Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

411. fundur

Árið 2004, mánudaginn 22. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar Vegagerðarinnar – viðræður við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð eru mætt Kristján Kristjánsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Erla Bryndís Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt, sem gerðu grein fyrir legu snjóflóðaskápa á Kirkjubólshlíð, umferðarmálum við Grunnskólann á Ísafirði svo og voru almenn samskiptamál aðila rædd. Fundinn sat ennfremur Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Birna Lárusdóttir, formaður umhverfisnefndar.

2. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, forstm. skíðasvæðis – viðræður við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð eru mættir Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Jóhann Torfason, forstm. skíðasvæðis, sem gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun skíðasvæðisins á árinu 2005 og uppbyggingu þess til nokkurra ára.

3. Vegagerðin – lega vegar um land Reykjaness. 2004-11-0044.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Sigurði Mar Óskarssyni, Vegagerðinni, dagsett 16. nóvember s.l. varðandi fyrirhugaða legu vegar um land Reykjaness í Ísafjarðardjúpi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindi Vegagerðarinnar að leggja land undir nýtt vegarstæði í landi Reykjaness í Ísafjarðardjúpi enda komi til viðeigandi bætur fyrir jarðrask sem jafnframt verði lágmarkað m.t.t. umhverfisverndar.

4. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 17/11. 40. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 16/11. 239. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 17/11. 107. fundur.
Fundargerðin er í einum tölulið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Skipulagsmál á hafnarsvæði Ísafjarðar 9/11. 2. fundur.
Fundargerðin er í einum tölulið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5. Bæjarstjórn – tillögu vísað til bæjarráðs. 2004-09-0015.

Lögð fram gögn varðandi 5. lið í 106. fundargerð menningamálanefndar sem vísað var til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 18. nóv. s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar með ósk um útfærða dagskrá og kostnaðaráætlun.

6. Bæjarstjórn – tillögu vísað til bæjarráðs.

Lögð fram gögn varðandi 2. lið í 48. fundargerð atvinnumálanefndar sem vísað var til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 18. nóv. s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til tölvunefndar.

7. Umhverfisnefnd Alþingis – skipulags- og byggingalög. 2004-11-0043.

Lagt fram bréf frá umhverfisnefnd Alþingis, dagsett 15. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingalögum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

8. Félagsmálanefnd Alþingis – Lánasjóður sveitarfélaga. 2004-11-0047.

Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 17. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Lánasjóð sveitarfélaga.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindinu.

9. Bæjartæknifræðingur – Sindragata 27, gatnagerðargjöld. 2004-10-0069.

Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 17. nóvember s.l., með umsögn um niðurfellingu eða lækkun gatnagerðagjalda vegna húsnæðis við Sindragötu 27, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar erindinu en vísar til heimildar í gildandi gjaldskrá um gatnagerðargjöld varðandi frestun á greiðslu á hluta gjaldanna og felur tæknideild málið til nánari útfærslu.

10. Ófaglærðir starfsmenn á leikskólum - undirskriftarlisti.

Lagðir fram undirskriftarlistar ófaglærða starfsmanna á leikskólum Ísafjarðarbæjar varðandi ákvæði kjarasamninga um starfsmat.

Bæjarráð bendir á að föstudaginn 19 nóv. s.l. skrifuðu fulltrúar Launanefndar sveitarfélaga, Starfsgreinasambands Íslands og bæjarstarfsmannafélaganna undir samkomulag um útfærslu á nýju starfsmati og verður launaleiðrétting vegna hins nýja starfsmats greidd út eins fljótt og frekast er kostur.

11. Samtök tónlistarskólastjóra – málþing. 2004-11-0015. 2004-11-0025.

Lagt fram bréf frá Samtökum tónlistarskólastjóra dagsett 11. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er að fyrirhuguðu málþingi um væntalega nýja lagasetningu um tónlistarskóla er frestað.

Lagt fram til kynningar.

12. Samband ísl. sveitarfélaga – XVIII. landsþing sambandsins. 2004-09-0094.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 15. nóvember s.l. varðandi XVIII. landsþing sambandsins.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25.

Þórir Sveinsson, ritari.

 

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.