja frekari gögn fyrir bæjarráð.
5. tölul. Vísað er í afgreiðslu 5. dagskrárliðar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Hafnarstjórn 11/01. 98. fundur.
Fundargerðin er í sjö töluliðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 11/01. 35. fundur.
Fundargerðin er í fjórum töluliðum.
4. tölul. b. Bæjarráð bendir á að málefnið fellur undir verksvið nefndarinnar.
4. tölul. c. Bæjarstjóri benti á að ákvörðun um framtíð Gamla apóteksins er í stefnumótun um íþrótta- og æskulýðsmál sem er á vegum íþrótta- og æskulýðsnefndar. Ákvörðun um fjármagn til rekstrar GA á árinu 2005 var tekin í fjárhagsáætlun þar sem stefnumótun á vegum íþrótta- og æskulýðsnefndar er ekki lokið.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

2. Náttúrustofa Vestfjarða - fornleifarannsóknir. 2005-01-0039.

Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett 28. desember sl., þar sem boðin er þjónusta á sviði fornleifarannsókna.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

3. Lögfræðiskrifstofa Tryggva Guðmundssonar ehf - kauptilboð. 2005-01-0051.

Lagt fram kauptilboð frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf, dagsett 11. janúar sl., f.h.Vals Richter á sumarbústað við Grundarstíg á Flateyri.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

4. Sæskip ehf – beiðni um ívilnun hafnargjalda 2005-01-0020.

Lagt fram bréf frá Sæskipi ehf, dagsett 3. janúar sl., þar sem óskað er ívilnunar á greiðslu hafnargjalda fyrir skip félagsins "m/s Jaxlinn".

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar til bókunar í hafnarstjórn 11. janúar sl.

5. Skóla- og fjölskylduskrifstofa – viðbótarkennsla nemenda í 10. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. 2005-01-0049.

Lagt fram bréf frá Skúla S. Ólafssyni, forstöðumanni SFS, dagsett 13. janúar sl., varðandi viðbótarkennslu nemenda í 10. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir erindið og að kostnaður verður tekinn af heimildum skólanna innan fjárhagsramma þeirra á árinu.

6. Lögmenn Skólavörðustíg 12 – úthlutun byggðakvóta. 2004-09-0006.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Skólavörðustíg 12, dagsett 10. janúar sl., varðandi úthlutun byggðakvóta.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.