Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

412. fundur

Árið 2004, mánudaginn 29. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005. 2004-04-0071.

Frestað var að leggja fram drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005 á þessum fundi bæjarráðs.

2. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 25/11. 206. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. liður. Bæjarráð leggur áherslu á að skýrsla um úttekt á mötuneytum í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar sé vinnugagn eingöngu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 25/11. 34. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Bæjarráð vísar 1. og 3. lið fundargerðarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar 2005.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 24/11. 198. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Afrit bréfs umhverfisráðuneytis. – Skipan í hættumatsnefnd. 2004-11- 0083.

Lagt fram afrit bréfs frá umhverfisráðuneyti dagsett 23. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er að Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, hefur verið skipaður í nefnd um hættumat fyrir Ísafjarðarbæ. Jóhann Birkir tekur sæti Sigurðar Mar Óskarssonar í nefndinni, en Sigurður Mar hefur hætt störfum hjá Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Orkubús Vestfjarða. – Lóðamál í Reykjanesi við Djúp. 2004-11-0080.

Lagt fram bréf frá Orkubúi Vestfjarða dagsett 23. nóvember s.l., þar sem m.a. er óskað eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, sem landeiganda í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, um lausn á lóðamálum Orkubúsins í Reykjanesi.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. – Markaðsmál ferðaþjónustunnar.  2004-11-0081.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 24. nóvember s.l., er varðar markaðsmál ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum og vinnu á vegum stjórnar FV í framhaldi af samþykkt Fjórðungsþings um markaðsmál ferðaþjónustunnar. Bréfinu fylgja tillögur vegna markaðs- og kynningaraðgerða fyrir Ferðamálasamtök Vestfjarða, júlí 2004 unnar af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar atvinnumálanefndar.

6. Bréf stjórnar Holts-friðarseturs. – Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda. 2004-11-0076.

Lagt fram bréf frá stjórn Holts-friðarseturs í Önundarfirði móttekið 24. nóvember s.l., þar sem lögð er fram beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda á eign stofnunarinnar, fyrrum Holtsskóla í Önundarfirði.

Bæjarráð vísar í reglur sem gilda um niðurfellingu fasteignagjalda félagasamtaka.

7. Bréf félagsmálaráðuneytis. – Stofnframlög til sveitarfélaga. 2003-07-0054.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 16. nóvember s.l., varðandi stofnframlög til sveitarfélaga með fleiri en 2000 íbúa. Í bréfinu er m.a. fjallað um breytingar er gerðar voru á reglugerð nr. 303/2003, er fjallar um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að ljúka átaki til einsetningar grunnskóla og er hún til samræmis við breytingu sem gerð var á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Nýframkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði falla undir framangreindar breytingar og er í bréfinu óskað eftur umsókn, stuttri greinargerð og tölulegum upplýsingum um stöðu framkvæmdanna í dag og framkvæmdaáform sveitarfélagsins það sem eftir er af árinu 2004 og á árinu 2005.

Bæjarstjóri upplýsti að hann hefur þegar svarað erindinu.

8. Bréf menntamálaráðuneytis. – Beiðni um upplýsingar um skólahald í kjölfar verkfalls kennara. 2004-09-0057.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 22. nóvember s.l., þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um skólahald í einstökum sveitarfélögum í kjölfar verkfalls kennara í grunnskólum.

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur tekið bréfið til umfjöllunar og lagt fram til kynningar í bæjarráði.

9. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. – Verkefnisstjórn um Byggðaáætlun fyrir Vestfirði. 2004-11-0075.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 23. nóvember s.l., ásamt afriti af bréfi er sent var verkefnisstjórn um Byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Í því bréfi kemur fram, að stjórn FV telur rétt að kynna tillögur verkefnisstjórnarinnar fyrir sveitarfélögum áður en þær verði gerðar opinberar.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf samráðsnefndar um húsaleigubætur. – Könnun á húsaleigubótum 2004.  2004-11-0077.

Lagt fram bréf frá samráðsnefnd um húsaleigubætur dagsett 19. nóvember s.l., þar sem segir að komið sé að árlegri könnun samráðsnefndar um húsaleigubætur. Skilafrestur upplýsinga er til 13. desember n.k. Bréfinu fylgja sérstök eyðublöð vegna könnunarinnar, sem einnig er hægt að svara rafrænt.

Erindinu vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu til afgreiðslu.

11. Samb. ísl. sveitarf. – Fundargerð 719. stjórnarfundar. 2002-02-0044.

Lögð fram 719. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 19. nóvember s.l., að Borgartúni 30 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf Samb. ísl. sveitarf. – Hlutverk sveitarfélaga í breyttu húsnæðislánakerfi. 2004-11-0088.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 23. nóvember s.l., er varðar hlutverk sveitarfélaga í breyttu húsnæðislánakerfi. Á fundi stjórnar Samb. ísl. sveitarf. þann 19. nóvember s.l., var lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dagsett 14. október s.l., þar sem óskað er viðræðna við sambandið um hlutverk sveitarfélaga í breyttu húsnæðislánakerfi. Eftirfarandi samþykkt var gerð í stjórninni. ,,Stjórnin telur að sveitarfélögin eigi ekki að hafa nein afskipti af húsnæðislánakerfinu, en að mikilvægt sé að enn frekar verði aukin stuðningur við þau sveitarfélög, sem glíma við fjárhagsvanda vegna reksturs félagslegra íbúða og sölu þeirra á almennum markaði."

Stjórnin tilnefndi Halldór Halldórsson, bæjarstjóra, til viðræðna við ráðuneytið.
Lagt fram til kynningar.

13. Bréf efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. – Frumvarp til laga um tekjuskatt og eignaskatt. 2004-11-0087.

Lagt fram bréf efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dagsett 25. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjuskatt og eignaskatt, 351. mál, skatthlutfall, afnám eignarskatts o.fl. Nefndin æskir svars eigi síðar en 3. desember n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:05

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.