Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

413. fundur

Árið 2004, mánudaginn 6. desember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Hafnarstjórn 30/11. 97. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 1/12. 19. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Kaupsamningur með afsali vegna Grundarstígs 9, Flateyri. 2004-08-0036.

Lagður fram undirritaður kaupsamningur með afsali vegna sölu Ísafjarðarbæjar á húseigninni Grundarstíg 9, Flateyri, til Hálfdáns L. Pedersen, Markarflöt 6, Garðabæ. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir ofangreindan kaupsamning með afsali. Söluverð eignarinnar endurspeglar ástand hennar.

3. Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til nefndarsviðs Alþingis. – Frumvarp til laga um Lánasjóð sveitarfélaga. 2004-11-0047.

Lagt fram afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til nefndarsviðs Alþingis dagsett 30. nóvember s.l., umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um Lánasjóð sveitarfélaga, sem áður var lagt fram í bæjarráði þann 22. nóvember s.l.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Remax í Mjódd, Reykjavík. – Pólgata 4, Ísafirði. 2004-11-0093.

Lagt fram bréf frá Remax í Mjódd, Reykjavík, dagsett 29. nóvember s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er boðin til kaups miðhæð í húseigninni Pólgötu 4, Ísafirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 7.900.000.-

Bæjarráð hafnar erindinu.

5. Bréf Sólbergs Jónsssonar, Bolungarvík. – Framkvæmdaleyfi vegna landbrots í Leirufirði. 2004-08-0049.

Lagt fram bréf frá Sólberg Jónssyni, Bolungarvík, dagsett 25. nóvember s.l., þar sem bréfritari óskar framkvæmdaleyfis frá Ísafjarðarbæ vegna lagfæringa á landbroti í Leirufirði, Jökulfjörðum, sem og heimildar til að koma vinnuvélum að framkvæmdasvæðinu. Bréfinu fylgja myndir og önnur gögn til upplýsinga.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar umsagnar umhverfisnefndar.

6. Bréf Rannsókn og ráðgjöf. – Sögukort á íslensku og ensku. 2004-11-0094.

Lagt fram bréf frá Rannsókn og ráðgjöf, Reykjavík, dagsett 26. nóvember s.l., þar sem fram kemur að fyrirtækið er að undirbúa útgáfu sögukorta á íslensku og ensku fyrir alla landshluta Íslands, sem koma mun út árið 2005. Sögukort Vestfjarða mun ná yfir Strandasýslu, Barðastrandasýslur og Ísafjarðarsýslur. Í bréfinu er sótt um styrk frá Ísafjarðarbæ að fjárhæð kr. 450.000.- til útgáfu kortsins.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar atvinnumálanefndar.

7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. – Nám og skiptinámsdvöl. 2004-11-0095.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 29. nóvember s.l., er varðar nám og skiptinámsdvöl fyrir stjórnendur í norrænum sveitarfélögum. Bréfinu fylgja frekari upplýsingar um námið. Frestur til skráningar er til 7. desember n.k.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf félagsmálaráðuneytis. – Úrskurðarnefnd félagsþjónustu. 2004-12-0003.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 1. desember s.l., þar sem ráðuneytið gerir grein fyrir, að Úrskurðarnefnd félagsþjónustu hefur vakið athygli á áliti umboðsmanns Alþingis, vegna mála nr. 4064/2004 og 4070/2004. Í bréfinu er fjallað frekar um málið og því fylgir álit og aðrar niðurstöður umboðsmanns Alþingis.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:58

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.