Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

417. fundur

Árið 2005, mánudaginn 10. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Viðræður við bæjarráð – forstöðumaður umhverfissviðs. 2003-10-0020.

Til fundar við bæjarráð er mættur Jóhann B. Helgason, forstöðumaður umhverfissviðs, sem gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýtt íþróttahús á Suðureyri.

2. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 2., 3., 4. og 5./01. 47. – 53. fundur.
Fundargerðirnar eru í einum málslið.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Barnaverndarnefnd 6/01. 43. fundur.
Fundargerðin er í einum tölulið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 28/12. 208. fundur.
Fundargerðin er í fimm töluliðum.
2. tölul. Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2005.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

3. Fjárhagsáætlun 2005 – gögn til síðari umræðu. 2005-01-0003.

Lögð fram bréf ásamt fylgigögnum frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 3. og 4. janúar sl., varðandi sorpeyðingargjöld 2005 á lögaðila, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda 2005 til elli- og örorkulífeyrisþega og reglur um styrkveitingu til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda 2005. Lagðar fram breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun 2005 frá fyrri umræðu frá meirihluta og frá F-lista.

Bæjarráð vísar tillögunum til bæjarstjórnar.

4. Bæjarritari – gömul hús í Ísafjarðarbæ. 2005-01-0025.

Lagt fram minnisblað ásamt fylgigögnum frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett 3. janúar sl., varðandi gömul verðlítil hús í eigu Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta reglur um ráðstöfun verðlítilla húsa í eigu Ísafjarðarbæjar á grunni framlagðra gagna.

5. Sindraberg ehf – yfirlýsing vegna hlutafjár. 2005-01-0026.

Lögð fram yfirlýsing Ísafjarðarbæjar dagsett 28. desember sl., varðandi meðferð hlutafjár Ísafjarðarbæjar í Sindrabergi ehf.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að yfirlýsingin verði samþykkt.

6. Fjármálastjóri - mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir mánuðina janúar-nóvember 2004. 2004-08-0046.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 5. janúar sl., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir mánuðina janúar-nóvember 2004.

Lagt fram til kynningar

7. Snjómokstur á skíðavegi upp að Seljalandsdal. 2005-01-0021.

Lagt fram bréf frá Friðgerði, Guðríði og Ásdísi Guðmundsdætrum dagsett 28. desember sl., varðandi snjómokstur á skíðavegi upp að Seljalandsdal.

Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar.

8. Þekkingarsetur á Ísafirði – skipan starfshóps. 2005-01-0027.

Lögð fram útskrift af vefi menntamálaráðuneytisins dagsett í janúar 2005, þar sem tilkynnt er um skipan starfshóps vegna undirbúnings stofnunar þekkingarseturs á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

9. Hólmavíkurhreppur – opnun íþróttamiðstöðvar. 2005-01-0018.

Lagt fram bréf frá Hólmavíkurhreppi, dagsett 2. janúar sl., þar sem fulltrúum Ísafjarðarbæjar er boðið að vera viðstaddir formlega opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar á Hólmavík 15. janúar nk. kl. 14.00.

Bæjarráð þakkar gott boð og vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

10. Andri Árnason hrl. bæjarlögmaður – trúnaðarmál. 2003-11-0044.

Lagt fram minnisblað frá Andra Árnasyni hrl. bæjarlögmanni varðandi trúnaðarmál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

11. Byggðasafn Vestfjarða – ársreikningur 2003. 2005-01-0028.

Lagður fram ársreikningur Byggðasafns Vestfjarða vegna ársins 2003.

Lagt fram til kynningar.

12. VST hf – úttekt á mötuneytum í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar. 2005-01-0029.

Lögð fram skýrsla VST hf dagsett í desember 2004 varðandi úttekt á mötuneytum í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna greinargerð um skýrsluna.

13. Formaður bæjarráðs – nátttúruhamfarir í Asíu. 2005-01-0030.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, lagði fram tillögu um að Ísafjarðarbær leggi fram 250.000 kr. sem framlag í söfnun vegna nátttúruhamfara í Asíu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og kostnaður verði færður á bókhaldslykilinn 21-81-9951, ýmsir styrkir.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:03.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.