Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

415. fundur

Árið 2004, mánudaginn 20. desember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Formaður atvinnumálanefndar Elías Guðmundsson, mættur á fund bæjarráðs. 2004-11-0081.

Til fundar við bæjarráð er mættur Elías Guðmundsson, formaður atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar, samkvæmt ósk bæjarráðs frá því 13. desember s.l. Umræðuefnið er verkefnið ,,Markaðsskrifstofa ferðamála Vestfjörðum", samkvæmt 4. lið í 50. fundargerð atvinnumálanefndar frá 9. desember s.l.

Bæjarráð tekur vel í þá hugmynd að stofnuð verði ,,Markaðsskrifstofa ferðamála Vestfjörðum" og leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær taki þátt í undirbúningi og stofnun hennar, í samstarfi við önnur sveitarfélög á Vestfjörðum.

2. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 15/12. 42. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 14/12. 241. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 14/12. 207. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf sjávarútvegsráðuneytis. – Byggðakvóti 3.200 þorskígildistonn. Vísað frá bæjarstjórn til bæjarráðs. 2004-09-0006.

Lagt fram að nýju bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu dagsett 6. desember s.l., þar sem ráðuneytið tilkynnir að gefin hafi verið út reglugerð um úthlutun á 3.200 þorskígildistonnum til stuðnings byggðarlögum og fylgir bréfinu ljósrit af reglugerðinni.

Samkvæmt þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar í reglugerðinni, til skiptingar þessara 3.200 þorskígildistonna, koma 210 þorskígildistonn samtals í hlut Ísafjarðarbæjar á yfirstandandi fiskveiðiári.

Málinu vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórn með svohljóðandi tillögu. ,, Bæjarstjórn gefur bæjarráði fulla heimild til að ganga frá tillögu varðandi úthlutun byggðakvóta, þar sem tillögur þurfa að berast sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 1. janúar 2005."

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur farsælast að sjávarútvegsráðuneytið úthluti sjálft þeim byggðakvóta er féll í hlut Ísafjarðarbæjar. Ætla verður að ráðuneytið hafi lagt til grundvallar hlutlægt mat við heildarúthlutun og því eðlilegt að einstaka úthlutanir byggi á sömu forsendum.

Magnús Reynir Guðmundsson óskaði svohljóðandi bókunar. ,,Er þeirrar skoðunar, þrátt fyrir flóknar og að mörgu leyti illskiljanlegar forsendur sjávarútvegsráðuneytisins við úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar, að bæjarráði beri að reyna að ná fram tillögu um sanngjarna úthlutun á þeim 210 þorskígildistonnum, sem til ráðstöfunar eru að þessu sinni."

4. Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til Vegagerðarinnar. – Hámarkshraði. 2004-09-0072.

Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Vegagerðarinnar dagsett 17. desember s.l., er varðar ítrekun á beiðni Ísafjarðarbæjar um lækkun hámarks- hraða á Djúpvegi frá Ísafjarðarflugvelli að Hafrafellshálsi.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Skipulagsstofnunar. – Listi yfir skipulagsfulltrúa. 2004-06-0011.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 6. desember s.l., ásamt lista yfir skipulagsfulltrúa og þá sem sinna skipulagsgerð.

Lagt fram til kynningar.

6. Afrit bréfs Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, til Ferðaþjónustu Grunnavíkur. 2004-12-0034.

Lagt fram afrit bréfs Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, til Ferðaþjónustu Grunnavíkur ehf., dagsett 13. desember s.l., varðandi kröfu félagsins á Ísafjarðarbæ, um skaðabætur vegna bílskúrs að Fitjateigi 1, Hnífsdal.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf samgönguráðuneytis. – Styrkir v/skíða- og útivistarsvæða. 2003-12-0065.

Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 13. desember s.l., þar sem tilkynnt er, að ráðuneytið hefur ekki getað orðið við styrkbeiðni Ísafjarðarbæjar um styrk til skíða- og útivistarsvæðis Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. – Atvinnuvegasýning. 2004-12-0040.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 16. desember s.l., varðandi fyrirhugaða ætlan Atvinnuþróunarfélagsins um að halda Atvinnuvegasýningu Vestfjarða næsta vor eða haust. Bréfinu er ætlað að kanna hug vestfirskra sveitarfélaga til þátttöku og staðsetningar sýningarinnar, það er á höfuðborgarsvæðinu eða á Ísafirði. Atvinnuþróunarfélagið óskar svara og athugasemda í síðasta lagi 23. desember n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.

9. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. – Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 13. desember s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá fundi er haldinn var föstudaginn 10. desember s.l.

Fundargerðin send fræðslunefnd og íþrótta- og æskulýðsnefnd.

10. Tvö bréf Umhverfisstofnunar. – Endurgreiðslur vegna minka- og refaveiða. 2003-12-0020.

Lögð fram tvö bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 10. desember s.l., þar sem greint er frá endurgreiðslum Veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar vegna minka- og refaveiða tímabilið 1. september 2003 – 31. ágúst 2004. Hlutfall endurgreiðslu er 30% af kostnaði og hefur þá annað árið í röð verið skert úr 50%.

Bæjarráð vísar ofangreindum bréfum til landbúnaðarnefndar.

11. Bréf frá UNIVERSITETET I TROMSÖ. 2004-06-0068.

Lagt fram bréf frá Universitetet i Tromsö dagsett 14. desember s.l., ásamt skýrslu um ráðstefnu er Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sótti 22. – 24. september s.l.

Lagt fram til kynningar.

12. Innleiðing á nýju starfsmati hjá sveitarfélögum.

Bæjarráði gerð grein fyrir innleiðingu á nýju starfsmati hjá sveitarfélögum og hvar sú vinna er stödd í dag hjá Ísafjarðarbæ. Starfsmatið nær til starfsmanna Ísafjarðarbæjar, sem eru innan Starfgreinasambandsins og Félags opinberra starfsmanna Vestfjörðum. Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti á fund bæjarráðs.

Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarritara að vinna áfram að innleiðingu starfsmatsins í samráði við hlutaðeigandi stéttarfélög. Að þeirri vinnu lokinni verði gengið til uppgjörs samkvæmt hinu nýja starfsmati.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ingi Þór Ágústsson. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.