Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

410. fundur

Árið 2004, mánudaginn 15. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 11/11. 49. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 9/11. 238. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 9/11. 205. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 9/11. 96. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 11/11. 33. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 11/11. 106. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 10/11. 197. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Ályktun foreldrafélags Grunnskóla Ísafjarðar. 2004-09-0057.

Lögð fram ályktun foreldrafélags Grunnskóla Ísafjarðar dagsett 11. nóvember s.l., til ríkisstjórnar og sveitarfélaga, ályktunin var samþykkt á félagsfundi og varðar verkfall grunnskólakennara.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf Sæfara, Ísafirði. - Beiðni um aðstoð við uppbyggingu og rekstur. 2004-11-0041.

Lagt fram bréf frá Sæfara, félagi áhugamanna um sjósport á Ísafirði, dagsett þann 9. nóvember s.l. Í bréfinu kemur fram ósk frá félaginu um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar komi að uppbyggingu aðstöðu og eða rekstri Sæfara með samningi sambærilegum við gildandi samninga við önnur félög. Bréfinu fylgir greinargerð varðandi erindi félagsins, undirrituð af Erni Torfasyni, formanni Sæfara.

Bæjarráð vísar til samþykktar um vinnu við skipulag á hafnarsvæði Ísafjarðar og þess að tillögur að forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja koma frá HSV. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Sæfara.

4. Minnisblað frá Lindu Jónsdóttur. - Heimabær 4-5, Hnífsdal. 2004-11-0042.

Lagt fram minnisblað frá Lindu Jónsdóttur, Bakkavegi 14, Hnífsdal, dagsett 9. nóvember s.l., þar sem hún falast eftir að kaupa fasteignina Heimabæ 4-5 í Hnífsdal. Ætlunin er að gera húsið upp og er þess óskað að Ísafjarðarbær greiði með húsinu upphæð er samsvari niðurrifi eignarinnar og frágangi lóðar, ef til niðurrifs hefði komið. Áætlaður kostnaður bréfritara við þá framkvæmd er kr. 2.100.000.-

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

5. Bréf Samtaka tónlistarskólastjóra. - Málþing. 2004-11-0015.

Lagt fram bréf Samtaka tónlistarskólastjóra dagsett 1. nóvember s.l., til allra sveitarfélaga, þar sem samtökin boða til málþings, vegna væntanlegrar nýrrar lagasetningar um tónlistarskóla. Málþingið verður í Ársal Hótels Sögu, föstudaginn 19. nóvember n.k. kl. 10:00 til 13:00

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Björgunarsveitarinnar Kóps, Bíldudal. - Beiðni um fjárstuðning vegna kaupa á björgunarbáti. 2004-11-0022.

Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Kóp á Bíldudal, dagsett 4. nóvember s.l., þar sem óskað er stuðnings Ísafjarðarbæjar við kaup á björgunarbáti fyrir sveitina. Beiðni um styrk hljóðar upp á kr. 200.000.-

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

7. Snorraverkefnið. - Beiðni um stuðning sumarið 2005. 2004-11-0023.

Lagt fram bréf er varðar Snorraverkefnið dagsett 1. nóvember s.l., undirritað af Ástu Sól Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra. Erindi bréfsins er að leita stuðnings Ísafjarðarbæjar við verkefnið sumarið 2005.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

8. Bréf Samtaka ferðaþjónustunnar. - Lengjum háönnina í ferðaþjónustu. 2004-11-0025.

Lagt fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar dagsett 3. nóvember s.l., er fjallar um að lengja háönnina í ferðaþjónustu, bæta við maí og september og taka um leið á því vandamáli, að almenn þjónusta við ferðamenn skerðist ekki, að núverandi háannatíma liðnum.

Bæjarráð vísar bréfinu til atvinnumálanefndar.

9. Bréf Félags áhugamanna um víkingaverkefnið á slóðum Gísla Súrssonar. - Víkingar á Vestfjörðum. 2003-11-0101.

Lagt fram bréf frá Félagi áhugamanna um víkingaverkefnið á söguslóðum Gísla Súrssonar, dagsett 7. nóvember s.l. Erindi bréfsins er beiðni um styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 520.000.- vegna framhaldsframkvæmda við uppbyggingu útiaðstöðu á Oddanum á Þingeyri í menningartengdri ferðamennsku þar. Bréfinu fylgir kynning á verkefninu ,,Víkingar á Vestfjörðum".

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2005.

10. Tvær fundargerðir Skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. 2004-01-0192.

Lagðar fram tvær fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. Fundargerð frá 83. fundi er haldinn var þann 20. september s.l. og fundargerð 84. fundar er haldinn var þann 25. október s.l.

Lagt fram til kynningar.

11. Trúnaðarmál.

Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.